Nýi Liverpool maðurinn í fjögurra leikja bann í vetur fyrir að hrækja á mótherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 09:30 Ozan Kabak í leik með þýska liðinu Schalke 04 á þessu tímabili. Getty/Roland Krivec Miðverðir úr b-deildarliði og verstu vörn þýsku deildarinnar eiga að bjarga málunum fyrir Jürgen Klopp og Liverpool í miðvarðarhallæri félagsins. Liverpool tókst í gær að bæta tveimur miðvörðum við leikmannahópinn sinn á lokadegi félagsskiptagluggans. Liverpool keypti Ben Davies frá enska b-deildarliðinu Preston og fékk svo tyrkneska landsliðsmiðvörðinn Ozan Kabak á láni frá Schalke. Sama kvöld fréttist af því að Joel Matip verði ekkert meira með Liverpool liðinu á tímabilinu en eins og flestir vita þá eru Virgil van Dijk og Joe Gomez ekkert að fara losna af meiðslalistanum á næstunni heldur. Liverpool announce the signing of Ozan Kabak from Schalke on a loan until the end of the season.Liverpool have their defenders pic.twitter.com/14P4WOdUxA— B/R Football (@brfootball) February 1, 2021 Liverpool fékk Ben Davies ódýrt frá Preson eða fyrir tvær milljónir punda. Hann er orðin 25 ára gamall og hefur spilað allan feril sinn hjá Preston liðinu. Klopp viðurkenndi að Liverpool hefði ekki keypt leikmann frá Preson í venjulegu ástandi. Davies hefur verið mjög traustur með Preston liðinu í b-deildinni og þykir mjög yfirvegaður leikmaður. Hann er örfættur og sæmilega fljótur en ekki mikið meira en það. Útsjónarsemi og leiðtogahæfileikar hjálpa honum mikið. Það bendir samt allt til þess að Liverpool hafi fengið hann sem hálfgerðan öryggisventil til að fá örugglega einn miðvörð í þessum glugga. Allt gott sem Ben Davies gerir fyrir Liverpool liðið í vetur mun því koma flestum á óvart enda skrefið stórt að fara frá Preson til Englandsmeistaranna. Jürgen Klopp var aftur á móti búinn að hafa áhuga á Tyrkjanum Ozan Kabak lengi en þessi leikmaður heldur upp á 21 árs afmælið sitt í næsta mánuði. Ozan Kabak hefur vakið talsverða athygli og fengið heilmikið lof í Þýskalandi. Hann var valinn nýliði ársins í þýsku deildinni tímabilið 2018-19 þegar hann spilaði með Stuttgart og hann hefur einnig unnið sér sæti í tyrkneska landsliðinu. Kabak var reyndar á bekknum á móti Íslandi en hefur spilað mikið í síðustu landsleikjum. Ozan Kabak : 20 : Right : Duels won Ben Davies : 25 : Left : Long passesIt looks like they would form a decent duo. pic.twitter.com/nzfGNRnfvh— Squawka Football (@Squawka) February 1, 2021 Málið er hins vegar að Stuttgart liðið féll úr deildinni vorið 2019 og Ozan Kabak fór þaðan til Schalke 04. Schalke liðið er núna neðst í þýsku deildinni og með verstu vörn þýsku Bundesligunnar. Það eru ekki góð meðmæli fyrir miðvörð en honum til varnar þá hefur allt verið í rugli hjá Schalke síðustu misseri og fjármál félagsins í tómu tjóni. Ozan Kabak hefur sagt frá því að fyrirmynd sín sé Van Dijk og hann vildi ólmur komast til Liverpool. Miðað við stöðu mála innan sem utan vallar hjá Schalke þá má alveg líta á þetta sem björgun fyrir þennan efnilega miðvörð. Kabak hefur margt með sér og hann er mjög ungur enn fyrir leikmann í sinni stöðu. Hann hefur fengið viðurnefnið „Tyrkneski veggurinn“ af því að hann er mjög öflugur í einvígum, hvort sem þau eru á jörðu eða í lofti. Það er minna vita um hæfileika hans að spila boltanum upp völlinn enda var það eitthvað sem Schalke liðið gerði ekkert af. Ozan Kabak hefur líka orð á sér að vera mikill skaphundur og það kom líka í ljós fyrr í vetur. Kabak var þá dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að hrækja í átta að Werder Bremen bakverðinum Ludwig Augustinsson. En ef það er eitthvað sem hinn föðurlegi Jürgen Klopp gerir betur en flestir þá er það að búa til réttu kringumstæðurnar fyrir mann eins og Kabak til að blómstra. Kabak hefur hæfileikana og hann hefur tíma til að þroskast. Hann mun hins vegar ekki vera í neinum byrjendatímum ef Klopp þarf að henda honum strax út í djúpu laugina vegna allra meiðslavandræða varnarlínu Liverpool liðsins. "Their recruitment in the last few years has been fantastic"Harry Redknapp doesn't doubt Liverpool's decision to make Kabak & Davies signings #DeadlineDay pic.twitter.com/9FF2do931j— Football Daily (@footballdaily) February 1, 2021 Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Liverpool tókst í gær að bæta tveimur miðvörðum við leikmannahópinn sinn á lokadegi félagsskiptagluggans. Liverpool keypti Ben Davies frá enska b-deildarliðinu Preston og fékk svo tyrkneska landsliðsmiðvörðinn Ozan Kabak á láni frá Schalke. Sama kvöld fréttist af því að Joel Matip verði ekkert meira með Liverpool liðinu á tímabilinu en eins og flestir vita þá eru Virgil van Dijk og Joe Gomez ekkert að fara losna af meiðslalistanum á næstunni heldur. Liverpool announce the signing of Ozan Kabak from Schalke on a loan until the end of the season.Liverpool have their defenders pic.twitter.com/14P4WOdUxA— B/R Football (@brfootball) February 1, 2021 Liverpool fékk Ben Davies ódýrt frá Preson eða fyrir tvær milljónir punda. Hann er orðin 25 ára gamall og hefur spilað allan feril sinn hjá Preston liðinu. Klopp viðurkenndi að Liverpool hefði ekki keypt leikmann frá Preson í venjulegu ástandi. Davies hefur verið mjög traustur með Preston liðinu í b-deildinni og þykir mjög yfirvegaður leikmaður. Hann er örfættur og sæmilega fljótur en ekki mikið meira en það. Útsjónarsemi og leiðtogahæfileikar hjálpa honum mikið. Það bendir samt allt til þess að Liverpool hafi fengið hann sem hálfgerðan öryggisventil til að fá örugglega einn miðvörð í þessum glugga. Allt gott sem Ben Davies gerir fyrir Liverpool liðið í vetur mun því koma flestum á óvart enda skrefið stórt að fara frá Preson til Englandsmeistaranna. Jürgen Klopp var aftur á móti búinn að hafa áhuga á Tyrkjanum Ozan Kabak lengi en þessi leikmaður heldur upp á 21 árs afmælið sitt í næsta mánuði. Ozan Kabak hefur vakið talsverða athygli og fengið heilmikið lof í Þýskalandi. Hann var valinn nýliði ársins í þýsku deildinni tímabilið 2018-19 þegar hann spilaði með Stuttgart og hann hefur einnig unnið sér sæti í tyrkneska landsliðinu. Kabak var reyndar á bekknum á móti Íslandi en hefur spilað mikið í síðustu landsleikjum. Ozan Kabak : 20 : Right : Duels won Ben Davies : 25 : Left : Long passesIt looks like they would form a decent duo. pic.twitter.com/nzfGNRnfvh— Squawka Football (@Squawka) February 1, 2021 Málið er hins vegar að Stuttgart liðið féll úr deildinni vorið 2019 og Ozan Kabak fór þaðan til Schalke 04. Schalke liðið er núna neðst í þýsku deildinni og með verstu vörn þýsku Bundesligunnar. Það eru ekki góð meðmæli fyrir miðvörð en honum til varnar þá hefur allt verið í rugli hjá Schalke síðustu misseri og fjármál félagsins í tómu tjóni. Ozan Kabak hefur sagt frá því að fyrirmynd sín sé Van Dijk og hann vildi ólmur komast til Liverpool. Miðað við stöðu mála innan sem utan vallar hjá Schalke þá má alveg líta á þetta sem björgun fyrir þennan efnilega miðvörð. Kabak hefur margt með sér og hann er mjög ungur enn fyrir leikmann í sinni stöðu. Hann hefur fengið viðurnefnið „Tyrkneski veggurinn“ af því að hann er mjög öflugur í einvígum, hvort sem þau eru á jörðu eða í lofti. Það er minna vita um hæfileika hans að spila boltanum upp völlinn enda var það eitthvað sem Schalke liðið gerði ekkert af. Ozan Kabak hefur líka orð á sér að vera mikill skaphundur og það kom líka í ljós fyrr í vetur. Kabak var þá dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að hrækja í átta að Werder Bremen bakverðinum Ludwig Augustinsson. En ef það er eitthvað sem hinn föðurlegi Jürgen Klopp gerir betur en flestir þá er það að búa til réttu kringumstæðurnar fyrir mann eins og Kabak til að blómstra. Kabak hefur hæfileikana og hann hefur tíma til að þroskast. Hann mun hins vegar ekki vera í neinum byrjendatímum ef Klopp þarf að henda honum strax út í djúpu laugina vegna allra meiðslavandræða varnarlínu Liverpool liðsins. "Their recruitment in the last few years has been fantastic"Harry Redknapp doesn't doubt Liverpool's decision to make Kabak & Davies signings #DeadlineDay pic.twitter.com/9FF2do931j— Football Daily (@footballdaily) February 1, 2021
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira