Sá útvaldi ætlar að slá gamla liðið sitt út úr bikarnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2021 15:31 David Moyes myndi ekki leiðast að henda Manchester United út úr ensku bikarkeppninni í kvöld. getty/Julian Finney David Moyes mætir með Hamrana á sinn gamla heimavöll þegar Manchester United og West Ham eigast við á Old Trafford í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Eins og allir vita er Moyes fyrrverandi knattspyrnustjóri United, hinn útvaldi sem tók við af sjálfum Sir Alex Ferguson sumarið 2013. Dvölin hjá United var endaslepp og Moyes var rekinn eftir aðeins tíu mánuði í starfi. Árin eftir brottreksturinn frá United voru erfið fyrir Moyes. Hann stoppaði stutt við hjá Real Sociedad og féll með Sunderland. Skotinn bjargaði reyndar West Ham frá falli tímabilið 2017-18 en fékk ekki nýjan samning hjá félaginu. Eftir að Manuel Pellegrini var látinn taka pokann sinn hjá West Ham í desember 2019 hóaði félagið aftur í Moyes. Hamrarnir björguðu sér frá falli og enduðu í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig sem er minnsti stigafjöldi sem þeir hafa fengið frá tímabilinu 2010-11 þegar þeir féllu. Í vetur hefur allt annað verið uppi á teningunum og West Ham er þegar búið að jafna stigafjöldann frá síðasta tímabili þrátt fyrir að eiga enn eftir fimmtán leiki. Hamrarnir eru í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eru aðeins stigi á eftir Englandsmeisturum Liverpool sem eru í 4. sætinu. Dramatík í uppbótartíma United og West Ham gerðu jafntefli í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni um helgina og mikil dramatík var í uppbótartíma í báðum leikjunum, af ólíkum toga þó. United gerði 3-3 jafntefli við Everton á Old Trafford þar sem Dominic Calvert-Lewin jafnaði þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. West Ham gerði líka jafntefli, markalaust við nýliða Fulham. Á sjöundu mínútu uppbótartíma fékk Tomas Soucek rautt spjald fyrir litlar sakir. Það var seinna dregið til baka. Málinu var þó ekki lokið því Mike Dean, dómara leiksins, bárust hótanir og hann óskaði í kjölfarið eftir því að dæma ekki í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Soucek kvaðst sáttur með að rauða spjaldið hafi verið þurrkað út en fordæmdi hótanirnar sem Dean bárust í færslu á Twitter. Whatever decisions are made on the pitch should stay on the pitch. I don t like hearing about it interfering with personal life and I send Mike Dean and his family my support. There is no place for abuse of any kind. It is in the past and I m now focused on the rest of the season https://t.co/Tcofvo8a9X— Tomá Sou ek (@tomassoucek28) February 8, 2021 Soucek hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Tékkneski miðjumaðurinn er markahæsti leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni með átta mörk. Margir hafa líkt honum við annan hávaxinn miðjumann, Maraoune Fellaini, sem reyndist Moyes svo vel hjá Everton og hann keypti síðan til United. Fernandes breytti leiknum Soucek skoraði í fyrri leik West Ham og United í ensku úrvalsdeildinni. Hamrarnir voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik í leiknum og leiddu að honum loknum, 0-1. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, átti samt ás upp í erminni og spilaði honum út. Í hálfleik setti hann Bruno Fernandes inn á sem varamann og hann breytti leiknum. Portúgalinn lagði upp jöfnunarmark United fyrir Paul Pogba og í kjölfarið fylgdu mörk frá Mason Greenwood og Marcus Rashford og United vann leikinn, 1-3. Pogba, sem hefur leikið vel upp á síðkastið og var meðal annars valinn leikmaður janúar-mánaðar hjá United, verður fjarri góðu í kvöld og næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Everton. Eric Bailly er einnig meiddur. Hjá West Ham ríkir óvissa með þátttöku framherjans Michails Antonio vegna meiðsla. Þá verður Jesse Lingard ekki með þar sem hann er á láni hjá West Ham frá United. Leikur United og West Ham hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Allir átta leikirnir í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar verða sýndir á Stöð 2 Sport. