„Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. febrúar 2021 20:11 Fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafinn Ólafur Grétar Gunnarsson fer af stað með námskeið sem ætlað er verðandi foreldrum til að styrkja parasambandið fyrir þær breytingar sem eru í vændum. Vilhelm/Vísir „Konur kvarta undan skort á stuðningi og að makinn sé ekki til staðar fyrir þær, þetta leiðir af sér einmanaleika. Karlar kvarta oft undan of mörgum rifrildum og of litlu kynlífi. Það sem er áhugavert hér er að vandinn er af sama grunni, bæði eru einmana og þrá meiri nánd.“ Þetta segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í viðtali við Makamál. Ólafur Grétar hefur starfað sem fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í 10 ár. Hann er tveggja barna faðir og á einn tveggja ára gamlan afastrák. Hann segir áhuga sinn á foreldrafræðum hafa kviknað snemma á námsferlinum og hefur hann um árabil gefið út efni og haldið fyrirlestra og námskeið fyrir nýja foreldra og pör. „Ég lauk undirstöðunámi í sálfræðilegri ráðgjöf hjá framsækinni stofnun í Bretlandi, Spectrum Therapy árið 1999 þar dem ég m.a. kynntist rannsóknum og ritum John Gottman. Eftir að hafa sótt reglulega endurmenntunarnámskeið, meðal annars hjá The Gottman Institute og tileinkað mér aðferðir, kenningar og fræðsluefni þaðan, hóf ég að veita fræðslu til verðandi foreldra og hjónabandsráðgjöf á þeim grunni. Ég hef þróað þá þjónustu um áratuga skeið á stofu og fyrir félagasamtök.“ Velferð barna háð gæðum sambands foreldra „Þegar ég var í námi í sálfræðilegri ráðgjöf í London kynntist ég bókunum Raising An Emotionally Intelligent Child: The Heart of Parenting og The Seven Principles for Making Marriage Work eftir John Gottman ásamt bókum eftir Jean Illsey Clarke. Þessar bækur höfðu allar mikil áhrif á mig og í framhaldi stofnaði ég til sambanda við þessa fræðimenn, hef hlutast til um þýðingu og gefið út bækur þeirra. Einnig hef ég fengið þá til Íslands til að halda námskeið, bæði fyrir fagfólk og almenning.“ Hvernig kom það til að þú ákvaðst að verða fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi? „Ég fann sterka þörf fyrir að koma því sem ég hafði lært á framfæri. John Gottman hitti mig í hjartastað þegar hann sagði að hann hefði byrjað sem barnasálfræðingur en séð að velferð barna var svo háð gæðum sambands foreldra sín á milli. Í framhaldi hefur hann gjörbylt rannsóknum á hjóna- og parasamböndum og er meðal áhrifamestu sérfræðingum í málefnum fjölskyldunnar og í samskiptum para,“ segir Ólafur sem bætir því við að auk þess hafi áhugi fólks, þegar hann ræddi um málefnið, haft mikil áhrif á hann. Það mikilvægasta í lífinu segir Ólafur vera náin tengsl við annað fólk. Hann vitnar í hjónaþerapistann Sue Johnson sem talar um að við sem mannfólk séum fyrst og fremst tegund sem þrífst á samböndum og tengslum við aðrar manneskjur. Þegar að pör annast ekki sambandið er hætta á að það endi og afleiðingarnar geta verið djúpstæður harmur og brostnir draumar. Börn eignast ekki alsystkini, foreldrar, afar og ömmur eru minni tíma með börnunum og vinasambönd breytast eða leysast upp. „Ég hef átt gefandi og þroskandi ástar-og vinasambönd sem ég hef misst. En ég á systkini sem mamma og pabbi áttu saman. Bróðir minn og systir eru mitt ríkidæmi ásamt börnunum mínum og nánum vinum.“ Það mikilvægasta í lífinu eru tengsl við annað fólk. Að upplifa upphafið saman Námskeiðið Meðgöngufræðsla Ólafs Grétars er námskeið ætlað verðandi foreldrum til að styrkja parasambandið fyrir breytingarnar sem eru í vændum að sögn Ólafs. „Þá má segja að þetta sé námskeið í anda stefnumóts fyrir barnshafandi pör sem eru hálfnuð með meðgönguna eða fyrr. Á stefnumótinu heima í stofu eða á hótelherbergi kynna pör sér rannsóknarstuddar leiðir til að njóta þess að annast hvort annað og ófædda barnið saman.“ Hvað er það sem foreldrar geta búist við að fá út úr svona námskeiði? „Þann ávinning að upplifa upphafið saman. Þegar kona uppgötvar að hún á von á barni breytist öll sýn hennar á heiminn. Sama á við um verðandi feður. Það er eftirsóknarvert að þau séu saman í þessu og ræði gleðina, eftirvæntingar og plön. Hjá sumum pörum eykst ágreiningur á meðgöngu. Umskiptin yfir í foreldrahlutverkið geta reynst sumum samböndum erfið. Það að gefa tíma og leggja vinnu í að dýpka parasambandið á meðgöngu og styrkja samskiptin getur skipt sköpum fyrir velferð fjölskyldunnar.“ Er námskeiðið frekar ætlað fólki sem er að verða foreldrar í fyrsta sinn eða ætlað öllum pörum sem eiga von á barni? Mikil ábyrgð er á verðandi föður að annast hina verðandi móður. Til þess að njóta sín sem best í að annast hana þarf hann líka að annast sjálfan sig vel. Margir verðandi feður eru ekki sterkir á því sviði af ástæðum sem þarf að huga betur að. „Við þurfum á öðru fólki að halda. Sú þörf er mikil á meðgöngu. Með fræðslunni sem við veitum á námskeiðinu verða feður því hæfari í því að annast sig, verða næmari fyrir hvernig þeim líður og eiga betur með að stilla sig inn á maka sinn.“ Ólafur segir að algengasti ágreiningurinn sem komi upp í parasambandi á meðgöngu sé sá að mæður skorti nánd og tengsl við maka sinn. „Konur kvarta undan skort á stuðningi og að makinn sé ekki til staðar fyrir þær. Þetta leiðir af sér einmanaleika. Karlar kvarta oft undan of mörgum rifrildum og of litlu kynlífi. Það sem er áhugavert hér er að vandinn er af sama grunni, bæði eru einmana og þrá meiri nánd.“ Þegar pör eignast barn saman eru þau bundin órjúfanlegum böndum ævina á enda. Getty Að ná stjórn á streitu og byggja upp nærandi tengsl segir Ólafur vera langtímaverkefni í sambandi. Umhverfið geti ögrað og mikið gengið á hjá fólki. „Rannsóknir John Gottman sýna að pörum sem viðhalda ánægjunni í sambandinu sínu gengur vel að vinna sig út úr streitunni og finna leiðir til að ráða við aðstæður. Gæði samskipta á meðgöngu gefur forspárgildi um gæði samskipta eftir fæðingu og hvernig barnið þroskast og þróast fyrstu þrjú árin í lífi þess.“ Þegar pör eignast barn saman eru þau bundin órjúfanlegum böndum ævina á enda. Því er afar eftirsóknarvert og ábyrgt að rækta sambandið og gefa því tíma á meðgöngunni. Ef það eru erfiðleikar á meðgöngu er það því nauðsynlegt að leita sér hjálpar. Með tilkomu foreldrahlutverksins þarf þáttur ábyrgðar að aukast og er því mjög mikilvægt að huga að gæðum sambandsins eins og á meðgöngu. Hvaða leiðir eru bestar fyrir foreldra að vinna í sambandinu sínu og styrkja það á meðgöngunni? „Fyrst og fremst að tala saman. Verja tíma saman. Dýpka samtalið og tengslin. Gefa því góðan tíma á hverjum degi á meðgöngunni. Leggið áherslu á ykkur sem einingu frekar en tvö „ÉG“. Hvernig ætlum „VIГ að skipuleggja okkar daglega líf, hvernig ætlum við að skipta með okkur hlutverkum, deila ábyrgð, hverjar eru sameiginlegar væntingar „OKKAR“. Barnshafandi pör þurfa að tala um sambandið, breytingarnar, hvernig þið viljið að framtíðin verði og hvað þið ætlið að gera til þess að ná ykkar markmiðum.“ Foreldrar leikskólabarna tala saman að meðaltali í 35 mínútur á viku Ágreiningur er óhjákvæmilegur í parsamböndum en hvernig parið ræður fram úr ágreiningnum segir Ólafur vera það sem skipti hvað mestu máli. „Vináttan í parsambandinu er það akkeri sem hjálpar parinu að yfirvinna tímabundna óvissu og erfiðleika sem farið er í gegnum. Þegar barnið er komið í heiminn er nauðsynlegt að gefa sér tíma fyrir sambandið og fara á stefnumót einu sinni í viku. Stundum erum við þreytt og lítill tími. Farið samt sem áður á stefnumót. Leika saman daglega með barninu. Það er nærandi fyrir barnið og styrkir parasambandið. Þrátt fyrir álag, gefið ykkur samt tíma fyrir húmor, leik, ánægju og kynlíf. Ný rannsókn frá Gottman sýnir að foreldrar leikskólabarna tala saman að meðaltali í 35 mínútur á viku.