Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 07:01 Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var árið 2018 upplifa margir útivinnandi foreldrar það sem kallað er foreldrakulnun (e. parental burnout). Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. Ef það eru einhverjar áhyggjur sem sækja að, til dæmis fjárhagsáhyggjur, nýtir hugurinn oft frítímann að kvöldi til að velta sér upp úr þeim. Oft þannig að fólk verður andvaka eða upplifir truflun á svefni. Foreldrakulnun (e. parental burnout) er staðreynd. Og kannski þarf enginn að verða hissa því margir kannast við ofangreinda lýsingu. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var árið 2018, sýna að tæplega tveir þriðju útivinnandi foreldra segjast hafa upplifað kulnun. Svarendur rannsóknarinnar voru um tvö þúsund foreldrar í Norður Ameríku. Helstu niðurstöður voru eftirfarandi: 63% útivinnandi foreldra segjast hafa upplifað tímabil kulnunar 40% þessa hóps, sögðu kulnunina hafa verið alvarlega 40% útivinnandi foreldra sögðu tilfinningu um kulnun draga úr lífsgæðum sínum og ánægju 49% útivinnandi foreldra telja kulnun hafa haft áhrif á heilsu sína En er foreldrakulnun ekki einkamál fjölskyldna? Nei því samkvæmt niðurstöðum sömu rannsóknar, sögðust um 30% foreldra að skýring kulnunar eða tilfinningar um örþreytu væri samtvinnuð, þ.e. skýrast af áskorunum vinnu og foreldrahlutverksins. Einkenni foreldrakulnunar lýsa sér meðal annars á eftirfarandi hátt: Foreldrar upplifa kvíða og áhyggjur sem viðvarandi líðan Foreldrar eiga erfitt með að njóta til fulls frístunda og samvista með fjölskyldunni Foreldrar upplifa afköst sín í starfi ekki nægilega góð og finnst oft erfitt að halda einbeitingu í vinnu Að vinna, byggja upp heimili og ala upp börn er mikið álag. Ekki síst í nútímasamfélagi þar sem kröfurnar eru miklar.Vísir/Getty Að vera útivinnandi foreldri er erfitt. Álagið er oft mikið á báðum vígstöðvum, í vinnu og heima fyrir. Að ná jafnvægi einkalífs og vinnu reynist líka oft flóknari en það hljómar. Mögulega kallar nútímasamfélagið líka á fleiri áskoranir fyrir útivinnandi foreldra en áður. Að minnsta kosti sýndu niðurstöður rannsóknarinnar að 90% útivinnandi foreldra telja það erfiðara í dag að ala upp börn í samanburði við þegar þau voru sjálf börn. Þau atriði sem útivinnandi foreldrar nefndu sérstaklega að væru erfiðari í dag en áður voru: Samfélagsmiðlum fylgir álag og truflun sem ekki var til staðar áður (29%) Í dag er algengara en áður að báðir foreldrar séu í fullu starfi (27%) Í dag er algengara að börn/fjölskyldur séu að takast á við einhvers konar áskoranir í hegðun eða tilfinningum (geðröskunum). Hér má til dæmis hægt að nefna ADHD, ADD, kvíða, félagsfælni og fleira (24%) Samanburður, samkeppni og að reyna að halda ákveðinni stöðu eða ásýnd í samfélaginu er álag. Einelti er alvarleg hætta (21%) Meiri áhyggjur í dag af ýmsum hættum sem geta steðjað að börnum (18%) Það sem foreldrar geta gert Hér eru nokkur ráð sem mælt er með fyrir útivinnandi foreldra, sem eru að upplifa foreldrakulnun eða samsvörun við ofangreindar lýsingar: Að foreldrar setji sér skýr mörk á milli vinnu og einkalífs Að foreldrar gefi sér tíma til að skilja, hvetja og vera til staðar fyrir börnin sín þar sem hvert barn er metið sem sjálfstæður karakter sem þarf sinn tíma, sinn skilning og sína umönnun Að foreldrar gefi sér tíma til að hafa gaman, gera eitthvað skemmtilegt fyrir sjálfan sig og upplifa gleði og ánægju Að setja reglur heima fyrir um notkun snjalltækja Það sem vinnuveitendur geta gert Það segir sig sjálft að hagur vinnuveitenda felst í því að starfsfólkinu þeirra líði sem best. Hér eru því nokkur ráð fyrir stjórnendur að huga að: Að þekkja einkenni foreldrakulnunar. Sem dæmi um birtingamyndir á vinnustað má nefna að viðkomandi starfsmaður virðist oft pirraður (33%), þreyttur (25%) eða eiga oftar í erfiðleikum með að leysa úr verkefnum (17%) Að opna umræðu um foreldrakulnun. Til dæmis með því að tala opinskátt um það álag sem fylgir því að vinna samhliða að starfsframanum, að byggja upp heimili og ala upp börn. Auka á umræðu um jafnvægi einkalífs og vinnu og mikilvægi hvíldar Að auka á sveigjanleika í starfi þegar það er hægt. Þessi umræða er reyndar að aukast í kjölfar Covid því innlendar og erlendar rannsóknir eru að sýna vísbendingar um að vinnuvika margra muni breytast í einhvers konar 3-2-2 fyrirkomulag, þ.e. að vinna á vinnustaðnum þrjá daga í viku, í fjarvinnu tvo daga í viku og frí tvo helgardaga. Að ræða aukinn sveigjanleika í samhengi við umræðu um foreldrakulnun gæti verið ágætis leið fyrir stjórnendur að fara og það sama gildir ef umræða er tekin um styttingu vinnuvikunnar Að sýna fjölskyldufólki stuðning. Þar skiptir miklu að útivinnandi foreldrar upplifi vinnustaðinn sinn þannig að hann sé fjölskylduvænn. Þar ríki til dæmis skilningur á aðstæðum sem gætu komið upp, svo sem veikindi barna. Eins að stuðla að jafnvægi heimilis og vinnu, til dæmis með því að senda ekki tölvupósta utan vinnutíma og fleira. Góðu ráðin Stjórnun Heilsa Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Rétt vinnubrögð geta skipt sköpum um það hver eftirköstin verða fyrir samfélagið 1. apríl 2020 13:00 Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Fjárhagsáhyggjur eru mesti kvíðinn, bitna á öllu og afleiðingarnar oft alvarlegar „Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis,“ segir Haukur Sigurðsson sálfræðingur. 15. apríl 2020 08:45 Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01 Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ef það eru einhverjar áhyggjur sem sækja að, til dæmis fjárhagsáhyggjur, nýtir hugurinn oft frítímann að kvöldi til að velta sér upp úr þeim. Oft þannig að fólk verður andvaka eða upplifir truflun á svefni. Foreldrakulnun (e. parental burnout) er staðreynd. Og kannski þarf enginn að verða hissa því margir kannast við ofangreinda lýsingu. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var árið 2018, sýna að tæplega tveir þriðju útivinnandi foreldra segjast hafa upplifað kulnun. Svarendur rannsóknarinnar voru um tvö þúsund foreldrar í Norður Ameríku. Helstu niðurstöður voru eftirfarandi: 63% útivinnandi foreldra segjast hafa upplifað tímabil kulnunar 40% þessa hóps, sögðu kulnunina hafa verið alvarlega 40% útivinnandi foreldra sögðu tilfinningu um kulnun draga úr lífsgæðum sínum og ánægju 49% útivinnandi foreldra telja kulnun hafa haft áhrif á heilsu sína En er foreldrakulnun ekki einkamál fjölskyldna? Nei því samkvæmt niðurstöðum sömu rannsóknar, sögðust um 30% foreldra að skýring kulnunar eða tilfinningar um örþreytu væri samtvinnuð, þ.e. skýrast af áskorunum vinnu og foreldrahlutverksins. Einkenni foreldrakulnunar lýsa sér meðal annars á eftirfarandi hátt: Foreldrar upplifa kvíða og áhyggjur sem viðvarandi líðan Foreldrar eiga erfitt með að njóta til fulls frístunda og samvista með fjölskyldunni Foreldrar upplifa afköst sín í starfi ekki nægilega góð og finnst oft erfitt að halda einbeitingu í vinnu Að vinna, byggja upp heimili og ala upp börn er mikið álag. Ekki síst í nútímasamfélagi þar sem kröfurnar eru miklar.Vísir/Getty Að vera útivinnandi foreldri er erfitt. Álagið er oft mikið á báðum vígstöðvum, í vinnu og heima fyrir. Að ná jafnvægi einkalífs og vinnu reynist líka oft flóknari en það hljómar. Mögulega kallar nútímasamfélagið líka á fleiri áskoranir fyrir útivinnandi foreldra en áður. Að minnsta kosti sýndu niðurstöður rannsóknarinnar að 90% útivinnandi foreldra telja það erfiðara í dag að ala upp börn í samanburði við þegar þau voru sjálf börn. Þau atriði sem útivinnandi foreldrar nefndu sérstaklega að væru erfiðari í dag en áður voru: Samfélagsmiðlum fylgir álag og truflun sem ekki var til staðar áður (29%) Í dag er algengara en áður að báðir foreldrar séu í fullu starfi (27%) Í dag er algengara að börn/fjölskyldur séu að takast á við einhvers konar áskoranir í hegðun eða tilfinningum (geðröskunum). Hér má til dæmis hægt að nefna ADHD, ADD, kvíða, félagsfælni og fleira (24%) Samanburður, samkeppni og að reyna að halda ákveðinni stöðu eða ásýnd í samfélaginu er álag. Einelti er alvarleg hætta (21%) Meiri áhyggjur í dag af ýmsum hættum sem geta steðjað að börnum (18%) Það sem foreldrar geta gert Hér eru nokkur ráð sem mælt er með fyrir útivinnandi foreldra, sem eru að upplifa foreldrakulnun eða samsvörun við ofangreindar lýsingar: Að foreldrar setji sér skýr mörk á milli vinnu og einkalífs Að foreldrar gefi sér tíma til að skilja, hvetja og vera til staðar fyrir börnin sín þar sem hvert barn er metið sem sjálfstæður karakter sem þarf sinn tíma, sinn skilning og sína umönnun Að foreldrar gefi sér tíma til að hafa gaman, gera eitthvað skemmtilegt fyrir sjálfan sig og upplifa gleði og ánægju Að setja reglur heima fyrir um notkun snjalltækja Það sem vinnuveitendur geta gert Það segir sig sjálft að hagur vinnuveitenda felst í því að starfsfólkinu þeirra líði sem best. Hér eru því nokkur ráð fyrir stjórnendur að huga að: Að þekkja einkenni foreldrakulnunar. Sem dæmi um birtingamyndir á vinnustað má nefna að viðkomandi starfsmaður virðist oft pirraður (33%), þreyttur (25%) eða eiga oftar í erfiðleikum með að leysa úr verkefnum (17%) Að opna umræðu um foreldrakulnun. Til dæmis með því að tala opinskátt um það álag sem fylgir því að vinna samhliða að starfsframanum, að byggja upp heimili og ala upp börn. Auka á umræðu um jafnvægi einkalífs og vinnu og mikilvægi hvíldar Að auka á sveigjanleika í starfi þegar það er hægt. Þessi umræða er reyndar að aukast í kjölfar Covid því innlendar og erlendar rannsóknir eru að sýna vísbendingar um að vinnuvika margra muni breytast í einhvers konar 3-2-2 fyrirkomulag, þ.e. að vinna á vinnustaðnum þrjá daga í viku, í fjarvinnu tvo daga í viku og frí tvo helgardaga. Að ræða aukinn sveigjanleika í samhengi við umræðu um foreldrakulnun gæti verið ágætis leið fyrir stjórnendur að fara og það sama gildir ef umræða er tekin um styttingu vinnuvikunnar Að sýna fjölskyldufólki stuðning. Þar skiptir miklu að útivinnandi foreldrar upplifi vinnustaðinn sinn þannig að hann sé fjölskylduvænn. Þar ríki til dæmis skilningur á aðstæðum sem gætu komið upp, svo sem veikindi barna. Eins að stuðla að jafnvægi heimilis og vinnu, til dæmis með því að senda ekki tölvupósta utan vinnutíma og fleira.
Góðu ráðin Stjórnun Heilsa Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Rétt vinnubrögð geta skipt sköpum um það hver eftirköstin verða fyrir samfélagið 1. apríl 2020 13:00 Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Fjárhagsáhyggjur eru mesti kvíðinn, bitna á öllu og afleiðingarnar oft alvarlegar „Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis,“ segir Haukur Sigurðsson sálfræðingur. 15. apríl 2020 08:45 Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01 Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00
Fjárhagsáhyggjur eru mesti kvíðinn, bitna á öllu og afleiðingarnar oft alvarlegar „Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis,“ segir Haukur Sigurðsson sálfræðingur. 15. apríl 2020 08:45
Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01
Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00