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Eins og allir vita er Moyes fyrrverandi knattspyrnustjóri United, hinn útvaldi sem tók við af sjálfum Sir Alex Ferguson sumarið 2013. Dvölin hjá United var endaslepp og Moyes var rekinn eftir aðeins tíu mánuði í starfi. Árin eftir brottreksturinn frá United voru erfið fyrir Moyes. Hann stoppaði stutt við hjá Real Sociedad og féll með Sunderland. Skotinn bjargaði reyndar West Ham frá falli tímabilið 2017-18 en fékk ekki nýjan samning hjá félaginu. Eftir að Manuel Pellegrini var látinn taka pokann sinn hjá West Ham í desember 2019 hóaði félagið aftur í Moyes. Hamrarnir björguðu sér frá falli og enduðu í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig sem er minnsti stigafjöldi sem þeir hafa fengið frá tímabilinu 2010-11 þegar þeir féllu. Í vetur hefur allt annað verið uppi á teningunum og West Ham er þegar búið að jafna stigafjöldann frá síðasta tímabili þrátt fyrir að eiga enn eftir fimmtán leiki. Hamrarnir eru í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eru aðeins stigi á eftir Englandsmeisturum Liverpool sem eru í 4. sætinu. Dramatík í uppbótartíma United og West Ham gerðu jafntefli í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni um helgina og mikil dramatík var í uppbótartíma í báðum leikjunum, af ólíkum toga þó. United gerði 3-3 jafntefli við Everton á Old Trafford þar sem Dominic Calvert-Lewin jafnaði þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. West Ham gerði líka jafntefli, markalaust við nýliða Fulham. Á sjöundu mínútu uppbótartíma fékk Tomas Soucek rautt spjald fyrir litlar sakir. Það var seinna dregið til baka. Málinu var þó ekki lokið því Mike Dean, dómara leiksins, bárust hótanir og hann óskaði í kjölfarið eftir því að dæma ekki í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Soucek kvaðst sáttur með að rauða spjaldið hafi verið þurrkað út en fordæmdi hótanirnar sem Dean bárust í færslu á Twitter. Whatever decisions are made on the pitch should stay on the pitch. I don t like hearing about it interfering with personal life and I send Mike Dean and his family my support. There is no place for abuse of any kind. It is in the past and I m now focused on the rest of the season https://t.co/Tcofvo8a9X— Tomá Sou ek (@tomassoucek28) February 8, 2021 Soucek hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Tékkneski miðjumaðurinn er markahæsti leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni með átta mörk. Margir hafa líkt honum við annan hávaxinn miðjumann, Maraoune Fellaini, sem reyndist Moyes svo vel hjá Everton og hann keypti síðan til United. Fernandes breytti leiknum Soucek skoraði í fyrri leik West Ham og United í ensku úrvalsdeildinni. Hamrarnir voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik í leiknum og leiddu að honum loknum, 0-1. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, átti samt ás upp í erminni og spilaði honum út. Í hálfleik setti hann Bruno Fernandes inn á sem varamann og hann breytti leiknum. Portúgalinn lagði upp jöfnunarmark United fyrir Paul Pogba og í kjölfarið fylgdu mörk frá Mason Greenwood og Marcus Rashford og United vann leikinn, 1-3. Pogba, sem hefur leikið vel upp á síðkastið og var meðal annars valinn leikmaður janúar-mánaðar hjá United, verður fjarri góðu í kvöld og næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Everton. Eric Bailly er einnig meiddur. Hjá West Ham ríkir óvissa með þátttöku framherjans Michails Antonio vegna meiðsla. Þá verður Jesse Lingard ekki með þar sem hann er á láni hjá West Ham frá United. Leikur United og West Ham hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Allir átta leikirnir í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar verða sýndir á Stöð 2 Sport. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira