Handbolti

Fyrrum lands­liðs­þjálfari: „Var ekki “ein­hver” að vor­kenna sér að það hafi vantað ein­hverja í ís­lenska liðið?!“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur og Geir eiga það sameiginlegt að hafa báðir þjálfað landsliðð sem og leika með því.
Guðmundur og Geir eiga það sameiginlegt að hafa báðir þjálfað landsliðð sem og leika með því. Getty/Jean Catuffe/Jan Christensen/

Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsþjálfari, setti athyglisvert tíst á Twitter-síðu sína í dag þar sem hann rifjaði upp ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, á HM í Egyptalandi.

Geir stýrði íslenska landsliðinu frá mars mánuði 2016 til byrjun árs 2018 en þá tók Guðmundur Þórður Guðmundsson við liðinu og hefur stýrt liðinu síðan.

Guðmundur fór mikinn á HM í Egyptalandi í janúar. Þar skaut hann meðal annars föstum skotum að sérfræðingum RÚV, þeim Arnari Péturssyni og Loga Geirssyni, og sagði meðal annars að íslenska liðið vantaði marga lykilmenn.

Rasmus Boyse, handboltamaður og spekingur, birti í morgun á Twitter-síðu sinni lista yfir þá leikmenn sem vantaði í lið Svía og Dana sem eru komin í úrslitaleikinn á mótinu. Þar má sjá ansi frambærilega leikmenn og setti Geir á Twitter síðu sína:

„Var ekki “einhver” að vorkenna sér að það hafi vantað einhverja í íslenska liðið?!“ skrifaði Geir og lagði hjá tíst Rasmusar um þá leikmenn sem vantaði.

Úrslitaleikur Svíþjóðar og Dana hefst klukkan 16.30 á morgun.


Tengdar fréttir

Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér

Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi.

Vægast sagt óheppileg staða

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×