Martha ætlar að vera skynsamari en eftir sterasprautuna í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 13:01 Martha Hermannsdóttir vonast til að geta byrjað að spila aftur með KA/Þór liðinu eftir fjórar vikur. Skjámynd/S2 Sport Þjálfari KA/Þór var búinn að afskrifa fyrirliða sinn á þessu tímabili en Martha Hermannsdóttir vonast til að það séu bara fjórar vikur í sig. Martha Hermannsdóttir er hvergi nærri hætt í handbolta eins og kom fram á Vísi í morgun. Hún fór betur yfir meiðsli sín í viðtali í Seinni bylgjunni og það að hún ætlar sér að ná úrslitakeppninni með KA/Þór KA/Þór hefur verið án leiðtoga síns í síðustu leikjum en hin 37 ára gamla Martha Hermannsdóttir er farin að hlaupa og vonast til að geta byrjað aftur eftir þrjár til fjórar vikur. „Ég fékk í hælinn í október. Ég missteig mig sem endaði með einhverri bólgu í liðböndunum undir hælnum eða undir ilinni. Ég fór í sterasprautu í desember en byrjaði kannski aðeins of snemma aftur. Ég var á æfingu fyrir jól og þá var eins og ég fengi hníf upp í hælinn aftur. Þá var ég aftur á byrjunarreit,“ sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali í Seinni bylgjunni en það má sjá það hér fyrir neðan. „Ég fór aftur í sprautu fyrir viku og þá sögðu þeir að ég mætti byrja aftur í handbolta eftir svona fjórar vikur. Ég þarf að leyfa þessu að grófa og svoleiðis. Ég er byrjuð að hlaupa aðeins inn á æfingu og ætla bara að vera skynsöm. Vonandi verð ég bara komin aftur á völlinn eftir þrjár eða fjórar vikur,“ sagði Martha. „Andri Snær (Stefánsson, þjálfari KA/Þór) var búinn að segja að Martha yrði ekkert meira með á tímabilinu. Ég veit ekki hverjum skal trúa en það er eitthvað sem segir mér að Martha hafi ekki ætlað að hætta svona,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir umsjónarkona Seinni bylgjunnar þegar skipt var aftur í myndverið eftir viðtalið. „Hún segir líka að hún eigi að hvíla í fjórar vikur en að hún verði mætt eftir svona þrjár til fjórar. Hún er greinilega að fara að koma aftur,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og viðbrögð sérfræðinganna í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Mörthu um meiðslin Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Martha Hermannsdóttir er hvergi nærri hætt í handbolta eins og kom fram á Vísi í morgun. Hún fór betur yfir meiðsli sín í viðtali í Seinni bylgjunni og það að hún ætlar sér að ná úrslitakeppninni með KA/Þór KA/Þór hefur verið án leiðtoga síns í síðustu leikjum en hin 37 ára gamla Martha Hermannsdóttir er farin að hlaupa og vonast til að geta byrjað aftur eftir þrjár til fjórar vikur. „Ég fékk í hælinn í október. Ég missteig mig sem endaði með einhverri bólgu í liðböndunum undir hælnum eða undir ilinni. Ég fór í sterasprautu í desember en byrjaði kannski aðeins of snemma aftur. Ég var á æfingu fyrir jól og þá var eins og ég fengi hníf upp í hælinn aftur. Þá var ég aftur á byrjunarreit,“ sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali í Seinni bylgjunni en það má sjá það hér fyrir neðan. „Ég fór aftur í sprautu fyrir viku og þá sögðu þeir að ég mætti byrja aftur í handbolta eftir svona fjórar vikur. Ég þarf að leyfa þessu að grófa og svoleiðis. Ég er byrjuð að hlaupa aðeins inn á æfingu og ætla bara að vera skynsöm. Vonandi verð ég bara komin aftur á völlinn eftir þrjár eða fjórar vikur,“ sagði Martha. „Andri Snær (Stefánsson, þjálfari KA/Þór) var búinn að segja að Martha yrði ekkert meira með á tímabilinu. Ég veit ekki hverjum skal trúa en það er eitthvað sem segir mér að Martha hafi ekki ætlað að hætta svona,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir umsjónarkona Seinni bylgjunnar þegar skipt var aftur í myndverið eftir viðtalið. „Hún segir líka að hún eigi að hvíla í fjórar vikur en að hún verði mætt eftir svona þrjár til fjórar. Hún er greinilega að fara að koma aftur,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og viðbrögð sérfræðinganna í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Mörthu um meiðslin Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira