„Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. febrúar 2021 20:10 Íslensk hjón sem hafa verið saman í tuttugu ár segja frá því hvernig tantranudd og tantra paranámskeið bjargaði hjónbandi þeirra og gerði kynlífið miklu betra. Getty „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. Vegna barna sinna og fjölskyldu kusu þau að halda nafnleynd í þessu viðtali svo hér eftir verða þau kölluð Ágústa og Andri. Ágústa og Andri hafa verið saman í rúm tuttugu ár og eiga saman þrjú börn sem komin eru á unglingsaldurinn. Fjölskyldan var búsett í Danmörku um tíma og fyrir fimm árum var hjónabandið komið á þann stað að þau upplifðu bæði að því væri ekki bjargað. Þau leituðu sér aðstoðar hjá hjónabandsráðgjafa til þess að fá hjálp til að átta sig á stöðunni og hvert þau væru að stefna sem par. Ágústa: Við vorum búin að vera á slæmum stað í svolítinn tíma þegar við byrjuðum í hjónabandsráðgjöf. Ég var alveg búin að gefa sambandið upp á bátinn en eftir rúmt ár af hjónabandsráðgjöf vantaði bara kynlífið upp á til að komast á góðan stað í sambandinu. Andri: „Já, það vantaði eitthvað nýtt krydd í þetta hjá okkur.“ Ágústa: „Ég var eitthvað búin að týna kynverunni í mér og vinnufélagi minn sagði mér frá því að hann væri að stunda tantranudd til þess að vinna sig í gegnum skilnaðinn sinn. Hann mælti massíft með þessu og þá kveiknaði þessi hugmynd hjá mér.“ Ágústa og Andri ræddu saman um þessa hugmynd að hún myndi prófa að fara í tantranudd sjálf og sjá hvað það gerði fyrir hana. Hún hafði því samband við nuddara sem hún hafði heyrt af og bókaði sér tíma. Ágústa: „Ég ætlaði að hætta við þegar á hólminn var komið en Andri hvatti mig þá til að láta verða af þessu. Ég sé alls ekki eftir því í dag.“ Hvernig leið þér með það að hún væri að fara í þetta nudd, varstu ekkert með neinar efasemdir? Andri: „Nei, mér fannst þetta í rauninni bara mjög spennandi.“ Ágústa ákvað að prófa að fara ein í tantranudd eftir að vinur hennar sem var að ganga í gegnum skilnað mældi með því við hana. Getty Vissi ekki hvað hún var búin að koma sér út í Ágústa ákvað því í fullu samráði við manninn sinn að panta sér tíma hjá tantranuddara og prófa hvað það myndi gera fyrir hana. Hvernig myndir þú lýsa tímanum? Ágústa: „Þetta byrjaði á því að leiðbeinandinn talaði bara við mig og útskýrði allt mjög vel. Hann útskýrði vel að það var ég sem hafði stjórnina og hann myndi ekki gera neitt sem mér þætti óþægilegt. Þetta var mjög mikilvægur partur af ferlinu og samræðurnar stóðu yfir í rúman klukkutíma áður en nuddið hófst. Ég var mjög stressuð þegar ég kom og vissi ekkert út í hvað ég var búin að koma mér. En óttinn hvarf alveg eftir þessar samræður.“ Svo þegar nuddið sjálft byrjaði leið mér bara eins og hann gæfi mér strauma þegar hann var ekki einu sinni að snerta mig. Hann byrjaði á bakinu og svo sneri ég mér við og nuddið hélt áfram. „Nuddarinn var búinn að útskýra fyrir mér hvað Yoni nudd snýst um áður en nuddið byrjaði. En Yoni nudd má þýða sem legganganudd í tantrafræðunum. Hann útskýrði hvernig það færi fram og það væri í raun ekki gert til þess að ná fram fullnægingu. Ég var ekki viss um að ég myndi vilja þiggja Yoni nudd en svo þegar leið á nuddtímann og hann spurði mig, þá ákvað ég að slá til.“ Ég labbaði út úr fyrsta tímanum og leið eins og það stæði á enninu á mér að ég væri kynvera og átti bara erfitt með að hemja mig. Ágústa segir sína fyrstu upplifun af tantranuddi hafa verið mjög sterka og hún hafi fundið fyrir mikilli kynorku sem hafði verið í dvala lengi. Getty Upplifði vellíðan sem lifði í líkamanum lengi eftir nuddið Hvernig var þessi upplifun, stóðst hún þínar væntingar? Ágústa: „Ég hélt að ég yrði svo stressuð en nuddarinn undirbjó mig svo vel undir þetta að ég fann aldrei fyrir neinni pressu og upplifði ekkert stress í sjálfu nuddinu. Þetta var alveg geðveikt. Þetta kveikti kynorku sem var búin að vera í svo miklum dvala mjög lengi.“ Ágústa segist hafa verið mjög afslöppuð en á sama tíma ólgandi af þessari miklu kynorku. Eftir þessa reynslu langaði hana að Andri myndi prófa þetta sjálfur en hann vildi frekar að þau færu saman á námskeið. Varstu aldrei hrædd um að fá fullnægingu í þessari aðstöðu, eða var það kannski í lagi? Ágústa: „Nei, þegar nuddið átti sér stað þá var ég bara ekkert að spá í því. Þegar maður nær að slappa af og njóta augnabliksins þá er þetta rosaleg upplifun. Ekki bara það að maður finnur eitthvað lifna inn í sér sem virtist alveg dautt, heldur er líka verið að nudda staði sem hafa aldrei verið nuddaðir áður og maður upplifir vellíðan sem lifir í líkamanum lengi eftir sjálft nuddið.“ Andri: Já, eftir að hún lýsti upplifun sinni þá fór ég strax að leita að svona tantranámskeiðum fyrir pör. Ég þorði ekki einn. Mér fannst þetta líka vera eitthvað sem mig langaði að upplifa með henni. Varð spenntur en ekki afbrýðisamur Þegar þetta gerðist þá var Andri akkúrat á Íslandi í nokkra daga vinnuferð og segja þau bæði að það hafi reynt á að geta ekki hist strax eftir þessa upplifun Ágústu. Ágústa: „Þetta var mjög erfitt fyrir mig, því að mig langaði bara beint í rúmið, haha!“ Andri: „Það var frekar erfitt að bíða eftir að fá að hitta þessa kynorku sem ég upplifði gegnum símann þegar ég heyrði í henni eftir nuddið.“ Fannst þú ekki fyrir neinni afbrýðisemi Andri? Andri: „Nei, ég fann bara fyrir miklum spenning. Mér fannst þetta allt mjög spennandi og frekar æsandi.“ Bæði Ágústa og Andri segja að langt hafi verið síðan þau höfðu upplifað þessa tilfinningu til hvors annars og því hafi þetta komið mjög á óvart og verið kærkomin tilfinning. Andri sagðist ekki hafa fundið fyrir afbrýðisemi eftir að Ágústa fór í tantranuddið heldur bara spenning að hitta hana aftur. Getty Voruð þið þá ekki spennt að hittast? Ágústa: „Jú, mjög svo. Ég var mjög spennt og aðallega fyrir því að Andri fengi að upplifa það sem ég hafði upplifað.“ Hvernig var svo tilfinningin að hittast þegar Andri kom aftur til Danmerkur? Ágústa: „Þetta voru alveg tveir langir dagar og það var mjög gaman að hittast aftur. Mig langaði svo mikið að hann myndi fá að prófa þessa dásemd.“ Funduð þið strax fyrir mikilli kynorku á milli ykkar? Ágústa: „Já, en ekkert í líkingu við það sem við upplifðum þegar við fórum síðan saman á paranámskeiðið seinna.“ Svífandi á bleiku skýi eftir paranámskeiðið Eftir þetta fóru Andri og Ágústa í það að finna námskeið fyrir pör þar sem hægt var að læra meira um tantra og tantranudd. Þau fundu svo loksins þriggja daga paranámskeið sem haldið var í heimahúsi út í sveit. Á námskeiðinu voru fjögur pör og tantraleiðbeinandi. Hvernig virkaði þetta námskeið? Andri: Þegar við mættum á námskeiðið þá höfðu reyndar öll hin pörin hætt við svo að það var ákveðinn léttir að við værum bara tvö með kennaranum. Við fengum bara deluxe útgáfuna, haha! Ágústa: „Já, sem betur fer eiginlega. Við vorum smá stressuð að þurfa að vera nakin með fjórum dönskum pörum. Námskeiðið átti að vera þrír dagar en þar sem við vorum bara eina parið fengum við tvo heila daga bara fyrir okkur.“ Andri: „Þetta var svona bakhús sem var bara notað fyrir tantrakennslu. Prógrammið snerist um pararáðgjöf og svo var farið í að kenna nuddið. Konan var nudduð fyrri daginn og ég seinni daginn. Fyrir hádegið var þessi pararáðgjöf og eftir hádegið nuddið.“ Voruð þið ekkert stressuð þegar þið mættuð á svæðið? Andri: „Jú, við vorum stressuð þegar við mættum á svæðið en það hvarf samt fljótt. Þetta var bara einn kennari og við, allir allsberir að nuddast, haha.“ Ágústa: „Eða við vorum nakin og kennarinn okkar á nærbuxum. Fyrst vorum við stressuð en svo fór maður bara all-in í þetta og lærðum svo rosalega mikið.“ Andri: „Við fórum heim eftir báða dagana svífandi á einhverju bleiku skýi.“ Á tantra paranámskeiðinu sem þau sóttu lærðu þau meðal annars að nudda hvort annað. Getty Fór beint í að kaupa nuddbekk Hvað var það sem ykkur fannst gerast á milli ykkar ef þið ættuð að reyna að lýsa því? Ágústa: „Ég lærði til dæmis að ég reyni að stjórna í sambandinu okkar án þess að vera meðvituð um það. Svo lærðum við líka hvaða ástartungumál (e. love language) virkar fyrir okkur sem par. Andri þarf til dæmis mikla snertingu á meðan ég þarf meira þjónustu.“ En eftir nuddið hans Andra á sunnudeginum komum við heim og áttum besta kynlíf sem við nokkurn tíma höfum upplifað. Nánd á öðru stigi. Andri: „Já, algjörlega. Við fórum bara beint í það að kaupa nuddbekk!“ Ágústa: „Haha, já Andri dröslaði svo heilum nuddbekk í flugvélina þegar við fluttum heim.“ Fannst ykkur þessi reynsla hafa mikil áhrif á ykkar daglega samband eða samskipti? Ágústa: „Þetta gjörbreytti alveg kynlífinu okkar og það kom meiri naut og leikur inn í sambandið okkar.“ Andri: „Dagleg samskipti hafa í raun alltaf verið fín þetta var mest kannski kynlífstengt. En gott kynlíf smitar auðvitað út í sambandið.“ Ágústa: „Við höfum lært mikið bæði af ráðgjöfinni og tantranu. Ráðgjöfin hefur hjálpað okkur með samskiptin í sambandinu og nuddið hefur gefið okkur ný verkfæri til að leika okkur og prófa hluti sem við höfðum ekkert endilega kynnst annars. Nuddið opnaði í rauninni nýjan heim þar sem maður sér bara líkama sem fallega og maður hættir að einblína á þann hluta líkamans sem er verstur og finnst bara allt í einu allir líkamar fallegir á sinn hátt. Það er allavega mín upplifun.“ Með góðu kynlífi í sambandi þá skipta smáatriðin í sambandinu minna máli. Maður nennir minna að fókusera á að hinn aðilinn skilji alltaf einn hlut eftir þegar hann er að ganga frá og að hinn raði vitlaust í uppþvottavélina. Manni hlakkar bara meira til að vera náin. Bæði tala Ágústa og Andri um jákvæð áhrif tantra á sambandið og þau pæli minna í smáatriðum sem voru kannski áður vandamál. Núna hlakki þeim meira til að finna tíma til að vera náin og njóta hvors annars. Getty Tóku frá fastan tíma fyrir tantranudd einu sinni í viku Hélduð þið áfram í hjónabandsráðgjöf eftir þetta? Andri: Nei, við vorum bara meira í því að æfa okkur heima í tantra og þreifa okkur áfram í þessu. Við tókum frá fastan tíma í hverri viku fyrir nudd þegar krakkarnir voru á æfingum. Skiptist þið á að nudda hvort annað? Andri: „Já, svona nokkurn veginn.“ Ágústa: „já, við reyndum að hafa það til skiptis en svo var allur gangur á þessu. Við byrjuðum bara á venjulegu nuddi en svo fórum við líka í Yoni og Lingam nudd, kannski fórum við of fljótt í það stundum, en það var bara gaman.“ Er nuddið alltaf eins og forleikur fyrir meira kynlíf eða hvernig er þetta hjá ykkur? Ágústa: „Já, samfarir fylgja yfirleitt alltaf með þessu nuddi hjá okkur.“ Andri: „Við höfum allavega ekki getað náð að hemja okkur hingað til en við þyrftum samt að ná að prófa nudd án fullnæginga.“ Fáiði fullnægingu í nuddinu líka? Andri: „Já. Ég hef ekki náð góðri stjórn á því að seinka henni mikið, þarf að æfa mig betur. Það er samt svo mikið build-up og miklu meiri aðdragandi að henni svo að fullnægingin verður miklu kraftmeiri en áður.“ Ágústa: „Það er allur gangur á því hjá mér en yfirleitt fæ ég fullnægingu í nuddinu. En þetta er klárlega mikill munur frá því áður. Þetta build-up hefur rosaleg áhrif á fullnæginguna.“ Í nuddinu er líkaminn vakinn rólega upp og spenna byggist upp sem gerir mun kröftugri fullnægingar. En ég er ekki alveg búin að mastera muninn á fullnægingum sem tappa af orku og þeirri sem skilur orkuna eftir í líkamanum en mér skilst að það sé hægt að læra að mastera það. Gott að eiga eitthvað eftir. Getty Gjöf fyrir sambandið Þremur árum eftir þetta prófuðu Ágústa og Andri að sækja annað tantranámskeið á Englandi og segja þau að það hafi einnig verið mjög góð reynsla. Ágústa: „Þetta er svo ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Stór þáttur í að bjarga sambandinu okkar. Ég upplifði mig svo dauða inn í mér áður. En við þetta urðum við meira skotin í hvoru öðru. Á nýjan máta. Við eigum það til að setja hvort annað svo oft til hliðar í hversdagsleikanum en þessi námskeið hafa klárlega verið gjöf fyrir sambandið okkar.“ Haldiði að fólk á Íslandi sé jafnvel með einhverja fordóma fyrir tantra eða tantranuddi? Andri: „Já, ég hugsa það. Það tengja þetta enn svo margir við tantra þættina á Skjá einum í gamla daga.“ Ágústa: Ég held samt að fordómarnir séu að minnka. Nánustu vinir okkar sem við höfum deilt þessari reynslu með finnst þetta bara áhugavert. Þora ekkert endilega sjálf að stíga skrefið eða finnst þetta kannski ekki vera fyrir þau. Finnst við bara smá skrítin, en á góðan hátt, haha! Getur verið að fólk sé jafnvel hrætt við það að upplifa afbrýðisemi þegar kemur að því að læra nuddið eða fara í nudd til einhvers annars? Andri: „Já, það getur alveg verið. Þetta er auðvitað alveg nýtt. Þú þarft að vera sáttur við það að einhver annar sé að nudda konuna þína og kynfæri hennar, sem er auðvitað alveg stór biti.“ Nú hefur Andri ekki farið í svona nudd hjá einhverjum öðrum en þér. Myndir þú finna fyrir afbrýðisemi ef hann færi einn í svona nudd? Ágústa: „Eftir að ég prófaði þetta sjálf fattaði ég að þetta snýst ekki um nándina á milli nuddarans og mín heldur er einn að gefa og hinn að þiggja. Þetta er bara svo yndisleg upplifun. Mér finnst að allir ættu að prófa að upplifa þetta.“ Kynlíf Rúmfræði Ástin og lífið Tengdar fréttir Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Í gær birtu Makamál viðtal við Magdalenu Hansen eiganda Tantra Temple á Íslandi. Í framhaldi af viðtalinu bauðst Makamálum að finna par til þess að prófa nuddið og taka svo viðtal við þau á eftir um upplifun þeirra. 1. september 2019 20:00 Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun "Tantranudd er alls ekki kynlífsþjónusta“ segir Magdalena Hansen stofnandi Tantra Temple á Íslandi. Hún segir jafnframt að þeim berist oft spurningar frá fólki sem er að leita eftir einhvers konar kynlífsþjónustu en þær berist þó aðallega frá karlmönnum. 31. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Vegna barna sinna og fjölskyldu kusu þau að halda nafnleynd í þessu viðtali svo hér eftir verða þau kölluð Ágústa og Andri. Ágústa og Andri hafa verið saman í rúm tuttugu ár og eiga saman þrjú börn sem komin eru á unglingsaldurinn. Fjölskyldan var búsett í Danmörku um tíma og fyrir fimm árum var hjónabandið komið á þann stað að þau upplifðu bæði að því væri ekki bjargað. Þau leituðu sér aðstoðar hjá hjónabandsráðgjafa til þess að fá hjálp til að átta sig á stöðunni og hvert þau væru að stefna sem par. Ágústa: Við vorum búin að vera á slæmum stað í svolítinn tíma þegar við byrjuðum í hjónabandsráðgjöf. Ég var alveg búin að gefa sambandið upp á bátinn en eftir rúmt ár af hjónabandsráðgjöf vantaði bara kynlífið upp á til að komast á góðan stað í sambandinu. Andri: „Já, það vantaði eitthvað nýtt krydd í þetta hjá okkur.“ Ágústa: „Ég var eitthvað búin að týna kynverunni í mér og vinnufélagi minn sagði mér frá því að hann væri að stunda tantranudd til þess að vinna sig í gegnum skilnaðinn sinn. Hann mælti massíft með þessu og þá kveiknaði þessi hugmynd hjá mér.“ Ágústa og Andri ræddu saman um þessa hugmynd að hún myndi prófa að fara í tantranudd sjálf og sjá hvað það gerði fyrir hana. Hún hafði því samband við nuddara sem hún hafði heyrt af og bókaði sér tíma. Ágústa: „Ég ætlaði að hætta við þegar á hólminn var komið en Andri hvatti mig þá til að láta verða af þessu. Ég sé alls ekki eftir því í dag.“ Hvernig leið þér með það að hún væri að fara í þetta nudd, varstu ekkert með neinar efasemdir? Andri: „Nei, mér fannst þetta í rauninni bara mjög spennandi.“ Ágústa ákvað að prófa að fara ein í tantranudd eftir að vinur hennar sem var að ganga í gegnum skilnað mældi með því við hana. Getty Vissi ekki hvað hún var búin að koma sér út í Ágústa ákvað því í fullu samráði við manninn sinn að panta sér tíma hjá tantranuddara og prófa hvað það myndi gera fyrir hana. Hvernig myndir þú lýsa tímanum? Ágústa: „Þetta byrjaði á því að leiðbeinandinn talaði bara við mig og útskýrði allt mjög vel. Hann útskýrði vel að það var ég sem hafði stjórnina og hann myndi ekki gera neitt sem mér þætti óþægilegt. Þetta var mjög mikilvægur partur af ferlinu og samræðurnar stóðu yfir í rúman klukkutíma áður en nuddið hófst. Ég var mjög stressuð þegar ég kom og vissi ekkert út í hvað ég var búin að koma mér. En óttinn hvarf alveg eftir þessar samræður.“ Svo þegar nuddið sjálft byrjaði leið mér bara eins og hann gæfi mér strauma þegar hann var ekki einu sinni að snerta mig. Hann byrjaði á bakinu og svo sneri ég mér við og nuddið hélt áfram. „Nuddarinn var búinn að útskýra fyrir mér hvað Yoni nudd snýst um áður en nuddið byrjaði. En Yoni nudd má þýða sem legganganudd í tantrafræðunum. Hann útskýrði hvernig það færi fram og það væri í raun ekki gert til þess að ná fram fullnægingu. Ég var ekki viss um að ég myndi vilja þiggja Yoni nudd en svo þegar leið á nuddtímann og hann spurði mig, þá ákvað ég að slá til.“ Ég labbaði út úr fyrsta tímanum og leið eins og það stæði á enninu á mér að ég væri kynvera og átti bara erfitt með að hemja mig. Ágústa segir sína fyrstu upplifun af tantranuddi hafa verið mjög sterka og hún hafi fundið fyrir mikilli kynorku sem hafði verið í dvala lengi. Getty Upplifði vellíðan sem lifði í líkamanum lengi eftir nuddið Hvernig var þessi upplifun, stóðst hún þínar væntingar? Ágústa: „Ég hélt að ég yrði svo stressuð en nuddarinn undirbjó mig svo vel undir þetta að ég fann aldrei fyrir neinni pressu og upplifði ekkert stress í sjálfu nuddinu. Þetta var alveg geðveikt. Þetta kveikti kynorku sem var búin að vera í svo miklum dvala mjög lengi.“ Ágústa segist hafa verið mjög afslöppuð en á sama tíma ólgandi af þessari miklu kynorku. Eftir þessa reynslu langaði hana að Andri myndi prófa þetta sjálfur en hann vildi frekar að þau færu saman á námskeið. Varstu aldrei hrædd um að fá fullnægingu í þessari aðstöðu, eða var það kannski í lagi? Ágústa: „Nei, þegar nuddið átti sér stað þá var ég bara ekkert að spá í því. Þegar maður nær að slappa af og njóta augnabliksins þá er þetta rosaleg upplifun. Ekki bara það að maður finnur eitthvað lifna inn í sér sem virtist alveg dautt, heldur er líka verið að nudda staði sem hafa aldrei verið nuddaðir áður og maður upplifir vellíðan sem lifir í líkamanum lengi eftir sjálft nuddið.“ Andri: Já, eftir að hún lýsti upplifun sinni þá fór ég strax að leita að svona tantranámskeiðum fyrir pör. Ég þorði ekki einn. Mér fannst þetta líka vera eitthvað sem mig langaði að upplifa með henni. Varð spenntur en ekki afbrýðisamur Þegar þetta gerðist þá var Andri akkúrat á Íslandi í nokkra daga vinnuferð og segja þau bæði að það hafi reynt á að geta ekki hist strax eftir þessa upplifun Ágústu. Ágústa: „Þetta var mjög erfitt fyrir mig, því að mig langaði bara beint í rúmið, haha!“ Andri: „Það var frekar erfitt að bíða eftir að fá að hitta þessa kynorku sem ég upplifði gegnum símann þegar ég heyrði í henni eftir nuddið.“ Fannst þú ekki fyrir neinni afbrýðisemi Andri? Andri: „Nei, ég fann bara fyrir miklum spenning. Mér fannst þetta allt mjög spennandi og frekar æsandi.“ Bæði Ágústa og Andri segja að langt hafi verið síðan þau höfðu upplifað þessa tilfinningu til hvors annars og því hafi þetta komið mjög á óvart og verið kærkomin tilfinning. Andri sagðist ekki hafa fundið fyrir afbrýðisemi eftir að Ágústa fór í tantranuddið heldur bara spenning að hitta hana aftur. Getty Voruð þið þá ekki spennt að hittast? Ágústa: „Jú, mjög svo. Ég var mjög spennt og aðallega fyrir því að Andri fengi að upplifa það sem ég hafði upplifað.“ Hvernig var svo tilfinningin að hittast þegar Andri kom aftur til Danmerkur? Ágústa: „Þetta voru alveg tveir langir dagar og það var mjög gaman að hittast aftur. Mig langaði svo mikið að hann myndi fá að prófa þessa dásemd.“ Funduð þið strax fyrir mikilli kynorku á milli ykkar? Ágústa: „Já, en ekkert í líkingu við það sem við upplifðum þegar við fórum síðan saman á paranámskeiðið seinna.“ Svífandi á bleiku skýi eftir paranámskeiðið Eftir þetta fóru Andri og Ágústa í það að finna námskeið fyrir pör þar sem hægt var að læra meira um tantra og tantranudd. Þau fundu svo loksins þriggja daga paranámskeið sem haldið var í heimahúsi út í sveit. Á námskeiðinu voru fjögur pör og tantraleiðbeinandi. Hvernig virkaði þetta námskeið? Andri: Þegar við mættum á námskeiðið þá höfðu reyndar öll hin pörin hætt við svo að það var ákveðinn léttir að við værum bara tvö með kennaranum. Við fengum bara deluxe útgáfuna, haha! Ágústa: „Já, sem betur fer eiginlega. Við vorum smá stressuð að þurfa að vera nakin með fjórum dönskum pörum. Námskeiðið átti að vera þrír dagar en þar sem við vorum bara eina parið fengum við tvo heila daga bara fyrir okkur.“ Andri: „Þetta var svona bakhús sem var bara notað fyrir tantrakennslu. Prógrammið snerist um pararáðgjöf og svo var farið í að kenna nuddið. Konan var nudduð fyrri daginn og ég seinni daginn. Fyrir hádegið var þessi pararáðgjöf og eftir hádegið nuddið.“ Voruð þið ekkert stressuð þegar þið mættuð á svæðið? Andri: „Jú, við vorum stressuð þegar við mættum á svæðið en það hvarf samt fljótt. Þetta var bara einn kennari og við, allir allsberir að nuddast, haha.“ Ágústa: „Eða við vorum nakin og kennarinn okkar á nærbuxum. Fyrst vorum við stressuð en svo fór maður bara all-in í þetta og lærðum svo rosalega mikið.“ Andri: „Við fórum heim eftir báða dagana svífandi á einhverju bleiku skýi.“ Á tantra paranámskeiðinu sem þau sóttu lærðu þau meðal annars að nudda hvort annað. Getty Fór beint í að kaupa nuddbekk Hvað var það sem ykkur fannst gerast á milli ykkar ef þið ættuð að reyna að lýsa því? Ágústa: „Ég lærði til dæmis að ég reyni að stjórna í sambandinu okkar án þess að vera meðvituð um það. Svo lærðum við líka hvaða ástartungumál (e. love language) virkar fyrir okkur sem par. Andri þarf til dæmis mikla snertingu á meðan ég þarf meira þjónustu.“ En eftir nuddið hans Andra á sunnudeginum komum við heim og áttum besta kynlíf sem við nokkurn tíma höfum upplifað. Nánd á öðru stigi. Andri: „Já, algjörlega. Við fórum bara beint í það að kaupa nuddbekk!“ Ágústa: „Haha, já Andri dröslaði svo heilum nuddbekk í flugvélina þegar við fluttum heim.“ Fannst ykkur þessi reynsla hafa mikil áhrif á ykkar daglega samband eða samskipti? Ágústa: „Þetta gjörbreytti alveg kynlífinu okkar og það kom meiri naut og leikur inn í sambandið okkar.“ Andri: „Dagleg samskipti hafa í raun alltaf verið fín þetta var mest kannski kynlífstengt. En gott kynlíf smitar auðvitað út í sambandið.“ Ágústa: „Við höfum lært mikið bæði af ráðgjöfinni og tantranu. Ráðgjöfin hefur hjálpað okkur með samskiptin í sambandinu og nuddið hefur gefið okkur ný verkfæri til að leika okkur og prófa hluti sem við höfðum ekkert endilega kynnst annars. Nuddið opnaði í rauninni nýjan heim þar sem maður sér bara líkama sem fallega og maður hættir að einblína á þann hluta líkamans sem er verstur og finnst bara allt í einu allir líkamar fallegir á sinn hátt. Það er allavega mín upplifun.“ Með góðu kynlífi í sambandi þá skipta smáatriðin í sambandinu minna máli. Maður nennir minna að fókusera á að hinn aðilinn skilji alltaf einn hlut eftir þegar hann er að ganga frá og að hinn raði vitlaust í uppþvottavélina. Manni hlakkar bara meira til að vera náin. Bæði tala Ágústa og Andri um jákvæð áhrif tantra á sambandið og þau pæli minna í smáatriðum sem voru kannski áður vandamál. Núna hlakki þeim meira til að finna tíma til að vera náin og njóta hvors annars. Getty Tóku frá fastan tíma fyrir tantranudd einu sinni í viku Hélduð þið áfram í hjónabandsráðgjöf eftir þetta? Andri: Nei, við vorum bara meira í því að æfa okkur heima í tantra og þreifa okkur áfram í þessu. Við tókum frá fastan tíma í hverri viku fyrir nudd þegar krakkarnir voru á æfingum. Skiptist þið á að nudda hvort annað? Andri: „Já, svona nokkurn veginn.“ Ágústa: „já, við reyndum að hafa það til skiptis en svo var allur gangur á þessu. Við byrjuðum bara á venjulegu nuddi en svo fórum við líka í Yoni og Lingam nudd, kannski fórum við of fljótt í það stundum, en það var bara gaman.“ Er nuddið alltaf eins og forleikur fyrir meira kynlíf eða hvernig er þetta hjá ykkur? Ágústa: „Já, samfarir fylgja yfirleitt alltaf með þessu nuddi hjá okkur.“ Andri: „Við höfum allavega ekki getað náð að hemja okkur hingað til en við þyrftum samt að ná að prófa nudd án fullnæginga.“ Fáiði fullnægingu í nuddinu líka? Andri: „Já. Ég hef ekki náð góðri stjórn á því að seinka henni mikið, þarf að æfa mig betur. Það er samt svo mikið build-up og miklu meiri aðdragandi að henni svo að fullnægingin verður miklu kraftmeiri en áður.“ Ágústa: „Það er allur gangur á því hjá mér en yfirleitt fæ ég fullnægingu í nuddinu. En þetta er klárlega mikill munur frá því áður. Þetta build-up hefur rosaleg áhrif á fullnæginguna.“ Í nuddinu er líkaminn vakinn rólega upp og spenna byggist upp sem gerir mun kröftugri fullnægingar. En ég er ekki alveg búin að mastera muninn á fullnægingum sem tappa af orku og þeirri sem skilur orkuna eftir í líkamanum en mér skilst að það sé hægt að læra að mastera það. Gott að eiga eitthvað eftir. Getty Gjöf fyrir sambandið Þremur árum eftir þetta prófuðu Ágústa og Andri að sækja annað tantranámskeið á Englandi og segja þau að það hafi einnig verið mjög góð reynsla. Ágústa: „Þetta er svo ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Stór þáttur í að bjarga sambandinu okkar. Ég upplifði mig svo dauða inn í mér áður. En við þetta urðum við meira skotin í hvoru öðru. Á nýjan máta. Við eigum það til að setja hvort annað svo oft til hliðar í hversdagsleikanum en þessi námskeið hafa klárlega verið gjöf fyrir sambandið okkar.“ Haldiði að fólk á Íslandi sé jafnvel með einhverja fordóma fyrir tantra eða tantranuddi? Andri: „Já, ég hugsa það. Það tengja þetta enn svo margir við tantra þættina á Skjá einum í gamla daga.“ Ágústa: Ég held samt að fordómarnir séu að minnka. Nánustu vinir okkar sem við höfum deilt þessari reynslu með finnst þetta bara áhugavert. Þora ekkert endilega sjálf að stíga skrefið eða finnst þetta kannski ekki vera fyrir þau. Finnst við bara smá skrítin, en á góðan hátt, haha! Getur verið að fólk sé jafnvel hrætt við það að upplifa afbrýðisemi þegar kemur að því að læra nuddið eða fara í nudd til einhvers annars? Andri: „Já, það getur alveg verið. Þetta er auðvitað alveg nýtt. Þú þarft að vera sáttur við það að einhver annar sé að nudda konuna þína og kynfæri hennar, sem er auðvitað alveg stór biti.“ Nú hefur Andri ekki farið í svona nudd hjá einhverjum öðrum en þér. Myndir þú finna fyrir afbrýðisemi ef hann færi einn í svona nudd? Ágústa: „Eftir að ég prófaði þetta sjálf fattaði ég að þetta snýst ekki um nándina á milli nuddarans og mín heldur er einn að gefa og hinn að þiggja. Þetta er bara svo yndisleg upplifun. Mér finnst að allir ættu að prófa að upplifa þetta.“
Kynlíf Rúmfræði Ástin og lífið Tengdar fréttir Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Í gær birtu Makamál viðtal við Magdalenu Hansen eiganda Tantra Temple á Íslandi. Í framhaldi af viðtalinu bauðst Makamálum að finna par til þess að prófa nuddið og taka svo viðtal við þau á eftir um upplifun þeirra. 1. september 2019 20:00 Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun "Tantranudd er alls ekki kynlífsþjónusta“ segir Magdalena Hansen stofnandi Tantra Temple á Íslandi. Hún segir jafnframt að þeim berist oft spurningar frá fólki sem er að leita eftir einhvers konar kynlífsþjónustu en þær berist þó aðallega frá karlmönnum. 31. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Í gær birtu Makamál viðtal við Magdalenu Hansen eiganda Tantra Temple á Íslandi. Í framhaldi af viðtalinu bauðst Makamálum að finna par til þess að prófa nuddið og taka svo viðtal við þau á eftir um upplifun þeirra. 1. september 2019 20:00
Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun "Tantranudd er alls ekki kynlífsþjónusta“ segir Magdalena Hansen stofnandi Tantra Temple á Íslandi. Hún segir jafnframt að þeim berist oft spurningar frá fólki sem er að leita eftir einhvers konar kynlífsþjónustu en þær berist þó aðallega frá karlmönnum. 31. ágúst 2019 19:15