Fólki fækkar í Hafnarfirði vegna úrræðaleysis meirihlutans Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 1. febrúar 2021 14:32 Í fyrsta skiptið síðan árið 1939 var fólksfækkun í Hafnarfirði, en íbúum fækkaði um 1% á síðasta ári og á sama tíma fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1.5%. Hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis Ástæðan fyrir fólksfækkuninni er afar hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins voru aðeins 164 íbúðir í byggingu í september 2020. Í bæði Garðabæ og Mosfellsbæ voru yfir 300 íbúðir í byggingu á sama tíma, enda fjölgaði íbúum þar meira en 4% á síðasti ári. Það hefur stundum verið sagt að fólk kjósi með fótunum. Í því ljósi er augljóst að hafnfirskir kjósendur eru að flýja meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Mikil eftirspurn eftir húsnæði Á húsnæðismarkaðnum í Hafnarfirði er meiri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði en framboð. Raunar er staðan svo þröng að Hafnarfjarðarbær nær ekki að nýta fjárheimildir til að kaupa húsnæði til að stytta langa biðlista eftir félagslegu húsnæði. Þéttingaráform út um þúfur Mikið hefur verið rætt um þéttingu byggðar með tilheyrandi áætlunum, skipulagi og kostnaði. Í þeim málum hefur ekkert gerst – ekkert hús verið byggt. Dvergsreiturinn hefur frá síðustu kosningum staðið auður, eins og minnismerki í miðbæ Hafnarfjarðar um aðgerðarleysi meirihlutans í skipulags- og byggingarmálum. Þá eru ótalin fjölmörg dæmi um hringlanda meirihlutans í skipulagsmálum og hvernig málum er þvælt fram og til baka innan kerfisins. Fögur fyrirheit ein og sér byggja ekki íbúðir Fólksfækkun og lítil uppbygging hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fjárhag bæjarins með minnkandi tekjum, enda var fyrsta verk meirihlutans á nýju ári að taka lán. Málflutningur meirihlutans undanfarin ár hefur verið að framtíðin sé björt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en lítið bólar á efndum og alla framtíðarsýn skortir. Tölurnar tala sínu máli og þær segja einfaldlega að Hafnarfjörður er neðstur á listanum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það því miður. Nú þarf að láta verkin tala, blása til sóknar og setja uppbyggingu íbúða í forgang með áherslu á fjölbreytt búsetuform og hagkvæmar íbúðir. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta skiptið síðan árið 1939 var fólksfækkun í Hafnarfirði, en íbúum fækkaði um 1% á síðasta ári og á sama tíma fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1.5%. Hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis Ástæðan fyrir fólksfækkuninni er afar hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins voru aðeins 164 íbúðir í byggingu í september 2020. Í bæði Garðabæ og Mosfellsbæ voru yfir 300 íbúðir í byggingu á sama tíma, enda fjölgaði íbúum þar meira en 4% á síðasti ári. Það hefur stundum verið sagt að fólk kjósi með fótunum. Í því ljósi er augljóst að hafnfirskir kjósendur eru að flýja meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Mikil eftirspurn eftir húsnæði Á húsnæðismarkaðnum í Hafnarfirði er meiri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði en framboð. Raunar er staðan svo þröng að Hafnarfjarðarbær nær ekki að nýta fjárheimildir til að kaupa húsnæði til að stytta langa biðlista eftir félagslegu húsnæði. Þéttingaráform út um þúfur Mikið hefur verið rætt um þéttingu byggðar með tilheyrandi áætlunum, skipulagi og kostnaði. Í þeim málum hefur ekkert gerst – ekkert hús verið byggt. Dvergsreiturinn hefur frá síðustu kosningum staðið auður, eins og minnismerki í miðbæ Hafnarfjarðar um aðgerðarleysi meirihlutans í skipulags- og byggingarmálum. Þá eru ótalin fjölmörg dæmi um hringlanda meirihlutans í skipulagsmálum og hvernig málum er þvælt fram og til baka innan kerfisins. Fögur fyrirheit ein og sér byggja ekki íbúðir Fólksfækkun og lítil uppbygging hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fjárhag bæjarins með minnkandi tekjum, enda var fyrsta verk meirihlutans á nýju ári að taka lán. Málflutningur meirihlutans undanfarin ár hefur verið að framtíðin sé björt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en lítið bólar á efndum og alla framtíðarsýn skortir. Tölurnar tala sínu máli og þær segja einfaldlega að Hafnarfjörður er neðstur á listanum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það því miður. Nú þarf að láta verkin tala, blása til sóknar og setja uppbyggingu íbúða í forgang með áherslu á fjölbreytt búsetuform og hagkvæmar íbúðir. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi í skipulags- og byggingaráði
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar