Innlent

Safna fyrir börn og fjölskyldu Freyju

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vinir, vandamenn og nágrannar kveiktu á kertum í minningu um Freyju við heimili hennar í síðustu viku.
Vinir, vandamenn og nágrannar kveiktu á kertum í minningu um Freyju við heimili hennar í síðustu viku. Vísir/Elín Margrét

Söfnun er hafin til styrktar fjölskyldu og börnum Freyju Egilsdóttur Mogensen sem var myrt í bænum Malling á Jótlandi í byrjun febrúar. Ung börn hennar tvö eru í öruggum höndum hjá fjölskyldumeðlimum í Danmörku að sögn dönsku lögreglunnar.

„Ákveðið hefur verið að koma af stað söfnun fyrir fjölskyldu og börn Freyju, sem að lést með hryllilegum hætti í Danmörku fyrir rúmri viku síðan. Ég vil hvetja ykkur öll til að aðstoða ef þið getið og dreifa þessu sem víðast. Reynum öll að styðja við fjölskyldu hennar í þessum hryllilega harmleik,“ segir Jónína.

Hún lætur fylgja kennitölu og reikningsupplýsingar en reikningurinn er skráður á Dísu Maríu, systur Freyju, og má sjá að neðan.

Ákveðið hefur verið að koma af stað söfnun fyrir fjölskyldu og börn Freyju, sem að lést með hryllilegum hætti í Danmörku...

Posted by Jónína Eyvindsdóttir on Monday, February 8, 2021

Flemming Mogensen barnsfaðir Freyju hefur að sögn lögreglu játað að hafa orðið henni að bana. Hann var árið 1996 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa orðið annarri barnsmóður sinni að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×