“ Hversu mikil áhrif geta barneignir haft á sambönd? Meirihluti para upplifa að gæði sambandsins dali með tilkomu barns. Um fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra. Að huga að gæðum sambandins sem fyrst á meðgöngu er því mjög eftirsóknarvert fyrir heilbrigði nýju fjölskyldunnar. „Mörg okkar finnum leið til að höndla erfiðleika og álag daglegs lífs fyrir tilkomu foreldrahlutverksins. En með auknu álagi eftir að við verðum foreldrar og öllu því sem því fylgir geta áhrif fyrri reynslu og áfalla tekið okkur á ystu nöf sem takmarkar getu okkar til að annast kröfur ungbarna umönnunar. Í slíkum tilfellum er geta parsins til að treysta hvort öðru og trúa að makinn sé skuldbundinn sambandinu algjör undirstaða. Þá geta orð og hegðun sem segja „það er erfitt hjá okkur núna og við gerum og getum þetta saman“, breytt miklu.“ Flest pör bíða of lengi að leita sér hjálpar við vandamálum í sambandinu að sögn Ólafs. Að verða foreldri náttúruleg tilvistarkreppa Það að foreldrar nái að dreifa álaginu og jafna væntingar í foreldrasambandinu gefur foreldrum meiri möguleika á því að grípa hamingjustundirnar til að hlaða batteríin, að sögn Ólafs. „Það að verða foreldri hefur stundum verið skilgreint sem náttúrleg tilvistarkreppa. Hægt er að endurvekja hamingjuna í sambandinu ef parið reynir að endurnýja jafnvægið. Það kemur ekki aðeins sambandinu til góða heldur bætir það einnig samband foreldris og barns.“ Fáið hjálp fyrr en síðar því samkvæmt rannsóknum Julie Gottman bíða flest pör of lengi áður en þau leita sér hjálpar í tvísýnu sambandi. Pör sem fá snemma hjálp öðlast færni til að styrkja sambandið því meiri líkur á því að sambandið verði farsælt. Er það þín upplifun að feður verði jafnvel útundan í þessu ferli sem meðganga og fæðing er? „Það er vissulega ákveðinn skortur á fræðslu og geðheilbrigðisþjónustu fyrir verðandi og nýja feður. Einn af styrkleikum velferðarkerfisins er að íslenskir feður taka nú sjálfstætt fæðingarorlof í sama mæli og feður í Svíþjóð þar sem orlofið hefur verið til staðar frá árinu 1974. Fæðingarorlof feðra á Íslandi hefur valdið byltingarkenndum breytingum. Í kreppum og í kjölfar þeirra eru tækifæri til að breyta, og breyta rétt.“ Ólafur segir að áhrif nýrra laga um lengingu fæðingarorlofs og styttri vinnuviku sé skref í rétta átt en það þurfi þó að fylgja því enn frekar eftir með kynningu og fræðslu. „Rannsókn eftir rannsókn sýnir að feður koma færandi hendi inn í líf og þroska barna sinna. Þátttaka feðra í uppeldi barna sinna er meðal annars mjög mikilvæg hvað snertir félagsfærni , námsárangur, sjálfsstjórnun og tilfinningagreind svo dæmi séu tekin.“ Ólafur segir þátttöku feðra í uppeldinu mjög mikilvæga. Börn og uppeldi Ástin og lífið Fjölskyldumál Tengdar fréttir Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ „Aukið álag á manneskjurnar í sambandinu þýðir aukið álag á sambandið. En gleðistundunum fjölgar einnig,“ segir fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson í viðtalsliðnum Föðurland. 7. febrúar 2021 19:03 Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ „Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur,“ segir Björgvin Páll Gústavsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. janúar 2021 12:56 Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ „Ég held að konur í dag, nú tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig, séu svo meðvitaðar um það hversu mikil guðs gjöf það er að geta gengið með og eignast barn að maður á erfitt með að láta það út úr sér ef að ferlið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Fanney Ingvarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 23. janúar 2021 12:53 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Ólafur Grétar hefur starfað sem fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í 10 ár. Hann