Bóluefni: Rúmlega hálfur milljarður frá Íslandi til þróunarríkja Heimsljós 2. febrúar 2021 10:09 Íslensk stjórnvöld hafa lagt um 550 milljónir króna til þróunar, framleiðslu og dreifingar bóluefna við COVID-19 í þróunarríkjum. Íslensk stjórnvöld hafa lagt um 550 milljónir króna til þróunar, framleiðslu og dreifingar bóluefna við COVID-19 í þróunarríkjum, þar af 250 milljónir króna til samstarfs við GAVI um bóluefni til lág- og millitekjuríkja. GAVI er alþjóðlegur sjóður sem hefur það hlutverk að jafna aðgengi að bóluefnum fyrir börn, óháð búsetu og samfélagsstöðu. Frá íslenska framlaginu var skýrt á heimsfundi fjármálaráðherra á dögunum þar sem fjallað var um vanda þróunarríkja sem stafar af heimsfaraldri kórónuveiru og stuðning við þau í baráttu við faraldurinn og afleiðingar hans. „Þar kom skýrt fram að víðtæk bólusetning um allan heim væri arðbær fjárfesting enda forsenda endurreisnar heimsbúskaparins. Að auki hefur Ísland ráðstafað um hálfum milljarði til annarra alþjóðlegra verkefna til að sporna gegn óbeinum áhrifum faraldursins,“ segir í frétt frá fjármálaráðuneytinu. Framlag Íslands til bóluefna vegna COVID-19 byggist á alþjóðlega samstarfinu ACT-Accelerator (Access to Covid-19 Tools) sem hefur að markmiði að flýta þróun, framleiðslu og jöfnum aðgangi að skimunarbúnaði, meðferðum og bóluefni gegn sjúkdómnum. Að samstarfinu standa alþjóðastofnanir, ríkisstjórnir, einkageirinn og frjáls félagasamtök. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa lagt hvað mest til þessa samstarfs, ef litið er til stærðar hagkerfa eða fólksfjölda. Áhersla á jafnt aðgengi ríkja að bóluefnum óháð greiðslugetu Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu um þróun og framleiðslu bóluefnis og jafns aðgengis ríkja óháð greiðslugetu þeirra. Fram kom af hálfu Íslands á fundinum að þótt hér á landi fyndi fólk fyrir margvíslegum áhrifum faraldursins, til að mynda á efnahag landsins, tryggðu sterkir innviðir og góð staða ríkisfjármála varnir og viðspyrnu við honum. Hið sama væri ekki að segja um mörg efnaminni lönd, þar sem mikil söfnun skulda og aukin byrði af völdum þess blasir við vegna COVID-19. Því væri það skylda Íslands að styðja við hnattrænar aðgerðir til að aðstoða og tryggja framgang heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Á fundinum kom fram að allt að 27 milljarða Bandaríkjadala þurfi fyrir lok ársins 2021 frá efnameiri ríkjum til að stemma stigu við skuldasöfnun og aukinni skuldabyrði þróunarríkja vegna beinna og óbeinna áhrifa faraldursins. Til fundarins var boðað af fjármálaráðherrum Noregs og Suður-Afríku og meðal annars var rætt um tæki og tól til þess að afla nægilegra fjármuna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent
Íslensk stjórnvöld hafa lagt um 550 milljónir króna til þróunar, framleiðslu og dreifingar bóluefna við COVID-19 í þróunarríkjum, þar af 250 milljónir króna til samstarfs við GAVI um bóluefni til lág- og millitekjuríkja. GAVI er alþjóðlegur sjóður sem hefur það hlutverk að jafna aðgengi að bóluefnum fyrir börn, óháð búsetu og samfélagsstöðu. Frá íslenska framlaginu var skýrt á heimsfundi fjármálaráðherra á dögunum þar sem fjallað var um vanda þróunarríkja sem stafar af heimsfaraldri kórónuveiru og stuðning við þau í baráttu við faraldurinn og afleiðingar hans. „Þar kom skýrt fram að víðtæk bólusetning um allan heim væri arðbær fjárfesting enda forsenda endurreisnar heimsbúskaparins. Að auki hefur Ísland ráðstafað um hálfum milljarði til annarra alþjóðlegra verkefna til að sporna gegn óbeinum áhrifum faraldursins,“ segir í frétt frá fjármálaráðuneytinu. Framlag Íslands til bóluefna vegna COVID-19 byggist á alþjóðlega samstarfinu ACT-Accelerator (Access to Covid-19 Tools) sem hefur að markmiði að flýta þróun, framleiðslu og jöfnum aðgangi að skimunarbúnaði, meðferðum og bóluefni gegn sjúkdómnum. Að samstarfinu standa alþjóðastofnanir, ríkisstjórnir, einkageirinn og frjáls félagasamtök. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa lagt hvað mest til þessa samstarfs, ef litið er til stærðar hagkerfa eða fólksfjölda. Áhersla á jafnt aðgengi ríkja að bóluefnum óháð greiðslugetu Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu um þróun og framleiðslu bóluefnis og jafns aðgengis ríkja óháð greiðslugetu þeirra. Fram kom af hálfu Íslands á fundinum að þótt hér á landi fyndi fólk fyrir margvíslegum áhrifum faraldursins, til að mynda á efnahag landsins, tryggðu sterkir innviðir og góð staða ríkisfjármála varnir og viðspyrnu við honum. Hið sama væri ekki að segja um mörg efnaminni lönd, þar sem mikil söfnun skulda og aukin byrði af völdum þess blasir við vegna COVID-19. Því væri það skylda Íslands að styðja við hnattrænar aðgerðir til að aðstoða og tryggja framgang heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Á fundinum kom fram að allt að 27 milljarða Bandaríkjadala þurfi fyrir lok ársins 2021 frá efnameiri ríkjum til að stemma stigu við skuldasöfnun og aukinni skuldabyrði þróunarríkja vegna beinna og óbeinna áhrifa faraldursins. Til fundarins var boðað af fjármálaráðherrum Noregs og Suður-Afríku og meðal annars var rætt um tæki og tól til þess að afla nægilegra fjármuna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent