Handbolti

Annar hver Dani eldri en þriggja ára sá úr­slita­leikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dönsku heimsmeistararnir fögnuðu vel í Egyptalandi í gærkvöld og fram til morguns áður en þeir héldu heim á leið.
Dönsku heimsmeistararnir fögnuðu vel í Egyptalandi í gærkvöld og fram til morguns áður en þeir héldu heim á leið. Getty/Slavko Midzor

Danir fylgdust vel með löndum sínum í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í gærkvöldi er Danmörk vann sitt annað gull í röð á HM.

Í gær höfðu þeir betur gegn Svíþjóð í úrslitaleiknum eftir jafnan og spennandi leik en fyrir tveimur árum rúlluðu þeir yfir Norðmenn á heimavelli í Herning.

Danska þjóðin hefur fylgst vel með heimsmeistaramótinu og danska ríkisútvarpið hefur greint frá því að 2,6 milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í gær.

Leikurinn var bæði sýndur á DR og TV 2 í Danmörku en tölurnar svara til að nærri annar hver sem er eldri en þriggja ára hafi fylgst með leiknum.

Nokkuð bættist í eftir að lokaflautið gall því rúmlega 2,9 milljónir fylgdust með verðlauna afhendingunni og fjörinu að leik loknum.

Danska liðið hélt heim á leið í dag en ekki er hægt að halda neina hátíð fyrir liðið vegna kórónuveirureglna.


Tengdar fréttir

Danir vörðu heims­meistara­titilinn

Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×