er tveggja barna faðir og á einn tveggja ára gamlan afastrák. Hann segir áhuga sinn á foreldrafræðum hafa kviknað snemma á námsferlinum og hefur hann um árabil gefið út efni og haldið fyrirlestra og námskeið fyrir nýja foreldra og pör. „Ég lauk undirstöðunámi í sálfræðilegri ráðgjöf hjá framsækinni stofnun í Bretlandi, Spectrum Therapy árið 1999 þar dem ég m.a. kynntist rannsóknum og ritum John Gottman. Eftir að hafa sótt reglulega endurmenntunarnámskeið, meðal annars hjá The Gottman Institute og tileinkað mér aðferðir, kenningar og fræðsluefni þaðan, hóf ég að veita fræðslu til verðandi foreldra og hjónabandsráðgjöf á þeim grunni. Ég hef þróað þá þjónustu um áratuga skeið á stofu og fyrir félagasamtök.“ Velferð barna háð gæðum sambands foreldra „Þegar ég var í námi í sálfræðilegri ráðgjöf í London kynntist ég bókunum Raising An Emotionally Intelligent Child: The Heart of Parenting og The Seven Principles for Making Marriage Work eftir John Gottman ásamt bókum eftir Jean Illsey Clarke. Þessar bækur höfðu allar mikil áhrif á mig og í framhaldi stofnaði ég til sambanda við þessa fræðimenn, hef hlutast til um þýðingu og gefið út bækur þeirra. Einnig hef ég fengið þá til Íslands til að halda námskeið, bæði fyrir fagfólk og almenning.“ Hvernig kom það til að þú ákvaðst að verða fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi? „Ég fann sterka þörf fyrir að koma því sem ég hafði lært á framfæri. John Gottman hitti mig í hjartastað þegar hann sagði að hann hefði byrjað sem barnasálfræðingur en séð að velferð barna var svo háð gæðum sambands foreldra sín á milli. Í framhaldi hefur hann gjörbylt rannsóknum á hjóna- og parasamböndum og er meðal áhrifamestu sérfræðingum í málefnum fjölskyldunnar og í samskiptum para,“ segir Ólafur sem bætir því við að auk þess hafi áhugi fólks, þegar hann ræddi um málefnið, haft mikil áhrif á hann. Það mikilvægasta í lífinu segir Ólafur vera náin tengsl við annað fólk. Hann vitnar í hjónaþerapistann Sue Johnson sem talar um að við sem mannfólk séum fyrst og fremst tegund sem þrífst á samböndum og tengslum við aðrar manneskjur. Þegar að pör annast ekki sambandið er hætta á að það endi og afleiðingarnar geta verið djúpstæður harmur og brostnir draumar. Börn eignast ekki alsystkini, foreldrar, afar og ömmur eru minni tíma með börnunum og vinasambönd breytast eða leysast upp. „Ég hef átt gefandi og þroskandi ástar-og vinasambönd sem ég hef misst. En ég á systkini sem mamma og pabbi áttu saman. Bróðir minn og systir eru mitt ríkidæmi ásamt börnunum mínum og nánum vinum.“ Það mikilvægasta í lífinu eru tengsl við annað fólk. Að upplifa upphafið saman Námskeiðið Meðgöngufræðsla Ólafs Grétars er námskeið ætlað verðandi foreldrum til að styrkja parasambandið fyrir breytingarnar sem eru í vændum að sögn Ólafs. „Þá má segja að þetta sé námskeið í anda stefnumóts fyrir barnshafandi pör sem eru hálfnuð með meðgönguna eða fyrr. Á stefnumótinu heima í stofu eða á hótelherbergi kynna pör sér rannsóknarstuddar leiðir til að njóta þess að annast hvort annað og ófædda barnið saman.“ Hvað er það sem foreldrar geta búist við að fá út úr svona námskeiði? „Þann ávinning að upplifa upphafið saman. Þegar kona uppgötvar að hún á von á barni breytist öll sýn hennar á heiminn. Sama á við um verðandi feður. Það er eftirsóknarvert að þau séu saman í þessu og ræði gleðina, eftirvæntingar og plön. Hjá sumum pörum eykst ágreiningur á meðgöngu. Umskiptin yfir í foreldrahlutverkið geta reynst sumum samböndum erfið. Það að gefa tíma og leggja vinnu í að dýpka parasambandið á meðgöngu og styrkja samskiptin getur skipt sköpum fyrir velferð fjölskyldunnar.“ Er námskeiðið frekar ætlað fólki sem er að verða foreldrar í fyrsta sinn eða ætlað öllum pörum sem eiga von á barni? Mikil ábyrgð er á verðandi föður að annast hina verðandi móður. Til þess að njóta sín sem best í að annast hana þarf hann líka að annast sjálfan sig vel. Margir verðandi feður eru ekki sterkir á því sviði af ástæðum sem þarf að huga betur að. „Við þurfum á öðru fólki að halda. Sú þörf er mikil á meðgöngu. Með fræðslunni sem við veitum á námskeiðinu verða feður því hæfari í því að annast sig, verða næmari fyrir hvernig þeim líður og eiga betur með að stilla sig inn á maka sinn.“ Ólafur segir að algengasti ágreiningurinn sem komi upp í parasambandi á meðgöngu sé sá að mæður skorti nánd og tengsl við maka sinn. „Konur kvarta undan skort á stuðningi og að makinn sé ekki til staðar fyrir þær. Þetta leiðir af sér einmanaleika. Karlar kvarta oft undan of mörgum rifrildum og of litlu kynlífi. Það sem er áhugavert hér er að vandinn er af sama grunni, bæði eru einmana og þrá meiri nánd.“ Þegar pör eignast barn saman eru þau bundin órjúfanlegum böndum ævina á enda. Getty Að ná stjórn á streitu og byggja upp nærandi tengsl segir Ólafur vera langtímaverkefni í sambandi. Umhverfið geti ögrað og mikið gengið á hjá fólki. „Rannsóknir John Gottman sýna að pörum sem viðhalda ánægjunni í sambandinu sínu gengur vel að vinna sig út úr streitunni og finna leiðir til að ráða við aðstæður. Gæði samskipta á meðgöngu gefur forspárgildi um gæði samskipta eftir fæðingu og hvernig barnið þroskast og þróast fyrstu þrjú árin í lífi þess.“ Þegar pör eignast barn saman eru þau bundin órjúfanlegum böndum ævina á enda. Því er afar eftirsóknarvert og ábyrgt að rækta sambandið og gefa því tíma á meðgöngunni. Ef það eru erfiðleikar á meðgöngu er það því nauðsynlegt að leita sér hjálpar. Með tilkomu foreldrahlutverksins þarf þáttur ábyrgðar að aukast og er því mjög mikilvægt að huga að gæðum sambandsins eins og á meðgöngu. Hvaða leiðir eru bestar fyrir foreldra að vinna í sambandinu sínu og styrkja það á meðgöngunni? „Fyrst og fremst að tala saman. Verja tíma saman. Dýpka samtalið og tengslin. Gefa því góðan tíma á hverjum degi á meðgöngunni. Leggið áherslu á ykkur sem einingu frekar en tvö „ÉG“. Hvernig ætlum „VIГ að skipuleggja okkar daglega líf, hvernig ætlum við að skipta með okkur hlutverkum, deila ábyrgð, hverjar eru sameiginlegar væntingar „OKKAR“. Barnshafandi pör þurfa að tala um sambandið, breytingarnar, hvernig þið viljið að framtíðin verði og hvað þið ætlið að gera til þess að ná ykkar markmiðum.“ Foreldrar leikskólabarna tala saman að meðaltali í 35 mínútur á viku Ágreiningur er óhjákvæmilegur í parsamböndum en hvernig parið ræður fram úr ágreiningnum segir Ólafur vera það sem skipti hvað mestu máli. „Vináttan í parsambandinu er það akkeri sem hjálpar parinu að yfirvinna tímabundna óvissu og erfiðleika sem farið er í gegnum. Þegar barnið er komið í heiminn er nauðsynlegt að gefa sér tíma fyrir sambandið og fara á stefnumót einu sinni í viku. Stundum erum við þreytt og lítill tími. Farið samt sem áður á stefnumót. Leika saman daglega með barninu. Það er nærandi fyrir barnið og styrkir parasambandið. Þrátt fyrir álag, gefið ykkur samt tíma fyrir húmor, leik, ánægju og kynlíf. Ný rannsókn frá Gottman sýnir að foreldrar leikskólabarna tala saman að meðaltali í 35 mínútur á viku.“ Hversu mikil áhrif geta barneignir haft á sambönd? Meirihluti para upplifa að gæði sambandsins dali með tilkomu barns. Um fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra. Að huga að gæðum sambandins sem fyrst á meðgöngu er því mjög eftirsóknarvert fyrir heilbrigði nýju fjölskyldunnar. „Mörg okkar finnum leið til að höndla erfiðleika og álag daglegs lífs fyrir tilkomu foreldrahlutverksins. En með auknu álagi eftir að við verðum foreldrar og öllu því sem því fylgir geta áhrif fyrri reynslu og áfalla tekið okkur á ystu nöf sem takmarkar getu okkar til að annast kröfur ungbarna umönnunar. Í slíkum tilfellum er geta parsins til að treysta hvort öðru og trúa að makinn sé skuldbundinn sambandinu algjör undirstaða. Þá geta orð og hegðun sem segja „það er erfitt hjá okkur núna og við gerum og getum þetta saman“, breytt miklu.