Elton John reiður fyrir hönd tónlistarfólks og vill stjórnvöld aftur að borðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2021 23:23 Tónlistargoðsögnin Elton John vandar breskum stjórnvöldum ekki kveðjurnar. epa/Hugo Marie Tónlistarmaðurinn Elton John er síður en svo ánægður með bresk stjórnvöld og kallar eftir því að þau freisti þess að setjast aftur að samningaborðinu með Evrópusambandinu. John, sem var harðlega mótfallinn Brexit, segir bresku ríkisstjórnina hafa klúðrað málum fyrir breska tónlistarmenn, sem hafi annað hvort gleymst eða ekki verið ofarlega á lista þegar viðræður fóru fram um tilhögun mála milli Bretlands og ESB í kjölfar Brexit. Í grein sem birtist í Guardian segir tónlistarmaðurinn stöðuna fáránlega; tónlist sé ein af helstu útflutningsgreinum Breta en hún hafi orðið útundan þegar núgildandi fríverslunarsamningur var í smíðum. Að sögn John er um að ræða 5,8 milljarð punda iðnað. Málið verður tekið fyrir í þinginu á morgun en 280 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að semja um frjálsa för og atvinnu listamanna. Tónleikaferðalög orðin flókin og kostnaðarsöm Vandamálið er þetta: Áður gat tónlistarfólk ferðast um Evrópu og stundað sína list án vandkvæða en í dag þurfa breskir tónlistarmenn að sækja um áritun eða atvinnuleyfi í hverju Evrópuríki fyrir sig. Um er að ræða mikla „pappírsvinnu“ og töluverðan kostnað og þá geta reglur verið afar mismunandi milli ríkja. Þessu til viðbótar þarf tónlistarfólkið svo að greiða gjöld fyrir að flytja hljóðfærin sín yfir landamæri. Að sögn John munu nýju reglurnar einnig koma illa niður á öðrum í bransanum. Bresk flutningsfyrirtæki mega til dæmis einungis koma við á tveimur stöðum innan Evrópusambandsins áður en þau neyðast til að snúa aftur heim. Þetta mun gera það að verkum að þau geta ekki samið við tónlistarmenn um að þjónusta stór og löng tónleikaferðalög. Þá hefur Colin Greenwood, bassaleikari Radiohead, áhyggjur af öllum þeim bresku fyrirtækjum sem koma að uppsetningu tónleika og tónlistarhátíða, og munu mögulega verða undir í samkeppni við evrópsk fyrirtæki vegna aukins kostnaðar. Guardian greindi frá. Bretland Brexit Tónlist Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
John, sem var harðlega mótfallinn Brexit, segir bresku ríkisstjórnina hafa klúðrað málum fyrir breska tónlistarmenn, sem hafi annað hvort gleymst eða ekki verið ofarlega á lista þegar viðræður fóru fram um tilhögun mála milli Bretlands og ESB í kjölfar Brexit. Í grein sem birtist í Guardian segir tónlistarmaðurinn stöðuna fáránlega; tónlist sé ein af helstu útflutningsgreinum Breta en hún hafi orðið útundan þegar núgildandi fríverslunarsamningur var í smíðum. Að sögn John er um að ræða 5,8 milljarð punda iðnað. Málið verður tekið fyrir í þinginu á morgun en 280 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að semja um frjálsa för og atvinnu listamanna. Tónleikaferðalög orðin flókin og kostnaðarsöm Vandamálið er þetta: Áður gat tónlistarfólk ferðast um Evrópu og stundað sína list án vandkvæða en í dag þurfa breskir tónlistarmenn að sækja um áritun eða atvinnuleyfi í hverju Evrópuríki fyrir sig. Um er að ræða mikla „pappírsvinnu“ og töluverðan kostnað og þá geta reglur verið afar mismunandi milli ríkja. Þessu til viðbótar þarf tónlistarfólkið svo að greiða gjöld fyrir að flytja hljóðfærin sín yfir landamæri. Að sögn John munu nýju reglurnar einnig koma illa niður á öðrum í bransanum. Bresk flutningsfyrirtæki mega til dæmis einungis koma við á tveimur stöðum innan Evrópusambandsins áður en þau neyðast til að snúa aftur heim. Þetta mun gera það að verkum að þau geta ekki samið við tónlistarmenn um að þjónusta stór og löng tónleikaferðalög. Þá hefur Colin Greenwood, bassaleikari Radiohead, áhyggjur af öllum þeim bresku fyrirtækjum sem koma að uppsetningu tónleika og tónlistarhátíða, og munu mögulega verða undir í samkeppni við evrópsk fyrirtæki vegna aukins kostnaðar. Guardian greindi frá.
Bretland Brexit Tónlist Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira