NBA dagsins: Þristapásan virkar vel á gríska undrið Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 15:31 Giannis Antetokounmpo er óárennilegur. Hann nýtti skotin sín vel í nótt og hefur sleppt því að reyna sig utan þriggja stiga línunnar eftir að hafa klikkað á fjórum þristum gegn Charlotte Hornets í síðustu viku. Getty/Jared C. Tilton Þjálfari Milwaukee Bucks þvertekur fyrir að hafa bannað Giannis Antetokounmpo að taka þriggja stiga skot en í fyrsta sinn á ferli sínum hjá Bucks hefur Grikkinn nú spilað tvo leiki í röð án þess að reyna eitt einasta slíkt skot. Báðir leikirnir hafa unnist en Antetokounmpo skilaði þrefaldri tvennu fyrir Bucks í nótt, í þremur leikhlutum, í 130-110 sigri á Indiana Pacers. Svipmyndir úr leiknum má sjá í NBA dagsins hér að neðan ásamt tíu bestu tilþrifum næturinnar, úr þeim tíu leikjum sem fram fóru, og fleira til. Klippa: NBA dagsins 4. febrúar Antetokounmpo er vissulega þekktari fyrir að ráðast að körfunni en hefur vanalega tekið fáein þriggja stiga skot líka í hverjum leik. Eitthvað virðist hafa breyst eftir að hann klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum gegn Charlotte Hornets í síðustu viku því síðan þá hefur hann ekki reynt slíkt skot. Eins og sjá má í tilþrifunum hér að neðan var Antetokounmpo með allt á hreinu gegn Indiana en hann skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann klikkaði aðeins á einu skoti úr opnum leik. Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 122-116 sigri Dallas Mavericks á Atlanta Hawks, þar sem Luka Doncic gerði gæfumuninn en hann skoraði 27 stig og átti 14 stoðsendingar fyrir Dallas. Einnig má sjá úr leik Washington Wizards og Miami Heat en Washington er að rétta úr kútnum og vann 103-100 sigur þar sem Bradley Beal skoraði 32 stig. Hann hefur nú skorað 25 stig eða meira í hverjum leik í 17 leikjum í röð, sem er besta byrjun á leiktíð síðan hjá Michael Jordan leiktíðina 1988-89. NBA dagsins má sjá hér að ofan. Bradley Beal has 17-straight games with 25+ points That s the most to start a season since Michael Jordan in 1988-89. pic.twitter.com/NufBcax2Av— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021 NBA Tengdar fréttir Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. 4. febrúar 2021 07:31 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Báðir leikirnir hafa unnist en Antetokounmpo skilaði þrefaldri tvennu fyrir Bucks í nótt, í þremur leikhlutum, í 130-110 sigri á Indiana Pacers. Svipmyndir úr leiknum má sjá í NBA dagsins hér að neðan ásamt tíu bestu tilþrifum næturinnar, úr þeim tíu leikjum sem fram fóru, og fleira til. Klippa: NBA dagsins 4. febrúar Antetokounmpo er vissulega þekktari fyrir að ráðast að körfunni en hefur vanalega tekið fáein þriggja stiga skot líka í hverjum leik. Eitthvað virðist hafa breyst eftir að hann klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum gegn Charlotte Hornets í síðustu viku því síðan þá hefur hann ekki reynt slíkt skot. Eins og sjá má í tilþrifunum hér að neðan var Antetokounmpo með allt á hreinu gegn Indiana en hann skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann klikkaði aðeins á einu skoti úr opnum leik. Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 122-116 sigri Dallas Mavericks á Atlanta Hawks, þar sem Luka Doncic gerði gæfumuninn en hann skoraði 27 stig og átti 14 stoðsendingar fyrir Dallas. Einnig má sjá úr leik Washington Wizards og Miami Heat en Washington er að rétta úr kútnum og vann 103-100 sigur þar sem Bradley Beal skoraði 32 stig. Hann hefur nú skorað 25 stig eða meira í hverjum leik í 17 leikjum í röð, sem er besta byrjun á leiktíð síðan hjá Michael Jordan leiktíðina 1988-89. NBA dagsins má sjá hér að ofan. Bradley Beal has 17-straight games with 25+ points That s the most to start a season since Michael Jordan in 1988-89. pic.twitter.com/NufBcax2Av— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021
NBA Tengdar fréttir Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. 4. febrúar 2021 07:31 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. 4. febrúar 2021 07:31