„Kæra Freyja. Ég þekkti þig ekki. Bara örlög þín“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 22:55 Steffen og Freyja voru skólafélagar og vinir. Hann segir hana hafa verið einstaklega lífsglaða, hjálpsama og góða. Vísir/Elín Freyja Egilsdóttir Mogensen var lífsglöð, hjálpsöm, brosmild og góð vinkona að sögn skólasystkina hennar og vina. Íbúar í Malling héldu minningarathöfn við kirkjuna í bænum í dag en frá því upp úr hádegi og fram eftir kvöldi var stöðugur straumur fólks sem lagði leið sína að kirkjunni. Þeirra á meðal voru þrjú skólasystkini Freyju úr sjúkraliðanámi, sem sjálf búa ekki í bænum. „Við þekktum Freyju mjög vel og við vorum saman í skóla og þekktum hana persónulega og þess vegna erum við hér í dag,“ segir Steffen Petersen, vinur Freyju, í samtali við fréttastofu. Margir þeirra sem tóku þátt þekktu ekki fjölskylduna en vildu engu að síður sýna samhug. Ein þeirra var Mia Sørensen. „Við komum frá smábæ hér rétt hjá Malling. Ég kem frá bænum Odder. Vinir mínir búa hér, við komum til að tendra ljós og votta henni virðingu okkar,“ segir Mia. Sumir létu ekki nægja að kvekja kerti eða leggja blóm heldur skildu einnig eftir skriflega kveðju. „Kæra Freyja. Ég þekkti þig ekki… Bara örlög þín og það snertir mig djúpt. Megi ljós þitt ávalt skína. Megi stjarna þín ávalt skína niður til barnanna þinna, ástvina þinna og þinna kærustu. Innilegustu og hlýjustu straumar til ykkar allra,“ segir í einni kveðjunni. Það er ljóst að örlög Freyju hafa lagst þungt á íbúa bæjarins. Jafnvel þeir sem þekktu hana ekki gerðu sér ferð að kirkjunni og sumir skildu jafnvel eftir kveðju.Vísir/Elín Fjöldi fólks vottað virðingu sína Þeir sem Freyju þekktu bera henni afar vel söguna. „Hún var stórfín og bar mikla umhyggju fyrir öðrum og tók sér tíma til að hlusta á aðra. Hún var mjög góð,“ segir Simon Kjeldgaard, annar fyrrverandi skólabróðir Freyju. Bæði ungir sem aldnir lögðu leið sína í garðinn. Feðginin Kasper og Johanne þekktu Freyju í gegnum son hennar. „Ég kom því að ég hef verið með syni hennar í bekk,“ segir Johanne, sem var í núllta bekk, sem er fyrsti bekkur grunnskóla í Danmörku, með syni Freyju. „Já, krakkarnir voru saman í skóla þannig við þekktum þa vel,“ segir Kasper. Meðal þeirra sem skildu eftir blóm og kveðju voru bekkjarsystkini barna Freyju. Frá því upp úr hádegi í dag og fram á kvöld lagði fólk leið sína að kirkjunni og margir tendruðu ljós í minningu Freyju.Vísir/Elín Mikill sorgaratburður fyrir lítinn bæ Engann hafði órað fyrir því að svo skelfilegur atburður myndi eiga sér stað í þessum litla bæ. „Nei, maður vill ekki trúa því versta upp á fólk. Við skiljum þetta ekki,“ segir Mette Moosdorf, sem einnig var með Freyju í námi líkt og Steffen og Simon. Mia tekur í sama streng. „Þetta er mikill sorgaratburður í svona litlum bæ þar sem þar sem flestir þekkja hvern annan,“ segir Mia. Margir hafa lagt leið sína að kirkjunni.Vísir/Elín „Maður hefði aldrei búist við þessu yfir höfuð. Hvað þá að þetta kæmi fyrir svona ljúfa og góða konu. Freyja hafði einstaka lífsgleði, var ótrúlega ljúf og var alltaf til í að hjálpa öðum ef hún gat. Það gerir hún alltaf fyrir alla sem hún þekkti. Eða gerði, réttara sagt,“ segir Steffen. Danmörk Morð í Malling Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð Boðað hefur verið til minningarathafnar í Malling á Austur-Jótlandi sídegis í dag, til minningar um Freyju Egilsdóttur Mogensen, sem var myrt í síðustu viku. Nákomin vinkona Freyju segir í samtali við Ekstra Bladet að Freyja hafi vitað að eiginmaður hennar, sem hún hafði slitið samvistum við, hafi áður hlotið dóm fyrir morð. 5. febrúar 2021 12:40 Hefðu aldrei trúað að þetta gæti gerst í sínum litla heimabæ Rannsókn dönsku lögreglunnar á morðinu á Freyju Egilsdóttur miðar vel að sögn yfirmanns í lögreglunni. Börn Freyju séu komin í skjól. En í heimabæ Freyju og barnanna í Malling á Jótlandi, rétt um sautján kílómetrum suður af Árósum, ríkir sorg. Það er enda ekki eitthvað sem íbúar eru vanir, að svo hrottalegt morð sé framið í þeirra næsta nágrenni. 