Klúður Se og Hør: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2021 12:31 Fréttin á vef Se og Hør í dag þar sem mistökin eru viðurkennd. Skjáskot af vef Se og Hör Slúðurtímaritið Se og Hør gerði alvarleg mistök í umfjöllun sinni um morðið á Freyju Egilsdóttur Mogensen. Blaðið birti mynd af manni, óskýra þó, og fullyrti að um væri að ræða morðingja Freyju. Dóttir mannsins staðfestir við Lokalavisen í Árósum að maðurinn á myndinni sé faðir hennar, alls ekki Flemming Mogensen, barnsfaðir og morðingi Freyju. Lokalavisen segir í umfjöllun sinni að karlmaðurinn sé raunar ekkert líkur morðingjanum. Þá hafi heimildarmenn á Íslandi og fjölskyldumeðlimir mannsins, sem myndin var birt af, staðfest þetta. „Þetta er ekki gott. Þetta er faðir minn,“ segir dóttir mannsins við Lokalavisen. Fjölskyldan, sem er í áfalli vegna morðsins á Freyju, vill ekki tjá sig frekar um málið sem stendur. Dísa María Egilsdóttir, systir Freyju, segir að fjölskyldan muni leita réttar síns með lögfræðingum. Það hefur Vísir sömuleiðis fengið staðfest. Undir frétt Se og Hør, þar sem sjá mátti manninn einan á útipalli með gasgrill í bakgrunni stóð: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“. Sagðist hafa ferðast með fjölskyldunni til Íslands Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar barst á dögunum tölvupóstur frá karlmanni sem sagðist vera vel kunnugur fjölskyldu Freyju. Hann hefði ferðast með fjölskyldunni til Íslands og ætti myndir sem hann bauð til sölu ásamt viðtali. Lokalavisen segir frá svipuðu tilboði sem hafi borist dönskum miðlum, þeirra á meðal Lokalavisen. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu hvort um sama mann er að ræða og seldi Se og Hør myndirnar. Fyrirsögn greinar Se og Hør var „Vinur afhjúpar ógnvekjandi smáatriði um samband Freyju og eiginmannsins fyrrverandi“. Þar voru ýmsir hlutir hafðir eftir ónafngreindum vini fjölskyldunnar sem sagðist hafa ferðast oft með fjölskyldunni til Íslands. Fullyrti hann við Se og Hør að Freyja hefði fundið verulega óeðlilega hluti á tölvu morðingjans. Þetta hefur ekki verið staðfest í öðrum miðlum og lögreglan í Danmörku hefur ekki upplýst um einstaka þætti rannsóknarinnar á morðinu. Fjarlægðu greinina af vef blaðsins Ritstjóri Se og Hør í Danmörku segir að maðurinn sem seldi blaðinu ljósmyndina hafi, annaðhvort fyrir mistök eða viljandi, sent nokkrar rangar myndir. Neils Pinborg, aðalritstjóri Se og Hør, segir hrikalegt að hugsa til þess að karlmaður á Íslandi hafi borið kennsli á sig á myndinni en átt hafði verið við myndina þannig að andlitið var óskýrt. Hann hvetur viðkomandi til að hringja í sig til að geta komist til botns í málinu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Se og Hør en í nýrri grein á vef blaðsins viðurkennir blaðið að hafa gert mistök. Pinborg vill ekki staðfesta að maðurinn sem fullyrti ýmislegt um samband Freyju og Flemmings í blaðinu hafi einnig selt blaðinu myndirnar, sem ranglega var fullyrt að væru af morðingja Freyju. Fréttastofa hafði samband við fjölskyldumeðlimi Freyju sem vildu að svo stöddu ekki ræða málið. Morð í Malling Danmörk Fjölmiðlar Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Lokalavisen segir í umfjöllun sinni að karlmaðurinn sé raunar ekkert líkur morðingjanum. Þá hafi heimildarmenn á Íslandi og fjölskyldumeðlimir mannsins, sem myndin var birt af, staðfest þetta. „Þetta er ekki gott. Þetta er faðir minn,“ segir dóttir mannsins við Lokalavisen. Fjölskyldan, sem er í áfalli vegna morðsins á Freyju, vill ekki tjá sig frekar um málið sem stendur. Dísa María Egilsdóttir, systir Freyju, segir að fjölskyldan muni leita réttar síns með lögfræðingum. Það hefur Vísir sömuleiðis fengið staðfest. Undir frétt Se og Hør, þar sem sjá mátti manninn einan á útipalli með gasgrill í bakgrunni stóð: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“. Sagðist hafa ferðast með fjölskyldunni til Íslands Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar barst á dögunum tölvupóstur frá karlmanni sem sagðist vera vel kunnugur fjölskyldu Freyju. Hann hefði ferðast með fjölskyldunni til Íslands og ætti myndir sem hann bauð til sölu ásamt viðtali. Lokalavisen segir frá svipuðu tilboði sem hafi borist dönskum miðlum, þeirra á meðal Lokalavisen. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu hvort um sama mann er að ræða og seldi Se og Hør myndirnar. Fyrirsögn greinar Se og Hør var „Vinur afhjúpar ógnvekjandi smáatriði um samband Freyju og eiginmannsins fyrrverandi“. Þar voru ýmsir hlutir hafðir eftir ónafngreindum vini fjölskyldunnar sem sagðist hafa ferðast oft með fjölskyldunni til Íslands. Fullyrti hann við Se og Hør að Freyja hefði fundið verulega óeðlilega hluti á tölvu morðingjans. Þetta hefur ekki verið staðfest í öðrum miðlum og lögreglan í Danmörku hefur ekki upplýst um einstaka þætti rannsóknarinnar á morðinu. Fjarlægðu greinina af vef blaðsins Ritstjóri Se og Hør í Danmörku segir að maðurinn sem seldi blaðinu ljósmyndina hafi, annaðhvort fyrir mistök eða viljandi, sent nokkrar rangar myndir. Neils Pinborg, aðalritstjóri Se og Hør, segir hrikalegt að hugsa til þess að karlmaður á Íslandi hafi borið kennsli á sig á myndinni en átt hafði verið við myndina þannig að andlitið var óskýrt. Hann hvetur viðkomandi til að hringja í sig til að geta komist til botns í málinu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Se og Hør en í nýrri grein á vef blaðsins viðurkennir blaðið að hafa gert mistök. Pinborg vill ekki staðfesta að maðurinn sem fullyrti ýmislegt um samband Freyju og Flemmings í blaðinu hafi einnig selt blaðinu myndirnar, sem ranglega var fullyrt að væru af morðingja Freyju. Fréttastofa hafði samband við fjölskyldumeðlimi Freyju sem vildu að svo stöddu ekki ræða málið.
Morð í Malling Danmörk Fjölmiðlar Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“