Framtíðin er björt – gerum þetta saman! Ágúst Bjarni Garðarsson, Lovísa Traustadóttir og Ó. Ingi Tómasson skrifa 3. febrúar 2021 17:00 Það var dapurlegt að lesa grein varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa flokksins í skipulags- og byggingarráði um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Grein sem hann síðan fylgdi eftir með útvarpsviðtali á Bylgjunni. Það sem einkennir málflutning Samfylkingarinnar er að hér sé ekkert að gerast og hringlandaháttur í vinnubrögðum meirihlutans sé ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði. Við skulum vera sanngjörn og segja: sú þróun er ekki góð. En hver er ástæðan og hvað er framundan? Förum yfir nokkur atriði. Nýbyggingarsvæði Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í Skarðshlíð undanfarið og ætla má að síðustu lóðunum í því hverfi verði úthlutað á fundi bæjarráðs í næstu viku. Hverfið sem er í jaðri upplands Hafnarfjarðar í skjólsælum hlíðum á móti suðri verður að okkar mati eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins innan fárra ára. Fyrsta fjölbýlishúsið fór nýverið í sölu og seldust allar íbúðir upp á nokkrum dögum. Nýbyggingarsvæði í Hafnarfirði eru samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Hafnarfjarðar; Hamranes, Ásland 4 og 5 og Vatnshlíð. Samþykkt hefur verið að hefja vinnu við deiliskipulag Áslands 4 og 5, þar sem gert er ráð fyrir góðri blöndu húsnæðis. Eins og við flest vitum, en virðist því miður ítrekað koma fulltrúum Samfylkingarinnar sérstaklega á óvart, var forsenda uppbyggingar á þessum svæðum niðurrif Hamraneslínu. Samkomulag við Landsnet gerði ráð fyrir að niðurrifi línanna yrði lokið árið 2018, en ekkert varð að þeim áformum vegna kæru umhverfissamtaka og niðurfellingu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála á framkvæmdaleyfi á Lyklafellslínu. Með samkomulagi bæjarins við Landsnet var Hamraneslína flutt til bráðabirgða frá jaðri Skarðshlíðar og nýbyggingarsvæðinu í Hamranesi. Hófust þeir flutningar um mitt ár 2019. Nú standa yfir framkvæmdir við gatnagerð í Hamranesi, þar sem nú þegar búið er að úthluta lóðum undir 298 íbúðir og veita lóðarvilyrði fyrir um 900 íbúðum. Þessi fjöldi íbúða þýðir fjölgun um 3000 íbúa – bara á þessu nýbyggingarsvæði og munu byggingaframkvæmdir hefjist á vormánuðum. Við þetta má bæta að framkvæmdum við Ásvallabraut mun ljúka á þessu ári sem verður mikil samgöngubót fyrir okkur Hafnfirðinga og þá sérstaklega nýja og væntanlega íbúa þessara hverfa. Hraun vestur – þétting byggðar Fulltrúa Samfylkingarinnar láðist af einhverjum ástæðum að minnast á þá uppbyggingu sem nú er að hefjast við Hraun vestur - Gjótur. Þar er fyrirhuguð byggð, 490 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Aðal- og deiliskipulag liggur fyrir og gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist nú á vormánuðum. Hvers vegna minnist fulltrúi Samfylkingarinnar ekki einu orði á þessa kröftugu uppbygginu sem þar er að hefjast og á svæði sem er á besta stað við samgönguás Borgarlínunnar? Gæti það verið vegna þess að Samfylkingin hefur ítrekað lagst gegn uppbyggingu á svæðinu og greitt atkvæði gegn málinu? Það er von að spurt sé. Önnur þéttingarverkefni fara í úthlutun þegar skipulag liggur fyrir og má þar sérstaklega nefna Hjallabraut og Hlíðarbraut, en gera má ráð fyrir að þær lóðir verði mjög eftirsóttar. Dvergsreiturinn svokallaði er í einkaeigu og eru lóðarhafar nú að vinna að fullnaðarteikningum í samræmi við þá áætlun sem kynnt hefur verið bæjaryfirvöldum og tekið hefur verið fyrir á fundum bæjarráðs. Förum rétt með staðreyndir Það er ekki góð þróun að röngum upplýsingum sé stöðugt veifað framan í bæjarbúa. Nú er mál að linni og hægt er að fullyrða að bæjarbúar munu sjá afrakstur mikillar vinnu þessa kjörtímabils á næstu mánuðum líkt og farið hefur verið yfir hér að ofan. Íbúum mun fjölga verulega og falleg hverfi byggjast upp. Gerum þetta nú saman – bæjarfélaginu okkar og samfélaginu hér til heilla. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Lovísa Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingarráði Ó. Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að lesa grein varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa flokksins í skipulags- og byggingarráði um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Grein sem hann síðan fylgdi eftir með útvarpsviðtali á Bylgjunni. Það sem einkennir málflutning Samfylkingarinnar er að hér sé ekkert að gerast og hringlandaháttur í vinnubrögðum meirihlutans sé ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði. Við skulum vera sanngjörn og segja: sú þróun er ekki góð. En hver er ástæðan og hvað er framundan? Förum yfir nokkur atriði. Nýbyggingarsvæði Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í Skarðshlíð undanfarið og ætla má að síðustu lóðunum í því hverfi verði úthlutað á fundi bæjarráðs í næstu viku. Hverfið sem er í jaðri upplands Hafnarfjarðar í skjólsælum hlíðum á móti suðri verður að okkar mati eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins innan fárra ára. Fyrsta fjölbýlishúsið fór nýverið í sölu og seldust allar íbúðir upp á nokkrum dögum. Nýbyggingarsvæði í Hafnarfirði eru samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Hafnarfjarðar; Hamranes, Ásland 4 og 5 og Vatnshlíð. Samþykkt hefur verið að hefja vinnu við deiliskipulag Áslands 4 og 5, þar sem gert er ráð fyrir góðri blöndu húsnæðis. Eins og við flest vitum, en virðist því miður ítrekað koma fulltrúum Samfylkingarinnar sérstaklega á óvart, var forsenda uppbyggingar á þessum svæðum niðurrif Hamraneslínu. Samkomulag við Landsnet gerði ráð fyrir að niðurrifi línanna yrði lokið árið 2018, en ekkert varð að þeim áformum vegna kæru umhverfissamtaka og niðurfellingu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála á framkvæmdaleyfi á Lyklafellslínu. Með samkomulagi bæjarins við Landsnet var Hamraneslína flutt til bráðabirgða frá jaðri Skarðshlíðar og nýbyggingarsvæðinu í Hamranesi. Hófust þeir flutningar um mitt ár 2019. Nú standa yfir framkvæmdir við gatnagerð í Hamranesi, þar sem nú þegar búið er að úthluta lóðum undir 298 íbúðir og veita lóðarvilyrði fyrir um 900 íbúðum. Þessi fjöldi íbúða þýðir fjölgun um 3000 íbúa – bara á þessu nýbyggingarsvæði og munu byggingaframkvæmdir hefjist á vormánuðum. Við þetta má bæta að framkvæmdum við Ásvallabraut mun ljúka á þessu ári sem verður mikil samgöngubót fyrir okkur Hafnfirðinga og þá sérstaklega nýja og væntanlega íbúa þessara hverfa. Hraun vestur – þétting byggðar Fulltrúa Samfylkingarinnar láðist af einhverjum ástæðum að minnast á þá uppbyggingu sem nú er að hefjast við Hraun vestur - Gjótur. Þar er fyrirhuguð byggð, 490 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Aðal- og deiliskipulag liggur fyrir og gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist nú á vormánuðum. Hvers vegna minnist fulltrúi Samfylkingarinnar ekki einu orði á þessa kröftugu uppbygginu sem þar er að hefjast og á svæði sem er á besta stað við samgönguás Borgarlínunnar? Gæti það verið vegna þess að Samfylkingin hefur ítrekað lagst gegn uppbyggingu á svæðinu og greitt atkvæði gegn málinu? Það er von að spurt sé. Önnur þéttingarverkefni fara í úthlutun þegar skipulag liggur fyrir og má þar sérstaklega nefna Hjallabraut og Hlíðarbraut, en gera má ráð fyrir að þær lóðir verði mjög eftirsóttar. Dvergsreiturinn svokallaði er í einkaeigu og eru lóðarhafar nú að vinna að fullnaðarteikningum í samræmi við þá áætlun sem kynnt hefur verið bæjaryfirvöldum og tekið hefur verið fyrir á fundum bæjarráðs. Förum rétt með staðreyndir Það er ekki góð þróun að röngum upplýsingum sé stöðugt veifað framan í bæjarbúa. Nú er mál að linni og hægt er að fullyrða að bæjarbúar munu sjá afrakstur mikillar vinnu þessa kjörtímabils á næstu mánuðum líkt og farið hefur verið yfir hér að ofan. Íbúum mun fjölga verulega og falleg hverfi byggjast upp. Gerum þetta nú saman – bæjarfélaginu okkar og samfélaginu hér til heilla. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Lovísa Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingarráði Ó. Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun