Lífið

„Erfitt að vera unglingur á þessum viðkvæma aldri og lenda í svona stóru áfalli“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgitta gerði upp ferilinn með Auðunni Blöndal á Stöð 2 í gærkvöldi.
Birgitta gerði upp ferilinn með Auðunni Blöndal á Stöð 2 í gærkvöldi.

Birgitta Haukdal var ein allra vinsælasta poppstjarna landsins í kringum aldamótin og það í nokkur ár. Hún kom ávallt fram með sveit sinni Írafár og voru vinsældirnar það miklar að framleidd var sérstök Birgittu dúkka sem var seld í verslunum Hagkaupa.

Birgitta var gestur Auðuns Blöndal í þáttunum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi.

Í þættinum talar Birgitta um lagið Eldur í mér og hvernig það fjallar um bróður hennar sem lést þegar Birgitta var aðeins fjórtán ára og hann átján ára.

„Ég fékk einhverja útrás í því lagi og hann á svona hlut í því lagi. Við vorum mjög náin og elskuðumst og hötuðumst eins og systkini gera. Það var rosalega erfitt að vera unglingur á þessum viðkvæma aldri og lenda í svona stóru áfalli. Unglingsárin mín mótuðust svolítið af þessu stóra áfall,“ segir Birgitta sem var í raun í sorg þar til hún varð átján ára.

„Það er eiginlega þegar ég fer suður í sönginn. Ég hugsa alltaf til hans þegar ég kem til Húsavíkur og ég held að ég hugsi nánast til hans daglega, hann var stór hluti af mínu lífi.“

Klippa: Erfitt að vera unglingur á þessum viðkvæma aldri og lenda í svona stóru áfalli





Fleiri fréttir

Sjá meira


×