Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2021 07:48 Ekkert hafði sést til Freyju síðan á fimmtudagkvöld. Getty Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. Ekstrabladet segir frá þessu og vísar í tilkynningu frá lögreglu. Lögregla lýsti í gær eftir hinni 43 ára Freyju Egilsdóttur sem búsett hefur verið í Malling, suður af Árósum, á Jótlandi. Búið er að upplýsa fjölskyldu Freyju um andlátið. DV segir frá því að Freyja hafi búið í Danmörku um árabil og stofnað til fjölskyldu þar í landi. Ekkert hafði sést til Freyju síðan á fimmtudagkvöld. Lögregla á Austur-Jótlandi segir frá því að líkamsleifar hafi svo fundist á og við heimili hennar í Veilgårdsparken í Malling. Den 43-årige kvinde, der blev efterlyst i går, er med stor sandsynlighed fundet dræbt på sin bopæl i Malling. Hendes 51-årige tidligere samlever er anholdt og sigtet for manddrab. Han bliver kl. 09.30 fremstillet i grundlovsforhør i Aarhus: https://t.co/S3bdYW1uXl #politidk pic.twitter.com/erzNPzLlhU— Østjyllands Politi (@OjylPoliti) February 3, 2021 Í tilkynningu lögreglu segir að fyrrverandi sambýlismaður hennar hafi verið handtekinn í gærmorgun. Hann var svo færður fyrir dómara í Árósum nú í morgun þar sem farið verður fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald. Réttarmeinarannsókn fer fram í dag. Maðurinn hafði sjálfur tilkynnt lögreglu um hvarf konunnar á þriðjudagsmorguninn, en fljótt fór grunur lögreglu að beinast að manninum og var hann þá handtekinn. Tilkynnt um veikindi í smáskilaboðum Lögreglustjórinn Michael Kjeldgaard segist í samtali við Ritzau ekki geta upplýst um hvort maðurinn játi eða neiti sök í málinu. Hann getur sömuleiðis ekki upplýst um mögulegar ástæður morðsins. Sömuleiðis sé verið að rannsaka hvenær konan hafi verið ráðinn bani. Danskir fjölmiðlar greina frá því að konan hafi starfað á öldrunarheimili í bænum Odder. Smáskilaboð hafi borist til vinnuveitenda á laugardaginn þar sem hún tilkynnt var um veikindi. Þó sé óljóst hvort hún hafi raunverulega sent umrædd skilaboð. Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Íslendingar erlendis Morð í Malling Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ekstrabladet segir frá þessu og vísar í tilkynningu frá lögreglu. Lögregla lýsti í gær eftir hinni 43 ára Freyju Egilsdóttur sem búsett hefur verið í Malling, suður af Árósum, á Jótlandi. Búið er að upplýsa fjölskyldu Freyju um andlátið. DV segir frá því að Freyja hafi búið í Danmörku um árabil og stofnað til fjölskyldu þar í landi. Ekkert hafði sést til Freyju síðan á fimmtudagkvöld. Lögregla á Austur-Jótlandi segir frá því að líkamsleifar hafi svo fundist á og við heimili hennar í Veilgårdsparken í Malling. Den 43-årige kvinde, der blev efterlyst i går, er med stor sandsynlighed fundet dræbt på sin bopæl i Malling. Hendes 51-årige tidligere samlever er anholdt og sigtet for manddrab. Han bliver kl. 09.30 fremstillet i grundlovsforhør i Aarhus: https://t.co/S3bdYW1uXl #politidk pic.twitter.com/erzNPzLlhU— Østjyllands Politi (@OjylPoliti) February 3, 2021 Í tilkynningu lögreglu segir að fyrrverandi sambýlismaður hennar hafi verið handtekinn í gærmorgun. Hann var svo færður fyrir dómara í Árósum nú í morgun þar sem farið verður fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald. Réttarmeinarannsókn fer fram í dag. Maðurinn hafði sjálfur tilkynnt lögreglu um hvarf konunnar á þriðjudagsmorguninn, en fljótt fór grunur lögreglu að beinast að manninum og var hann þá handtekinn. Tilkynnt um veikindi í smáskilaboðum Lögreglustjórinn Michael Kjeldgaard segist í samtali við Ritzau ekki geta upplýst um hvort maðurinn játi eða neiti sök í málinu. Hann getur sömuleiðis ekki upplýst um mögulegar ástæður morðsins. Sömuleiðis sé verið að rannsaka hvenær konan hafi verið ráðinn bani. Danskir fjölmiðlar greina frá því að konan hafi starfað á öldrunarheimili í bænum Odder. Smáskilaboð hafi borist til vinnuveitenda á laugardaginn þar sem hún tilkynnt var um veikindi. Þó sé óljóst hvort hún hafi raunverulega sent umrædd skilaboð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Íslendingar erlendis Morð í Malling Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira