Kóngalæti í Staples Center hjá sjóðheitu Sacramento liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 07:30 De'Aaron Fox skorar hér hjá Los Angeles Clippers en miðherjinn Ivica Zubac er til varnar. AP/Mark J. Terrill Sacramento Kings er eitt heitasta lið NBA deildarinnar í körfubolta þessa dagana eftir sigur á Denver Nuggets og Los Angeles Clippers á innan við sólarhring um helgina. De'Aaron Fox var frábær þegar Sacramento Kings vann 113-110 útisigur á Los Angeles Clippers. Kings liðið vann þarna sinn fjórða leik í röð en síðustu sigrarnir hafa komið á móti öflugum liðum eins og Boston Celtics, Denver Nuggets og Clippers. Sacramento Kings hefur nú unnið sjö af átta leikjum sínum síðan að að liðið tapaði með nítján stigum á móti Clippers 20. janúar síðastliðinn. @swipathefox goes for 36 PTS, 7 AST, lifting the @SacramentoKings to their 4th win in a row! #SacramentoProud pic.twitter.com/NUAvRriYFh— NBA (@NBA) February 7, 2021 De'Aaron Fox var með 36 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Buddy Hield skoraði 22 stig og nýliðinn Tyrese Haliburton kom með 13 stig og 6 stoðsendingar inn af bekknum. Lou Williams skoraði 23 stig fyrir Clippers og Kawhi Leonard var með 20 stig og 10 fráköst en liðið var án Paul George í þessum leik sem er meiddur. @spidadmitchell's near triple-double propels the @utahjazz to their 15th win in the last 16 games! #TakeNote 27 PTS | 9 REB | 11 AST pic.twitter.com/bFSdieCKBd— NBA (@NBA) February 7, 2021 Donovan Mitchell vantaði bara eitt frákast í þrennuna þegar Utah Jazz vann 103-95 sigur á Indiana Pacers. Mitchell endaði með 27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst en þetta var fimmtándi sigur Jazz liðsins í síðustu sextán leikjum. Booker & Bridges fuel PHX! @DevinBook: 18 PTS, 7 REB, 11 AST@mikal_bridges: 19 PTS, 9 REB pic.twitter.com/na7QzeW2Qm— NBA (@NBA) February 7, 2021 Phoenix Suns er annað lið sem hefur verið að koma á óvart en liðið vann 100-91 sigur á Boston Celtics. Þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Mikal Bridges var stigahæstur í jöfnu Suns liði með 19 stig, Devin Booker var með 18 stig og 11 stoðsendingar, Cam Johnson kom með 17 stig af bekknum og Deandre Ayton skoraði 16 stig og tók 11 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 23 stig og 7 stoðsendingar. Bam Adebayo var með 24 stig og 11 fráköst og Jimmy Butler var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu (17 stig, 19 fráköst og 9 stoðsendingar) þegar Miami Heat vann 109-103 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden í New York. Jimmy B up top for the Bam slam in #PhantomCam!@MiamiHEAT 72@nyknicks 69 : https://t.co/QYhIeWqSiu pic.twitter.com/NxNdloZrxh— NBA (@NBA) February 7, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 110-113 Phoenix Suns - Boston Celtics 100-91 New York Knicks - Miami Heat 103-109 Indiana Pacers - Utah Jazz 95-103 Charlotte Hornets - Washington Wizards 119-97 NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
De'Aaron Fox var frábær þegar Sacramento Kings vann 113-110 útisigur á Los Angeles Clippers. Kings liðið vann þarna sinn fjórða leik í röð en síðustu sigrarnir hafa komið á móti öflugum liðum eins og Boston Celtics, Denver Nuggets og Clippers. Sacramento Kings hefur nú unnið sjö af átta leikjum sínum síðan að að liðið tapaði með nítján stigum á móti Clippers 20. janúar síðastliðinn. @swipathefox goes for 36 PTS, 7 AST, lifting the @SacramentoKings to their 4th win in a row! #SacramentoProud pic.twitter.com/NUAvRriYFh— NBA (@NBA) February 7, 2021 De'Aaron Fox var með 36 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Buddy Hield skoraði 22 stig og nýliðinn Tyrese Haliburton kom með 13 stig og 6 stoðsendingar inn af bekknum. Lou Williams skoraði 23 stig fyrir Clippers og Kawhi Leonard var með 20 stig og 10 fráköst en liðið var án Paul George í þessum leik sem er meiddur. @spidadmitchell's near triple-double propels the @utahjazz to their 15th win in the last 16 games! #TakeNote 27 PTS | 9 REB | 11 AST pic.twitter.com/bFSdieCKBd— NBA (@NBA) February 7, 2021 Donovan Mitchell vantaði bara eitt frákast í þrennuna þegar Utah Jazz vann 103-95 sigur á Indiana Pacers. Mitchell endaði með 27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst en þetta var fimmtándi sigur Jazz liðsins í síðustu sextán leikjum. Booker & Bridges fuel PHX! @DevinBook: 18 PTS, 7 REB, 11 AST@mikal_bridges: 19 PTS, 9 REB pic.twitter.com/na7QzeW2Qm— NBA (@NBA) February 7, 2021 Phoenix Suns er annað lið sem hefur verið að koma á óvart en liðið vann 100-91 sigur á Boston Celtics. Þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Mikal Bridges var stigahæstur í jöfnu Suns liði með 19 stig, Devin Booker var með 18 stig og 11 stoðsendingar, Cam Johnson kom með 17 stig af bekknum og Deandre Ayton skoraði 16 stig og tók 11 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 23 stig og 7 stoðsendingar. Bam Adebayo var með 24 stig og 11 fráköst og Jimmy Butler var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu (17 stig, 19 fráköst og 9 stoðsendingar) þegar Miami Heat vann 109-103 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden í New York. Jimmy B up top for the Bam slam in #PhantomCam!@MiamiHEAT 72@nyknicks 69 : https://t.co/QYhIeWqSiu pic.twitter.com/NxNdloZrxh— NBA (@NBA) February 7, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 110-113 Phoenix Suns - Boston Celtics 100-91 New York Knicks - Miami Heat 103-109 Indiana Pacers - Utah Jazz 95-103 Charlotte Hornets - Washington Wizards 119-97
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 110-113 Phoenix Suns - Boston Celtics 100-91 New York Knicks - Miami Heat 103-109 Indiana Pacers - Utah Jazz 95-103 Charlotte Hornets - Washington Wizards 119-97
NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum