Innlent

Víðir með skila­boð til sund­lauga­gesta: „Al­gjör ó­þarfi að vera með ó­kur­teisi og leiðindi við starfs­fólk“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, beindi því til gesta í sundlaugum landsins á upplýsingafundi dagsins að fylgja þeim tilmælum og leiðbeiningum sem starfsfólk sundlauganna setur. Algjör óþarfi væri að sýna starfsfólkinu ókurteisi.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, beindi því til gesta í sundlaugum landsins á upplýsingafundi dagsins að fylgja þeim tilmælum og leiðbeiningum sem starfsfólk sundlauganna setur. Algjör óþarfi væri að sýna starfsfólkinu ókurteisi.

Víðir átti lokaorð fundarins og brýndi fyrir almenningi að halda áfram að taka þátt í aðgerðum sem eru í gangi til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Það hefði gengið vel og væri að skila þeim árangri sem hefur náðst en enn væru að berast ábendingar um hluti sem hægt væri að gera betur.

„Ein ábending sem við fengum núna snýr að gestum í sundlaugum og langflestir fylgja auðvitað þeim tilmælum og leiðbeiningum sem starfsmenn sundlauganna setja en það virðist vera dálítið um það að það séu of margir í heitu pottunum miðað við þann fjölda sem er settur,“ sagði Víðir.

Hann bað fólk um að fara eftir þeim tilmælum sem starfsmennirnir væru með.

„Fólk er að reyna að vinna vinnuna sína og fara eftir þeim fyrirmælum sem þeim eru sett af sínum yfirmönnum þannig að það er algjör óþarfi að vera með ókurteisi og leiðindi við starfsfólk sem er að vinna vinnuna sína,“ sagði Víðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×