Þekkti ekki dómaframkvæmd Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 9. febrúar 2021 08:38 Í máli Benedikts Bogasonar gegn mér vitnaði lögmaður minn til dóms Hæstaréttar 25. september 2014, þar sem Þorvaldur Gylfason hafði verið sýknaður af kröfu minni um ómerkingu tiltekinna ummæla um mig. Þar stóð svo á að sex dómarar í Hæstarétti höfðu ógilt kosningar til svonefnds stjórnlagaþings, sem á árinu 2010 hafði verið kjörið til að fjalla um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hafði Þorvaldur dylgjað um það í fræðigrein, sem hann birti í ritgerð við háskólann í Munchen, að ég hefði á laun samið eina af kærunum vegna þessara kosninga og síðan stjórnað þeirri afgreiðslu Hæstaréttar að ógilda kosningarnar vegna annmarka á framkvæmd hennar. Þetta voru býsna alvarlegar ásakanir sem beindust auk mín að hinum dómurunum sem ég átti að hafa stjórnað til verksins. Þetta voru auðvitað ósannar dylgjur. Ég taldi mér skylt að höfða mál á hendur Þorvaldi til að fá þær ómerktar. Hann var sýknaður af kröfu minni. Þó að forsendur fyrir dómsniðurstöðunni í Hæstarétti hefðu að hluta verið undarlegar, var dómurinn fordæmi fyrir því að ekki yrðu lagðar miklar hömlur á tjáningarfrelsi þeirra sem vildu gagnrýna dóma og ákvarðanir Hæstaréttar. Þessi ummæli Þorvaldar um mig voru miklu grófaari en ummæli mín um dóminn í máli Baldurs Guðlaugssonar, sem Benedikt Bogason stefndi mér fyrir. Sá munur var þar á að Þorvaldur sakaði mig um beinar ólögmætar athafnir en grein mín um mál Baldurs fól í sér rökstudda gagnrýni á efnislegar forsendur dóms réttarins. Um slíkt hlýtur að gilda miklu rýmra tjáningarfrelsi en þegar um ræðir ásakanir um að dómari hafi með beinum athöfnum brotið gegn lögum. Þess vegna hefði Benedikt átt að vita að ekki yrði vænlegt fyrir hann að stefna mér til ómerkingar ummæla minna um dóminn í máli Baldurs. En hann virtist ekki hafa þekkt lagaframkvæmdina á þessu sviði og óð bara áfram hugsunarlaust eins og bolakálfur. Upprifjun Þorvaldar Gylfasonar á þessu máli nú styður því ekki málstað Benedikts Bogasonar í málsýfingunum gegn mér, eins og hann virðist telja. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Dómsmál Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í máli Benedikts Bogasonar gegn mér vitnaði lögmaður minn til dóms Hæstaréttar 25. september 2014, þar sem Þorvaldur Gylfason hafði verið sýknaður af kröfu minni um ómerkingu tiltekinna ummæla um mig. Þar stóð svo á að sex dómarar í Hæstarétti höfðu ógilt kosningar til svonefnds stjórnlagaþings, sem á árinu 2010 hafði verið kjörið til að fjalla um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hafði Þorvaldur dylgjað um það í fræðigrein, sem hann birti í ritgerð við háskólann í Munchen, að ég hefði á laun samið eina af kærunum vegna þessara kosninga og síðan stjórnað þeirri afgreiðslu Hæstaréttar að ógilda kosningarnar vegna annmarka á framkvæmd hennar. Þetta voru býsna alvarlegar ásakanir sem beindust auk mín að hinum dómurunum sem ég átti að hafa stjórnað til verksins. Þetta voru auðvitað ósannar dylgjur. Ég taldi mér skylt að höfða mál á hendur Þorvaldi til að fá þær ómerktar. Hann var sýknaður af kröfu minni. Þó að forsendur fyrir dómsniðurstöðunni í Hæstarétti hefðu að hluta verið undarlegar, var dómurinn fordæmi fyrir því að ekki yrðu lagðar miklar hömlur á tjáningarfrelsi þeirra sem vildu gagnrýna dóma og ákvarðanir Hæstaréttar. Þessi ummæli Þorvaldar um mig voru miklu grófaari en ummæli mín um dóminn í máli Baldurs Guðlaugssonar, sem Benedikt Bogason stefndi mér fyrir. Sá munur var þar á að Þorvaldur sakaði mig um beinar ólögmætar athafnir en grein mín um mál Baldurs fól í sér rökstudda gagnrýni á efnislegar forsendur dóms réttarins. Um slíkt hlýtur að gilda miklu rýmra tjáningarfrelsi en þegar um ræðir ásakanir um að dómari hafi með beinum athöfnum brotið gegn lögum. Þess vegna hefði Benedikt átt að vita að ekki yrði vænlegt fyrir hann að stefna mér til ómerkingar ummæla minna um dóminn í máli Baldurs. En hann virtist ekki hafa þekkt lagaframkvæmdina á þessu sviði og óð bara áfram hugsunarlaust eins og bolakálfur. Upprifjun Þorvaldar Gylfasonar á þessu máli nú styður því ekki málstað Benedikts Bogasonar í málsýfingunum gegn mér, eins og hann virðist telja. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar