Kicker: Ekki eins góður og Liverpool menn halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 09:30 Ozan Kabak verður í sviðsljósinu í leikjum Liverpool á næstunni. Hversu góður er strákurinn? Getty/Andrew Powell Það verður mikil pressa á hinum unga Tyrkja Ozan Kabak þegar hann klæðist Liverpool treyjunni í fyrsta sinn. Væntanlega verður það á móti Manchester City um helgina. Liverpool hefur verið að leita að miðverði til að fylla í skarð hins meidda Virgil van Dijk og ákvað að veðja á ungan og skapmikinn Tyrkja. Ozan Kabak talaði sjálfur um hrifningu sína af Virgil van Dijk og að Hollendingurinn hafi ráðið mestu um mikinn áhuga hans á að koma til Liverpool en þarna er kannski strax kominn ósanngjarn samanburður. Í öllum miðvarðarvandræðum Liverpool er líklegt að Jürgen Klopp þurfi að henda Ozan Kabak strax út í djúpu laugina. Þrátt fyrir ungan aldur þá er Kabak þegar búinn að spila 55 leiki í þýsku deildinni. Það eru samt einhverjir spekingar sem hafa varað Liverpool við því að Kabak sé kannski ekki eins góður og þeir og margir aðrir halda að hann sé. 'He's not as good as Liverpool are led to believe...' https://t.co/9o6uVju9GN— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 5, 2021 Samanburður við Virgil van Dijk strax í upphafi er engum til góðs og þá hafa liðin sem hann hefur spilað með í Þýskalandi fallið úr deildinni. Stuttgart féll og Schalke liðið er svo gott sem fallið líka. Samkvæmt umfjöllun í þýska stórblaðinu Kicker þá er ýjað að því að Liverpool hafi kannski verið að kaupa köttinn í sekknum. Ozan Kabak var einu sinni orðaður við Bayern München en þýska stórliðið missti áhugann á leikmanninum þegar útsendarar þess skoðuðu hann betur. Þetta hefur líka verið erfitt tímabil fyrir Ozan Kabak, hann var að spila í lélegustu vörninni í lélegasta liði deildarinnar og endaði í fjögurra leikja banni fyrr í vetur fyrir að hrækja á mótherja. Hann er með allt annað en góða meðaleinkunn hjá Kicker í vetur. Á móti kemur voru vandræðin og vesenið á Schalke ekki að hjálpa ungum leikmanni og hver veit nema að Jürgen Klopp takist að gera háklassa leikmann úr honum eins og svo svo mörgum öðrum í gegnum tíðina. Stuðningsmenn Liverpool halda í þá von þrátt fyrir svolítið sláandi dóm Kicker. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Liverpool hefur verið að leita að miðverði til að fylla í skarð hins meidda Virgil van Dijk og ákvað að veðja á ungan og skapmikinn Tyrkja. Ozan Kabak talaði sjálfur um hrifningu sína af Virgil van Dijk og að Hollendingurinn hafi ráðið mestu um mikinn áhuga hans á að koma til Liverpool en þarna er kannski strax kominn ósanngjarn samanburður. Í öllum miðvarðarvandræðum Liverpool er líklegt að Jürgen Klopp þurfi að henda Ozan Kabak strax út í djúpu laugina. Þrátt fyrir ungan aldur þá er Kabak þegar búinn að spila 55 leiki í þýsku deildinni. Það eru samt einhverjir spekingar sem hafa varað Liverpool við því að Kabak sé kannski ekki eins góður og þeir og margir aðrir halda að hann sé. 'He's not as good as Liverpool are led to believe...' https://t.co/9o6uVju9GN— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 5, 2021 Samanburður við Virgil van Dijk strax í upphafi er engum til góðs og þá hafa liðin sem hann hefur spilað með í Þýskalandi fallið úr deildinni. Stuttgart féll og Schalke liðið er svo gott sem fallið líka. Samkvæmt umfjöllun í þýska stórblaðinu Kicker þá er ýjað að því að Liverpool hafi kannski verið að kaupa köttinn í sekknum. Ozan Kabak var einu sinni orðaður við Bayern München en þýska stórliðið missti áhugann á leikmanninum þegar útsendarar þess skoðuðu hann betur. Þetta hefur líka verið erfitt tímabil fyrir Ozan Kabak, hann var að spila í lélegustu vörninni í lélegasta liði deildarinnar og endaði í fjögurra leikja banni fyrr í vetur fyrir að hrækja á mótherja. Hann er með allt annað en góða meðaleinkunn hjá Kicker í vetur. Á móti kemur voru vandræðin og vesenið á Schalke ekki að hjálpa ungum leikmanni og hver veit nema að Jürgen Klopp takist að gera háklassa leikmann úr honum eins og svo svo mörgum öðrum í gegnum tíðina. Stuðningsmenn Liverpool halda í þá von þrátt fyrir svolítið sláandi dóm Kicker.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira