Lyfti 528 tonnum á einum sólarhring: „Líður ótrúlega vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 12:00 Einar lyfti þessari stöng rúmlega níu þúsund sinnum um helgina. Einar Hansberg Árnason lyfti samtals 528 tonnum í fyrradag. Hann sló þar með heimsmetið fyrir samanlagða þyngd í réttstöðulyftu á einum sólarhring. Einar lyfti sextíu og 45 kílóa stöng samtals 9.287 sinnum. Hann tileinkaði metið baráttunni fyrir velferð barna. Hann ræddi um afrekið í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er hvergi skráð í augnablikinu en við þurfum að skila doðranti af gögnum og upptöku og svoleiðis til að fá þetta skráð. Það tekur tólf vikur eða svo,“ sagði Einar. Gamla staðfesta heimsmetið var tæplega 501 tonn en Einar segir að breskur maður hafi lyft 520 tonnum síðasta haust. Markmiðið var því að fara yfir það. Einar hóf að lyfta um hádegið á laugardaginn og lyfti í heilan sólarhring. Hann sagði að gærmorguninn hafi verið ansi erfiður. „Við vorum á góðu róli og góðu plani til níu í gærmorgunn þegar við strönduðum. Þá gat ég næstum því ekki lyft stönginni upp meira. En við vorum búnir að vinna okkur þannig í haginn að við gátum farið niður í 45 kg og héldum sama plani,“ sagði Einar. Klippa: Bítið - Lyfti 528 tonnum Honum eru málefni barna hugleikin. „Stundum þurfum við að hlusta betur á þau. Þau hafa rödd og ekki draga þau í gegnum lífið á okkar forsendum. Flestir eru að gera allt rétt en bara út frá mér, maður er stundum að ströggla og gera mistök. Þannig fór ég að hugsa út í þetta.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar vekur athygli á góðum málefnum með einhvers konar þrekraunum. Fyrir nokkrum árum réri hann til dæmis í 55 klukkutíma. „Eins og staðan var klukkan níu í gærmorgun hefði ég gert hitt allan daginn aftur frekar en að lyfta. En þetta var styttri tími,“ sagði Einar sem segist líða vel þrátt fyrir allar lyfturnar um helgina. „Mér líður ótrúlega vel en er alveg stífur og svoleiðis. Ég fór heim og lagði mig aðeins. Ég var reyndar ekki búinn að hitta börnin í rúman sólarhring þannig að maður gaf þeim tíma. Svo pantaði maður pizzu og hafði það gott“ sagði Einar. Kraftlyftingar Bítið Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Einar lyfti sextíu og 45 kílóa stöng samtals 9.287 sinnum. Hann tileinkaði metið baráttunni fyrir velferð barna. Hann ræddi um afrekið í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er hvergi skráð í augnablikinu en við þurfum að skila doðranti af gögnum og upptöku og svoleiðis til að fá þetta skráð. Það tekur tólf vikur eða svo,“ sagði Einar. Gamla staðfesta heimsmetið var tæplega 501 tonn en Einar segir að breskur maður hafi lyft 520 tonnum síðasta haust. Markmiðið var því að fara yfir það. Einar hóf að lyfta um hádegið á laugardaginn og lyfti í heilan sólarhring. Hann sagði að gærmorguninn hafi verið ansi erfiður. „Við vorum á góðu róli og góðu plani til níu í gærmorgunn þegar við strönduðum. Þá gat ég næstum því ekki lyft stönginni upp meira. En við vorum búnir að vinna okkur þannig í haginn að við gátum farið niður í 45 kg og héldum sama plani,“ sagði Einar. Klippa: Bítið - Lyfti 528 tonnum Honum eru málefni barna hugleikin. „Stundum þurfum við að hlusta betur á þau. Þau hafa rödd og ekki draga þau í gegnum lífið á okkar forsendum. Flestir eru að gera allt rétt en bara út frá mér, maður er stundum að ströggla og gera mistök. Þannig fór ég að hugsa út í þetta.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar vekur athygli á góðum málefnum með einhvers konar þrekraunum. Fyrir nokkrum árum réri hann til dæmis í 55 klukkutíma. „Eins og staðan var klukkan níu í gærmorgun hefði ég gert hitt allan daginn aftur frekar en að lyfta. En þetta var styttri tími,“ sagði Einar sem segist líða vel þrátt fyrir allar lyfturnar um helgina. „Mér líður ótrúlega vel en er alveg stífur og svoleiðis. Ég fór heim og lagði mig aðeins. Ég var reyndar ekki búinn að hitta börnin í rúman sólarhring þannig að maður gaf þeim tíma. Svo pantaði maður pizzu og hafði það gott“ sagði Einar.
Kraftlyftingar Bítið Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira