Mjög mikill áhugi á því sem kallast að skvörta Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. febrúar 2021 20:30 Í kjölfar umfjöllunar um saflát kvenna í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis um reynslu sína af því sem kallast að skvörta. Getty Í síðustu viku fjölluðu Makamál um saflát kvenna. (e. Female ejaculation). Sigga Dögg kynfræðingur kom í viðtal þar sem hún útskýrði eftir fremsta megni hvað það er sem kallast á íslensku að skvörta. (squirting) Þegar konur hafa saflát, eða skvörta, þá losast vökvi út um op kirtilganganna hjá þvagrásinni. Fullnæging kemur oft í kjölfarið en þarf þó ekki alltaf að fylgja, líkt og þegar karlar fá sáðlát. Fólk hefur verið að tala um skvört í aldanna rásir. Konur voru yfirleitt bara alltaf svo hræddar um að þær væru að pissa á sig eða fá þvagleka þegar þetta gerðist. Þetta varð til þess að þær óttuðust þetta og héldu því frekar aftur af sér í kynlífi. Fjallað var um þetta í læknisfræðinni í fleiri aldir en svo datt það alveg út um 16. öld, eins og svo margar aðrar fræðilegar umfjallanir um píkuna og píkuheilsuna. Þetta varð bara eins og einhver Bermúda þríhyrningur, sem þetta er bara alls ekki. Sagði Sigga Dögg í viðtalinu sem hægt er að nálgast hér. Út frá þessari umfjöllun spurðu Makamál lesendur Vísis um reynslu þeirra af safláti. Aldrei hafa jafn margir tekið þátt í könnun Makamála eða rúmlega tíu þúsund manns. Könnunin var tvískipt. Í þeirri fyrri voru konur spurðar hvort þær hafi fengið skvört-fullnægingu og í þeirri seinni var fólk spurt hvort að það hafði veitt skvört-fullnæginu. Makamál báru niðurstöðurnar undir Siggu Dögg sem hafði þetta að segja. Vá, frábært hvað það var mikil þátttaka í könnuninni, elska það. Niðurstöðurnar koma mér þó ekki á óvart en ég sé að það þarf samt sem áður að fjalla meira um þetta mál og fræða fólk enn meira. 21% kvenna svöruðu því að þær væru ekki vissar hvort að þær hafi upplifað það að skvörta. Það er mjög misjafnt eftir konum hvað það losast mikill vökvi þegar þetta gerist svo að það er mjög eðlilegt að ekki allar konur átti sig endilega á því þegar þær skvörti. Tæplega helmingur kvenna segist hafa upplifað skvört-fullnægingu og rúmlega helmingur fólks segist hafa veitt hana. Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér fyrir neðan. Niðurstöður* Hefur þú fengið skvört-fullnægingu? Já - 43% Nei, en langar - 26% Nei, hef ekki áhuga - 10% Er ekki viss - 21% Hefur þú veitt skvört-fullnægingu? Já - 52% Nei, en langar það - 31% Nei hef ekki áhuga - 7% Er ekki viss - 10% Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. Klippa: Brennslan - Makamál : Niðurstöður stóra squirt málsins *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Kynlíf Rúmfræði Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch „Ég hef ekki farið á formlegt stefnumót undanfarna mánuði en Covid má eiga það að við getum lært að gefa extra gott blikk með grímuna,“ segir Birgir Marteinsson Einhleypa vikunnar.Birgir er 33 ára lögfræðingur búsettur í Reykjavík. Þó að hann vissulega starfi sem lögfræðingur þá segist hann ekki endilega vera upptekinn af því að titla sig sem slíkan. 5. febrúar 2021 07:00 Boudoir: „Ekki fela það sem þú ert“ „Það er rosalegur munur á nektarmyndum og því sem kallast boudoir myndir. Gjörólík hugtök, en fólk á það til að rugla þeim saman. Nektarmyndir geta oft tíðum verið listrænar myndir með áherslu á líkamann en boudoir eru feminískar myndir með áherslu á konuna sjálfa.“ Þetta segir Elín Björg Guðmundsdóttir ljósmyndari í viðtali við Makamál. 4. febrúar 2021 19:42 „Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Þegar konur hafa saflát, eða skvörta, þá losast vökvi út um op kirtilganganna hjá þvagrásinni. Fullnæging kemur oft í kjölfarið en þarf þó ekki alltaf að fylgja, líkt og þegar karlar fá sáðlát. Fólk hefur verið að tala um skvört í aldanna rásir. Konur voru yfirleitt bara alltaf svo hræddar um að þær væru að pissa á sig eða fá þvagleka þegar þetta gerðist. Þetta varð til þess að þær óttuðust þetta og héldu því frekar aftur af sér í kynlífi. Fjallað var um þetta í læknisfræðinni í fleiri aldir en svo datt það alveg út um 16. öld, eins og svo margar aðrar fræðilegar umfjallanir um píkuna og píkuheilsuna. Þetta varð bara eins og einhver Bermúda þríhyrningur, sem þetta er bara alls ekki. Sagði Sigga Dögg í viðtalinu sem hægt er að nálgast hér. Út frá þessari umfjöllun spurðu Makamál lesendur Vísis um reynslu þeirra af safláti. Aldrei hafa jafn margir tekið þátt í könnun Makamála eða rúmlega tíu þúsund manns. Könnunin var tvískipt. Í þeirri fyrri voru konur spurðar hvort þær hafi fengið skvört-fullnægingu og í þeirri seinni var fólk spurt hvort að það hafði veitt skvört-fullnæginu. Makamál báru niðurstöðurnar undir Siggu Dögg sem hafði þetta að segja. Vá, frábært hvað það var mikil þátttaka í könnuninni, elska það. Niðurstöðurnar koma mér þó ekki á óvart en ég sé að það þarf samt sem áður að fjalla meira um þetta mál og fræða fólk enn meira. 21% kvenna svöruðu því að þær væru ekki vissar hvort að þær hafi upplifað það að skvörta. Það er mjög misjafnt eftir konum hvað það losast mikill vökvi þegar þetta gerist svo að það er mjög eðlilegt að ekki allar konur átti sig endilega á því þegar þær skvörti. Tæplega helmingur kvenna segist hafa upplifað skvört-fullnægingu og rúmlega helmingur fólks segist hafa veitt hana. Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér fyrir neðan. Niðurstöður* Hefur þú fengið skvört-fullnægingu? Já - 43% Nei, en langar - 26% Nei, hef ekki áhuga - 10% Er ekki viss - 21% Hefur þú veitt skvört-fullnægingu? Já - 52% Nei, en langar það - 31% Nei hef ekki áhuga - 7% Er ekki viss - 10% Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. Klippa: Brennslan - Makamál : Niðurstöður stóra squirt málsins *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Kynlíf Rúmfræði Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch „Ég hef ekki farið á formlegt stefnumót undanfarna mánuði en Covid má eiga það að við getum lært að gefa extra gott blikk með grímuna,“ segir Birgir Marteinsson Einhleypa vikunnar.Birgir er 33 ára lögfræðingur búsettur í Reykjavík. Þó að hann vissulega starfi sem lögfræðingur þá segist hann ekki endilega vera upptekinn af því að titla sig sem slíkan. 5. febrúar 2021 07:00 Boudoir: „Ekki fela það sem þú ert“ „Það er rosalegur munur á nektarmyndum og því sem kallast boudoir myndir. Gjörólík hugtök, en fólk á það til að rugla þeim saman. Nektarmyndir geta oft tíðum verið listrænar myndir með áherslu á líkamann en boudoir eru feminískar myndir með áherslu á konuna sjálfa.“ Þetta segir Elín Björg Guðmundsdóttir ljósmyndari í viðtali við Makamál. 4. febrúar 2021 19:42 „Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch „Ég hef ekki farið á formlegt stefnumót undanfarna mánuði en Covid má eiga það að við getum lært að gefa extra gott blikk með grímuna,“ segir Birgir Marteinsson Einhleypa vikunnar.Birgir er 33 ára lögfræðingur búsettur í Reykjavík. Þó að hann vissulega starfi sem lögfræðingur þá segist hann ekki endilega vera upptekinn af því að titla sig sem slíkan. 5. febrúar 2021 07:00
Boudoir: „Ekki fela það sem þú ert“ „Það er rosalegur munur á nektarmyndum og því sem kallast boudoir myndir. Gjörólík hugtök, en fólk á það til að rugla þeim saman. Nektarmyndir geta oft tíðum verið listrænar myndir með áherslu á líkamann en boudoir eru feminískar myndir með áherslu á konuna sjálfa.“ Þetta segir Elín Björg Guðmundsdóttir ljósmyndari í viðtali við Makamál. 4. febrúar 2021 19:42
„Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10