„Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 21:31 Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir eru meðal þeirra foreldra sem segja sögu sína á þættinum Líf dafnar. Líf dafnar Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. „Um leið og við tókum ákvörðunina að fara þessa leið þá var eins og allir bakpokarnir dyttu af og maður var bara léttur, bara frjáls. Okei ég þarf ekki að fara í gegnum þetta helvíti sem ófrjósemin er og öll þessi meðferð er ógeð.“ Gekk í hringi Það ferli tók þrjú ár í viðbót, svo þegar símtalið loksins kom var það tilfinningaþrungin stund. Selma var í vinnunni á leikskólanum þegar Kristinn frá Íslenskri ættleiðingu hringdi og sagði henni að nú væri komið að þessu, það væri búið að finna barn fyrir þau barn í Tékklandi. „Ég fæ gæsahúð að tala um þetta,“ segir Selma. Þau sögðu sína sögðu í fimmta þættinum af Líf dafnar sem sýndur var í gær. Selma brast í grát þegar símtalið kom og lét Steina strax vita að þau þyrftu að mæta upp á íslenska ættleiðingu að skrifa undir pappíra. „Ég sagði já allt í lagi, á nærbuxunum og ég labbaði bara hringinn í kringum íbúðina. Bara örugglega svona tíu sinnum. Ég fór í bolinn öfugt og vissi ekkert hvað væri að gerast,“ rifjar Steini upp. Óraunverulegt augnablik Þau segja bæði að þegar þau fengu að sjá mynd af barninu sínu í fyrsta skipti, hafi tengingin myndast. „Ég fann þegar ég horfði á myndina, ég hef aldrei hitt hann, en ég elska þetta barn svo mikið og ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn.“ Steini segir að þau hafi á þessari stund orðið fjölskylda. Þau höfðu samt á þessum tímapunkti aldrei hitt barnið sitt, tveggja ára dreng frá Tékklandi. Þau deildu myndböndum frá því þegar þau hittu hann í fyrsta skiptið í þættinum og augnablikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. „Hann var svo hlédrægur og feiminn og labbar náttúrulega löturhægt og skilur ekkert hvað er að gerast. Mér fannst þetta svo óraunverulegt,“ segir Selma. „Ef þessi vídeó væru ekki til þá myndi ég ekki muna neitt eftir þessu,“ segir Steini. Hægt er að heyra brot af þeirra sögu í spilaranum hér fyrir neðan. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni. Líf dafnar eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudögum og koma samhliða því textaðir og ótextaðir inn á Stöð 2+. Klippa: Líf dafnar - Steinn og Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland. Kviknar Líf dafnar Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Um leið og við tókum ákvörðunina að fara þessa leið þá var eins og allir bakpokarnir dyttu af og maður var bara léttur, bara frjáls. Okei ég þarf ekki að fara í gegnum þetta helvíti sem ófrjósemin er og öll þessi meðferð er ógeð.“ Gekk í hringi Það ferli tók þrjú ár í viðbót, svo þegar símtalið loksins kom var það tilfinningaþrungin stund. Selma var í vinnunni á leikskólanum þegar Kristinn frá Íslenskri ættleiðingu hringdi og sagði henni að nú væri komið að þessu, það væri búið að finna barn fyrir þau barn í Tékklandi. „Ég fæ gæsahúð að tala um þetta,“ segir Selma. Þau sögðu sína sögðu í fimmta þættinum af Líf dafnar sem sýndur var í gær. Selma brast í grát þegar símtalið kom og lét Steina strax vita að þau þyrftu að mæta upp á íslenska ættleiðingu að skrifa undir pappíra. „Ég sagði já allt í lagi, á nærbuxunum og ég labbaði bara hringinn í kringum íbúðina. Bara örugglega svona tíu sinnum. Ég fór í bolinn öfugt og vissi ekkert hvað væri að gerast,“ rifjar Steini upp. Óraunverulegt augnablik Þau segja bæði að þegar þau fengu að sjá mynd af barninu sínu í fyrsta skipti, hafi tengingin myndast. „Ég fann þegar ég horfði á myndina, ég hef aldrei hitt hann, en ég elska þetta barn svo mikið og ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn.“ Steini segir að þau hafi á þessari stund orðið fjölskylda. Þau höfðu samt á þessum tímapunkti aldrei hitt barnið sitt, tveggja ára dreng frá Tékklandi. Þau deildu myndböndum frá því þegar þau hittu hann í fyrsta skiptið í þættinum og augnablikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. „Hann var svo hlédrægur og feiminn og labbar náttúrulega löturhægt og skilur ekkert hvað er að gerast. Mér fannst þetta svo óraunverulegt,“ segir Selma. „Ef þessi vídeó væru ekki til þá myndi ég ekki muna neitt eftir þessu,“ segir Steini. Hægt er að heyra brot af þeirra sögu í spilaranum hér fyrir neðan. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni. Líf dafnar eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudögum og koma samhliða því textaðir og ótextaðir inn á Stöð 2+. Klippa: Líf dafnar - Steinn og Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Kviknar Líf dafnar Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira