Íslenski boltinn

Breiða­blik fór illa með ÍA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gísli Eyjólfsson fór á kostum í kvöld.
Gísli Eyjólfsson fór á kostum í kvöld. vísir/bára

Breiðablik er Fótbolti.net meistari árið 2021. Blikarnir unnu ÍA 5-1 í úrslitaleiknum á Kópavogsvelli í kvöld eftir að hafa komist í 3-0 á fyrstu þrettán mínútunum.

Gísli Eyjólfsson skoraði fyrsta markið á sjöttu mínútu og hann lagði upp annað markið fyrir Thomas Mikkelsen þremur mínútum síðar.

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði þriðja markið og Gísli lagði upp einnig það mark. Brynjólfur bætti svo við fjórða markinu á 37. mínútu og fimmta markinu á 56. mínútu.

Ingi Þór Sigurðsson, bróðir Arnórs Sigurðssonar landsliðsmanns, klóraði í bakkann fyrir Skagamenn á 70. mínútu en þar við sat.

Í leiknum um fimmta sætið unnu Grótta 3-1 sigur á Keflavík. Grótta leikur í B-deildinni á komandi leiktíð en Keflavík í deild þeirra bestu.

Í B-deild Fótbolta.net mótsins stóðu Þróttur Vogur uppi sem sigurvegarar eftir 6-2 sigur á Selfoss í úrslitaleiknum. ÍBV endaði í fimmta sætinu eftir 5-2 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×