Innlent

Jörð skelfur norð­austur af Gríms­ey og á Reykja­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Grímseyjarhöfn.
Frá Grímseyjarhöfn. VÍSIR/JÓHANN K. JÓHANNSSON

Jarðskjálftahrina er nú í gangi norðaustur af Grímsey. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að klukkan 20:20 í gærkvöldi hafi orðið jarðskjálfti af stærðinni 2,8 sem hafi fundist í eynni.

Upptök skjálftans voru um 13,5 kílómetrum norðnorðaustur af Grímsey. Annar skjálfti varð á sömu slóðum að morgni mánudagsins, en sá skjálfti mældist 2,3 að stærð.

Einnig skelfur jörð á Reykjanesskaga, en klukkan 20:33 í gærkvöldi varð skjálfti af stærðinni 2,9 rétt suðaustan við Kleifarvatn. Tilkynningar hafa borist um að sá skjálfti hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×