“ Flest pör bíða of lengi að leita sér hjálpar við vandamálum í sambandinu að sögn Ólafs. Að verða foreldri náttúruleg tilvistarkreppa Það að foreldrar nái að dreifa álaginu og jafna væntingar í foreldrasambandinu gefur foreldrum meiri möguleika á því að grípa hamingjustundirnar til að hlaða batteríin, að sögn Ólafs. „Það að verða foreldri hefur stundum verið skilgreint sem náttúrleg tilvistarkreppa. Hægt er að endurvekja hamingjuna í sambandinu ef parið reynir að endurnýja jafnvægið. Það kemur ekki aðeins sambandinu til góða heldur bætir það einnig samband foreldris og barns.“ Fáið hjálp fyrr en síðar því samkvæmt rannsóknum Julie Gottman bíða flest pör of lengi áður en þau leita sér hjálpar í tvísýnu sambandi. Pör sem fá snemma hjálp öðlast færni til að styrkja sambandið því meiri líkur á því að sambandið verði farsælt. Er það þín upplifun að feður verði jafnvel útundan í þessu ferli sem meðganga og fæðing er? „Það er vissulega ákveðinn skortur á fræðslu og geðheilbrigðisþjónustu fyrir verðandi og nýja feður. Einn af styrkleikum velferðarkerfisins er að íslenskir feður taka nú sjálfstætt fæðingarorlof í sama mæli og feður í Svíþjóð þar sem orlofið hefur verið til staðar frá árinu 1974. Fæðingarorlof feðra á Íslandi hefur valdið byltingarkenndum breytingum. Í kreppum og í kjölfar þeirra eru tækifæri til að breyta, og breyta rétt.“ Ólafur segir að áhrif nýrra laga um lengingu fæðingarorlofs og styttri vinnuviku sé skref í rétta átt en það þurfi þó að fylgja því enn frekar eftir með kynningu og fræðslu. „Rannsókn eftir rannsókn sýnir að feður koma færandi hendi inn í líf og þroska barna sinna. Þátttaka feðra í uppeldi barna sinna er meðal annars mjög mikilvæg hvað snertir félagsfærni , námsárangur, sjálfsstjórnun og tilfinningagreind svo dæmi séu tekin.“ Ólafur segir þátttöku feðra í uppeldinu mjög mikilvæga.
Börn og uppeldi Ástin og lífið Fjölskyldumál Tengdar fréttir Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ „Aukið álag á manneskjurnar í sambandinu þýðir aukið álag á sambandið. En gleðistundunum fjölgar einnig,“ segir fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson í viðtalsliðnum Föðurland. 7. febrúar 2021 19:03 Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ „Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur,“ segir Björgvin Páll Gústavsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. janúar 2021 12:56 Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ „Ég held að konur í dag, nú tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig, séu svo meðvitaðar um það hversu mikil guðs gjöf það er að geta gengið með og eignast barn að maður á erfitt með að láta það út úr sér ef að ferlið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Fanney Ingvarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 23. janúar 2021 12:53 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ „Aukið álag á manneskjurnar í sambandinu þýðir aukið álag á sambandið. En gleðistundunum fjölgar einnig,“ segir fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson í viðtalsliðnum Föðurland. 7. febrúar 2021 19:03
Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ „Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur,“ segir Björgvin Páll Gústavsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. janúar 2021 12:56
Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ „Ég held að konur í dag, nú tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig, séu svo meðvitaðar um það hversu mikil guðs gjöf það er að geta gengið með og eignast barn að maður á erfitt með að láta það út úr sér ef að ferlið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Fanney Ingvarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 23. janúar 2021 12:53