Bezos hættir sem forstjóri Amazon Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 21:43 Jeff Bezos. Leonard Ortiz/Digital First Media/Orange County Register via Ge Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri stórfyrirtækisins Amazon, hyggst láta af stöðu forstjóra fyrirtækisins. Andy Jassy, yfirmaður skýjavinnslu (e. cloud computing) hjá fyrirtækinu, mun taka við stöðu forstjóra samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Bezos hyggst þó ekki hætta afskiptum af fyrirtækinu, heldur mun hann færast í stöðu stjórnarformanns. New York Times segir Bezos á síðustu árum hafa fjarlægst daglegan rekstur fyrirtækisins, en hann hafi þó komið að honum í auknu mæli eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Virði Amazon hefur farið hækkandi í faraldrinum, enda býður fyrirtækið upp á heimsendingu á ýmiskonar vörum, auk streymisveitu sem hefur vaxið í vinsældum frá því faraldurinn hófst. „Ég tel að hugvitið hjá Amazon hafi aldrei verið meira en nú, sem þýðir að þetta er frábær tími fyrir þessar breytingar,“ er haft eftir Bezos í tilkynningu frá Amazon. Jeff Bezos er, þegar þetta er skrifað, ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Hann er metinn á rúmlega 196 milljarða Bandaríkjadala, eða 25,4 billjónir íslenskra króna. Amazon Bandaríkin Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Andy Jassy, yfirmaður skýjavinnslu (e. cloud computing) hjá fyrirtækinu, mun taka við stöðu forstjóra samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Bezos hyggst þó ekki hætta afskiptum af fyrirtækinu, heldur mun hann færast í stöðu stjórnarformanns. New York Times segir Bezos á síðustu árum hafa fjarlægst daglegan rekstur fyrirtækisins, en hann hafi þó komið að honum í auknu mæli eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Virði Amazon hefur farið hækkandi í faraldrinum, enda býður fyrirtækið upp á heimsendingu á ýmiskonar vörum, auk streymisveitu sem hefur vaxið í vinsældum frá því faraldurinn hófst. „Ég tel að hugvitið hjá Amazon hafi aldrei verið meira en nú, sem þýðir að þetta er frábær tími fyrir þessar breytingar,“ er haft eftir Bezos í tilkynningu frá Amazon. Jeff Bezos er, þegar þetta er skrifað, ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Hann er metinn á rúmlega 196 milljarða Bandaríkjadala, eða 25,4 billjónir íslenskra króna.
Amazon Bandaríkin Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira