Guardiola í góðum málum með allt nema vítin: Ederson gæti tekið næsta víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 10:01 Ederson er spyrnumaður góður og segist sjálfur vera frábær vítaskytta. AP/Laurence Griffiths Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, getur ekki kvartað yfir miklu þessa dagana en City jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 4-1 stórsigri á Liverpool á Anfield í gær. Manchester City hefði getað komist yfir í fyrri hálfleiknum en Ilkay Gundogan skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Þetta var þriðja vítaklúðrið á móti Liverpool á síðustu árum. Manchester City skoraði fjögur mörk í seinni hálfleiknum og náði fimms stiga forskoti á Manchester United á toppi deildarinnar. City er nú tíu stigum á undan Liverpool og á að auki einn leik til góða á ríkjandi Englandsmeistara. Pep Guardiola claims goalkeeper Ederson may take Man City's next penaltyhttps://t.co/ftAsTK0eXR pic.twitter.com/83UQ3Iw8WL— Mirror Football (@MirrorFootball) February 7, 2021 Guardiola var spurður út í vítaspyrnurnar eftir leikinn en liðið er aðeins með fimmtíu prósent vítanýtingu á tímabilinu. „Þetta er vandamál hjá okkur. Það mikilvægasta er að við megum ekki klikka á þessum vítaspyrnum og þá skiptir engu máli hver vítaskyttan er,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. „Eins og ég hef sagt áður þá ætla ég að hugsa um að láta Ederson taka víti. Hann gæti verið næsta vítaskyttan hjá okkur,“ sagði Guardiola. Ederson er eins og flestir vita markvörður Manchester City liðsins en hann er spyrnumaður góður og hefur sjálfur talað um það að hann sé besta vítaskyttan í City liðinu. Pep Guardiola on penalty woes:"Maybe I am going to think about Ederson taking it the next time." pic.twitter.com/576b9I8jju— Man City Report (@cityreport_) February 7, 2021 „Þetta var risastór sigur fyrir okkur. Þrjú stig til viðbótar í safnið en ég var ánægður með hvernig liðið brást við því að klikka bæði á vítaspyrnu og að fá á sig mark. Það skipti öllu máli,“ sagði Guardiola „Þetta var mikilvægur sigur en við erum enn í febrúar. Auðvitað er fimm stiga forskot mikið núna og það ætti að fara lang með að tryggja okkur Meistaradeildarsæti á næsta tímabili. Það er líka stórkostlegt að ná að vinna tíu leiki í röð,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Sjá meira
Manchester City hefði getað komist yfir í fyrri hálfleiknum en Ilkay Gundogan skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Þetta var þriðja vítaklúðrið á móti Liverpool á síðustu árum. Manchester City skoraði fjögur mörk í seinni hálfleiknum og náði fimms stiga forskoti á Manchester United á toppi deildarinnar. City er nú tíu stigum á undan Liverpool og á að auki einn leik til góða á ríkjandi Englandsmeistara. Pep Guardiola claims goalkeeper Ederson may take Man City's next penaltyhttps://t.co/ftAsTK0eXR pic.twitter.com/83UQ3Iw8WL— Mirror Football (@MirrorFootball) February 7, 2021 Guardiola var spurður út í vítaspyrnurnar eftir leikinn en liðið er aðeins með fimmtíu prósent vítanýtingu á tímabilinu. „Þetta er vandamál hjá okkur. Það mikilvægasta er að við megum ekki klikka á þessum vítaspyrnum og þá skiptir engu máli hver vítaskyttan er,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. „Eins og ég hef sagt áður þá ætla ég að hugsa um að láta Ederson taka víti. Hann gæti verið næsta vítaskyttan hjá okkur,“ sagði Guardiola. Ederson er eins og flestir vita markvörður Manchester City liðsins en hann er spyrnumaður góður og hefur sjálfur talað um það að hann sé besta vítaskyttan í City liðinu. Pep Guardiola on penalty woes:"Maybe I am going to think about Ederson taking it the next time." pic.twitter.com/576b9I8jju— Man City Report (@cityreport_) February 7, 2021 „Þetta var risastór sigur fyrir okkur. Þrjú stig til viðbótar í safnið en ég var ánægður með hvernig liðið brást við því að klikka bæði á vítaspyrnu og að fá á sig mark. Það skipti öllu máli,“ sagði Guardiola „Þetta var mikilvægur sigur en við erum enn í febrúar. Auðvitað er fimm stiga forskot mikið núna og það ætti að fara lang með að tryggja okkur Meistaradeildarsæti á næsta tímabili. Það er líka stórkostlegt að ná að vinna tíu leiki í röð,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Sjá meira