4. febrúar 2021 23:32 Morðingi Freyju stakk hina barnsmóður sína átján sinnum 51 árs karlmaður sem hefur játað að hafa banað Freyju Egilsdóttur Mogensen í bænum Malling í Árósum var árið 1996 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið á barnsmóður sinni. Þau höfðu þá skilið að skiptum. 4. febrúar 2021 16:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Þeirra á meðal voru þrjú skólasystkini Freyju úr sjúkraliðanámi, sem sjálf búa ekki í bænum. „Við þekktum Freyju mjög vel og við vorum saman í skóla og þekktum hana persónulega og þess vegna erum við hér í dag,“ segir Steffen Petersen, vinur Freyju, í samtali við fréttastofu. Margir þeirra sem tóku þátt þekktu ekki fjölskylduna en vildu engu að síður sýna samhug. Ein þeirra var Mia Sørensen. „Við komum frá smábæ hér rétt hjá Malling. Ég kem frá bænum Odder. Vinir mínir búa hér, við komum til að tendra ljós og votta henni virðingu okkar,“ segir Mia. Sumir létu ekki nægja að kvekja kerti eða leggja blóm heldur skildu einnig eftir skriflega kveðju. „Kæra Freyja. Ég þekkti þig ekki… Bara örlög þín og það snertir mig djúpt. Megi ljós þitt ávalt skína. Megi stjarna þín ávalt skína niður til barnanna þinna, ástvina þinna og þinna kærustu. Innilegustu og hlýjustu straumar til ykkar allra,“ segir í einni kveðjunni. Það er ljóst að örlög Freyju hafa lagst þungt á íbúa bæjarins. Jafnvel þeir sem þekktu hana ekki gerðu sér ferð að kirkjunni og sumir skildu jafnvel eftir kveðju.Vísir/Elín Fjöldi fólks vottað virðingu sína Þeir sem Freyju þekktu bera henni afar vel söguna. „Hún var stórfín og bar mikla umhyggju fyrir öðrum og tók sér tíma til að hlusta á aðra. Hún var mjög góð,“ segir Simon Kjeldgaard, annar fyrrverandi skólabróðir Freyju. Bæði ungir sem aldnir lögðu leið sína í garðinn. Feðginin Kasper og Johanne þekktu Freyju í gegnum son hennar. „Ég kom því að ég hef verið með syni hennar í bekk,“ segir Johanne, sem var í núllta bekk, sem er fyrsti bekkur grunnskóla í Danmörku, með syni Freyju. „Já, krakkarnir voru saman í skóla þannig við þekktum þa vel,“ segir Kasper. Meðal þeirra sem skildu eftir blóm og kveðju voru bekkjarsystkini barna Freyju. Frá því upp úr hádegi í dag og fram á kvöld lagði fólk leið sína að kirkjunni og margir tendruðu ljós í minningu Freyju.Vísir/Elín Mikill sorgaratburður fyrir lítinn bæ Engann hafði órað fyrir því að svo skelfilegur atburður myndi eiga sér stað í þessum litla bæ. „Nei, maður vill ekki trúa því versta upp á fólk. Við skiljum þetta ekki,“ segir Mette Moosdorf, sem einnig var með Freyju í námi líkt og Steffen og Simon. Mia tekur í sama streng. „Þetta er mikill sorgaratburður í svona litlum bæ þar sem þar sem flestir þekkja hvern annan,“ segir Mia. Margir hafa lagt leið sína að kirkjunni.Vísir/Elín „Maður hefði aldrei búist við þessu yfir höfuð. Hvað þá að þetta kæmi fyrir svona ljúfa og góða konu. Freyja hafði einstaka lífsgleði, var ótrúlega ljúf og var alltaf til í að hjálpa öðum ef hún gat. Það gerir hún alltaf fyrir alla sem hún þekkti. Eða gerði, réttara sagt,“ segir Steffen.
Danmörk Morð í Malling Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð Boðað hefur verið til minningarathafnar í Malling á Austur-Jótlandi sídegis í dag, til minningar um Freyju Egilsdóttur Mogensen, sem var myrt í síðustu viku. Nákomin vinkona Freyju segir í samtali við Ekstra Bladet að Freyja hafi vitað að eiginmaður hennar, sem hún hafði slitið samvistum við, hafi áður hlotið dóm fyrir morð. 5. febrúar 2021 12:40 Hefðu aldrei trúað að þetta gæti gerst í sínum litla heimabæ Rannsókn dönsku lögreglunnar á morðinu á Freyju Egilsdóttur miðar vel að sögn yfirmanns í lögreglunni. Börn Freyju séu komin í skjól. En í heimabæ Freyju og barnanna í Malling á Jótlandi, rétt um sautján kílómetrum suður af Árósum, ríkir sorg. Það er enda ekki eitthvað sem íbúar eru vanir, að svo hrottalegt morð sé framið í þeirra næsta nágrenni. 4. febrúar 2021 23:32 Morðingi Freyju stakk hina barnsmóður sína átján sinnum 51 árs karlmaður sem hefur játað að hafa banað Freyju Egilsdóttur Mogensen í bænum Malling í Árósum var árið 1996 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið á barnsmóður sinni. Þau höfðu þá skilið að skiptum. 4. febrúar 2021 16:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð Boðað hefur verið til minningarathafnar í Malling á Austur-Jótlandi sídegis í dag, til minningar um Freyju Egilsdóttur Mogensen, sem var myrt í síðustu viku. Nákomin vinkona Freyju segir í samtali við Ekstra Bladet að Freyja hafi vitað að eiginmaður hennar, sem hún hafði slitið samvistum við, hafi áður hlotið dóm fyrir morð. 5. febrúar 2021 12:40
Hefðu aldrei trúað að þetta gæti gerst í sínum litla heimabæ Rannsókn dönsku lögreglunnar á morðinu á Freyju Egilsdóttur miðar vel að sögn yfirmanns í lögreglunni. Börn Freyju séu komin í skjól. En í heimabæ Freyju og barnanna í Malling á Jótlandi, rétt um sautján kílómetrum suður af Árósum, ríkir sorg. Það er enda ekki eitthvað sem íbúar eru vanir, að svo hrottalegt morð sé framið í þeirra næsta nágrenni. 4. febrúar 2021 23:32
Morðingi Freyju stakk hina barnsmóður sína átján sinnum 51 árs karlmaður sem hefur játað að hafa banað Freyju Egilsdóttur Mogensen í bænum Malling í Árósum var árið 1996 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið á barnsmóður sinni. Þau höfðu þá skilið að skiptum. 4. febrúar 2021 16:08