Sport

Dagskráin í dag - Handboltaveisla á Stöð 2 Sport

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Seinni bylgjan.
Seinni bylgjan. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag.

Íslenskur handbolti verður fyrirferðamikill en fyrsta útsending dagsins er Seinni bylgja Olís-deildar kvenna í umsjón Svövu Kristínar Grétarsdóttur á Stöð 2 Sport.

Strax í kjölfarið verður sýnt beint frá leik Stjörnunnar og ÍBV í Olís-deild karla. Að honum loknum er svo komið að Seinni bylgju Olís-deildar karla þar sem Henry Birgir Gunnarsson og félagar gera upp 8.umferð deildarinnar.

Einnig verður boðið upp á íslenskan körfubolta og spænskan fótbolta auk þess sem strákarnir í GameTíví verða á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 ESport.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×