Dóra Björt segir gífuryrði og uppspuna einkenna pólitíkina í borginni Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2021 11:24 Dóra Björt, Líf og Vigdís hafa tekist harkalega á í borgarstjórninni það sem af er kjörtímabils og sér ekki fyrir enda á því. vÍsir/vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir það hafa verið áfall að uppgötva hversu frjálslega „ákveðnir“ stjórmálamenn umgangast sannleikann. „Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna,“ segir Dóra Björt í pistli á Facebook. Útgangspunktur pistils Dóru Bjartar er frétt af því að Bolli Kristinsson kaupmaður hafi beðist afsökunar á rangfærslum sem fram komu í umdeildum myndbandi sem í umræðunni hefur verið beintengt við riffilskot sem fundust í hurð bíls Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Frjálslega farið með sannleikann „Áður en ég kom inn í stjórnmálin gerði ég mér enga grein fyrir hve frjálslega er farið með sannleikann meðal margra þeirra sem best ættu að þekkja til. Ef ég ætti að leiðrétta allt það rugl sem ákveðnir flokkar fleyta af stað í umræðuna gerði ég ekkert annað,“ segir Dóra í pistli sínum. Ekki ætti nokkur maður að þurfa að velkjast í vafa um að flokkarnir sem Dóra vísar til eru þeir sem eru í minnihluta í borginni; Sjálfstæðisflokkur en þó kannski einkum Miðflokkurinn sem Vigdís Hauksdóttir fer fyrir. En Dóra hefur áður sagt að Vigdís umgangist sannleikann frjálslega. Afar grunnt hefur verið á því góða milli Vigdísar og fulltrúa meirihlutans í borginni: Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Vigdís er þulur í myndbandinu sem jafnan er nefnt í sömu andrá og skotin sem fundust í bíl borgarstjórans. Vert er að geta þess að enn hefur ekkert hefur komið fram sem tengir þetta tvennt. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, telur þó að það hljóti að liggja í augum uppi. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ sagði Líf á Twittersíðu sinni. Lygin eyðileggjandi sýking á lýðræðinu Dóra Björt segir jafnframt að reynsla hennar af sveitarstjórnarpólitíkinni hafi reynst sálrænt áfall. „Í raun hef ég farið í gegnum ákveðið sorgarferli við það að horfast í augu við þennan veruleika sem grefur undan lýðræðinu. Það er heilbrigt að takast á um staðreyndir mála og eiga í efnislegum rökræðum. Því miður hefur á þessu kjörtímabili mikið meira farið fyrir gagnrýni í formi gífuryrða og hreins uppspuna.“ Dóra segir að Bolli hafi reyndar bara viðurkennt að hluta ósannindi sem fram komi í áróðursmyndbandinu. Enn sé því haldið fram að Óðinstorg hafi kostað tífalda raunupphæð. Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna. Áður en ég kom inn í stjórnmálin...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Mánudagur, 1. febrúar 2021 „Liggur þó fyrir að þetta áróðursmyndband hefur náð til margra sem þessi leiðrétting mun aldrei komast í tæri við. Ég vona að þetta ýti undir aukna gagnrýna hugsun og meðvitund hjá þeim sem skilaboðin ná til. Ég vona að við getum búið til samfélag þar sem fjölmiðlar hafa bolmagn til að veita aðhald. Þar sem lygin fær ekki að grassera í formi alvarlegrar og eyðileggjandi sýkingar á lýðræðinu sjálfu,“ segir Dóra í lok pistils síns. Sjálf er Dóra Björt ekki óumdeild en hún stóð til að mynda nýverið í ströngu ekki fyrir fáeinum mánuðum þegar hún hafði í flimtingum á Twitter að vert væri að lykla bíla sem lagt væri uppi á gangstétt. Fleiri sem fantasera í leyni um að lykla bíla sem lagt hefur verið ólöglega uppi á gangstétt? Spyr fyrir vin.— Dóra Björt (@DoraBjort) November 17, 2020 Þannig að fyrir liggur að átökin í stjórnmálunum í borginni hafa verið afar róstursöm það sem af er kjörtímabils og sér ekki fyrir endann á því. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
„Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna,“ segir Dóra Björt í pistli á Facebook. Útgangspunktur pistils Dóru Bjartar er frétt af því að Bolli Kristinsson kaupmaður hafi beðist afsökunar á rangfærslum sem fram komu í umdeildum myndbandi sem í umræðunni hefur verið beintengt við riffilskot sem fundust í hurð bíls Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Frjálslega farið með sannleikann „Áður en ég kom inn í stjórnmálin gerði ég mér enga grein fyrir hve frjálslega er farið með sannleikann meðal margra þeirra sem best ættu að þekkja til. Ef ég ætti að leiðrétta allt það rugl sem ákveðnir flokkar fleyta af stað í umræðuna gerði ég ekkert annað,“ segir Dóra í pistli sínum. Ekki ætti nokkur maður að þurfa að velkjast í vafa um að flokkarnir sem Dóra vísar til eru þeir sem eru í minnihluta í borginni; Sjálfstæðisflokkur en þó kannski einkum Miðflokkurinn sem Vigdís Hauksdóttir fer fyrir. En Dóra hefur áður sagt að Vigdís umgangist sannleikann frjálslega. Afar grunnt hefur verið á því góða milli Vigdísar og fulltrúa meirihlutans í borginni: Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Vigdís er þulur í myndbandinu sem jafnan er nefnt í sömu andrá og skotin sem fundust í bíl borgarstjórans. Vert er að geta þess að enn hefur ekkert hefur komið fram sem tengir þetta tvennt. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, telur þó að það hljóti að liggja í augum uppi. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ sagði Líf á Twittersíðu sinni. Lygin eyðileggjandi sýking á lýðræðinu Dóra Björt segir jafnframt að reynsla hennar af sveitarstjórnarpólitíkinni hafi reynst sálrænt áfall. „Í raun hef ég farið í gegnum ákveðið sorgarferli við það að horfast í augu við þennan veruleika sem grefur undan lýðræðinu. Það er heilbrigt að takast á um staðreyndir mála og eiga í efnislegum rökræðum. Því miður hefur á þessu kjörtímabili mikið meira farið fyrir gagnrýni í formi gífuryrða og hreins uppspuna.“ Dóra segir að Bolli hafi reyndar bara viðurkennt að hluta ósannindi sem fram komi í áróðursmyndbandinu. Enn sé því haldið fram að Óðinstorg hafi kostað tífalda raunupphæð. Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna. Áður en ég kom inn í stjórnmálin...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Mánudagur, 1. febrúar 2021 „Liggur þó fyrir að þetta áróðursmyndband hefur náð til margra sem þessi leiðrétting mun aldrei komast í tæri við. Ég vona að þetta ýti undir aukna gagnrýna hugsun og meðvitund hjá þeim sem skilaboðin ná til. Ég vona að við getum búið til samfélag þar sem fjölmiðlar hafa bolmagn til að veita aðhald. Þar sem lygin fær ekki að grassera í formi alvarlegrar og eyðileggjandi sýkingar á lýðræðinu sjálfu,“ segir Dóra í lok pistils síns. Sjálf er Dóra Björt ekki óumdeild en hún stóð til að mynda nýverið í ströngu ekki fyrir fáeinum mánuðum þegar hún hafði í flimtingum á Twitter að vert væri að lykla bíla sem lagt væri uppi á gangstétt. Fleiri sem fantasera í leyni um að lykla bíla sem lagt hefur verið ólöglega uppi á gangstétt? Spyr fyrir vin.— Dóra Björt (@DoraBjort) November 17, 2020 Þannig að fyrir liggur að átökin í stjórnmálunum í borginni hafa verið afar róstursöm það sem af er kjörtímabils og sér ekki fyrir endann á því.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira