Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 14:11 Kröfur Dominion snúa að nokkrum samfélagsmiðlum og efnisveitum. GettyMuhammed Selim Korkutata Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. Jafnvel þó færslurnar og myndböndin hafi verið fjarlægðar af miðlunum sem um ræðir. Í kröfubréfum frá lögmönnum Dominion segir að færslurnar séu mikilvægar varðandi meiðyrðamál fyrirtækisins varðandi ásakanir um kosningasvindl sem snýr að kosningavélum fyrirtækisins. Banda- og stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa haldið því fram að kosningavélar Dominion hafi verið notaðar til umfangsmikils kosningasvindls sem hafi kostað forsetann fyrrverandi sigur í kosningunum í nóvember. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um alþjóðlegt samsæri kommúnista væri að ræða. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Dominion hefur höfðað meiðyrðamál gegn bæði Sydney Powell, sem var í lögfræðiteymi Trumps, og Rudy Giuliani, einkalögmanni Trumps, og krafið þau um meira en milljarð dala hvort. Vert er að benda á að engar sannanir um þetta meinta samsæri hafa litið dagsins ljós. Í frétt Washington Post segir að nýja kröfur Dominion snúi meðal annars að færslum og myndböndum frá Dan Bongino, sem er áhrifamikill hægri sinnaður útvarpsmaður og álitsgjafi, Maríu Bartiromo þáttastjórnanda Fox News, Mike Lindell umdeildum forstjóra MyPillow og Sydney Powell. Sömuleiðis snúa kröfurnar að Fox, One America News Network, Newsmax og Donald Trump á Twitter. Í kröfubréfunum kemur fram að fyrirtækið muni kæra fleiri aðila á næstunni. Starfsmenn Facebook, Twitter og YouTube hafa fjarlægt fjölda færsla og myndbanda sem brjóta gegn skilmálum miðlanna um kosningatengdar rangfærslur frá því í nóvember en það hefur skilað misgóðum árangri. Parler er í raun ekki lengur á netinu eftir að Amazon, Apple og Google hættu að þjónusta miðilinn vegna brot á skilmálum fyrirtækjanna varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þáttastjórnandinn gekk á brott Mike Lindell, sem hefur ítrekað borið fram ásakanir um kosningasvik, var í vikunni í viðtalið í beinni útsendingu hjá Newsmax. Þar stóð til að tala um af hverju Twitter hefði lokað á hann og útskúfunarmenningu (e. cancel culture). Lindell vildi þó ekki hætta að staðhæfa að kosningavélar Dominion hefðu verið notaðar til að svindla á Trump og á endanum gekk annar þáttastjórnandinn úr setti. Nýlegar kröfur Dominion snúa bæði að Newsmax og Lindell. Newsmax invites Mike Lindell, who advocated for a coup and spews dangerous conspiracy theories, on air. It didn't go well. pic.twitter.com/6xzSgXlHua— Jason Campbell (@JasonSCampbell) February 2, 2021 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Jafnvel þó færslurnar og myndböndin hafi verið fjarlægðar af miðlunum sem um ræðir. Í kröfubréfum frá lögmönnum Dominion segir að færslurnar séu mikilvægar varðandi meiðyrðamál fyrirtækisins varðandi ásakanir um kosningasvindl sem snýr að kosningavélum fyrirtækisins. Banda- og stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa haldið því fram að kosningavélar Dominion hafi verið notaðar til umfangsmikils kosningasvindls sem hafi kostað forsetann fyrrverandi sigur í kosningunum í nóvember. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um alþjóðlegt samsæri kommúnista væri að ræða. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Dominion hefur höfðað meiðyrðamál gegn bæði Sydney Powell, sem var í lögfræðiteymi Trumps, og Rudy Giuliani, einkalögmanni Trumps, og krafið þau um meira en milljarð dala hvort. Vert er að benda á að engar sannanir um þetta meinta samsæri hafa litið dagsins ljós. Í frétt Washington Post segir að nýja kröfur Dominion snúi meðal annars að færslum og myndböndum frá Dan Bongino, sem er áhrifamikill hægri sinnaður útvarpsmaður og álitsgjafi, Maríu Bartiromo þáttastjórnanda Fox News, Mike Lindell umdeildum forstjóra MyPillow og Sydney Powell. Sömuleiðis snúa kröfurnar að Fox, One America News Network, Newsmax og Donald Trump á Twitter. Í kröfubréfunum kemur fram að fyrirtækið muni kæra fleiri aðila á næstunni. Starfsmenn Facebook, Twitter og YouTube hafa fjarlægt fjölda færsla og myndbanda sem brjóta gegn skilmálum miðlanna um kosningatengdar rangfærslur frá því í nóvember en það hefur skilað misgóðum árangri. Parler er í raun ekki lengur á netinu eftir að Amazon, Apple og Google hættu að þjónusta miðilinn vegna brot á skilmálum fyrirtækjanna varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þáttastjórnandinn gekk á brott Mike Lindell, sem hefur ítrekað borið fram ásakanir um kosningasvik, var í vikunni í viðtalið í beinni útsendingu hjá Newsmax. Þar stóð til að tala um af hverju Twitter hefði lokað á hann og útskúfunarmenningu (e. cancel culture). Lindell vildi þó ekki hætta að staðhæfa að kosningavélar Dominion hefðu verið notaðar til að svindla á Trump og á endanum gekk annar þáttastjórnandinn úr setti. Nýlegar kröfur Dominion snúa bæði að Newsmax og Lindell. Newsmax invites Mike Lindell, who advocated for a coup and spews dangerous conspiracy theories, on air. It didn't go well. pic.twitter.com/6xzSgXlHua— Jason Campbell (@JasonSCampbell) February 2, 2021
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira