„Í alvöru talað, hvað var þetta Jói?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 12:31 Það var örugglega ekki skemmtilegt fyrir Jónatan Þór Magnússon, þjálfara KA, að horfa aftur á lokakafla leiksins á móti Aftureldingu. Vísir/Hulda Margrét KA-menn buðu mögulega upp á klúður ársins í tapleiknum á móti Aftureldingu í KA-húsinu í síðustu umferð Olís deild karla í handbolta. KA-liðið missti frá sér nánast unnin leik á móti Aftureldingu á dögunum en Seinni bylgjan skoðaði betur hvað var í gangi hjá KA-liðinu á þessum afdrifaríku lokamínútum leiksins. Afturelding vann leikinn 25-24 en bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik eftir langa hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson kallaði eftir viðbrögðum frá sérfræðingum sínum í Seinni bylgjunni sem voru þeir Einar Andri Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson að þessu sinni. „Þá var eins og þetta rauða spjald hafi virkað hrikalega illa á KA-menn því KA missti bara allt niður um sig og ég man ekki eftir öðrum eins viðsnúningi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Einars Andra Einarssonar. Klippa: Seinni bylgjan: Klúður ársins hjá KA „Sem gamall þjálfari núna, þá eru þetta leikir sem maður langar ekki að setjast niður og skoða, klippa og greina. Maður er með unnin leik eftir fimmtíu mínútur og þú útskýrir þetta ekkert,“ sagði Einar Andri. „19-15 í 19-22 eftir rauða spjaldið. Í alvöru talað, hvað var þetta Jói,“ spurði Henry Birgir. „Við sáum þarna mikið bara mörkin sem Afturelding skoraði. Þetta voru mikið hraðaupphlaup og Monsi átti þarna stóran hlut. Ég held að hann hafi skorað fimm mörk í röð. Þú varst að tala um það þegar KA-þjálfararnir fara að klippa þetta þá eiga þeir eftir að verða létt tjúllaðir þegar þeir horfa á þennan kafla. Sóknarlína KA bara hrundi. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir voru 19-15 yfir og voru búnir að vera með forystuna allan tímann. Afturelding var í rosalegum vandræðum og höfðu róterað mikið í sókninni. Þetta var rosalegt ströggl og margir sem voru ekki komnir í gang. KA-menn voru algjörlega með þennan leik í höndunum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Í beinni: Valur - Vardar | Stórlið á Hlíðarenda Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu Sjá meira
KA-liðið missti frá sér nánast unnin leik á móti Aftureldingu á dögunum en Seinni bylgjan skoðaði betur hvað var í gangi hjá KA-liðinu á þessum afdrifaríku lokamínútum leiksins. Afturelding vann leikinn 25-24 en bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik eftir langa hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson kallaði eftir viðbrögðum frá sérfræðingum sínum í Seinni bylgjunni sem voru þeir Einar Andri Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson að þessu sinni. „Þá var eins og þetta rauða spjald hafi virkað hrikalega illa á KA-menn því KA missti bara allt niður um sig og ég man ekki eftir öðrum eins viðsnúningi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Einars Andra Einarssonar. Klippa: Seinni bylgjan: Klúður ársins hjá KA „Sem gamall þjálfari núna, þá eru þetta leikir sem maður langar ekki að setjast niður og skoða, klippa og greina. Maður er með unnin leik eftir fimmtíu mínútur og þú útskýrir þetta ekkert,“ sagði Einar Andri. „19-15 í 19-22 eftir rauða spjaldið. Í alvöru talað, hvað var þetta Jói,“ spurði Henry Birgir. „Við sáum þarna mikið bara mörkin sem Afturelding skoraði. Þetta voru mikið hraðaupphlaup og Monsi átti þarna stóran hlut. Ég held að hann hafi skorað fimm mörk í röð. Þú varst að tala um það þegar KA-þjálfararnir fara að klippa þetta þá eiga þeir eftir að verða létt tjúllaðir þegar þeir horfa á þennan kafla. Sóknarlína KA bara hrundi. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir voru 19-15 yfir og voru búnir að vera með forystuna allan tímann. Afturelding var í rosalegum vandræðum og höfðu róterað mikið í sókninni. Þetta var rosalegt ströggl og margir sem voru ekki komnir í gang. KA-menn voru algjörlega með þennan leik í höndunum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Í beinni: Valur - Vardar | Stórlið á Hlíðarenda Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu Sjá meira