Körfubolti

Njarðvík bætir við sig erlendum leikmanni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kyle Johnson er gríðarlega reynslumikill leikmaður.
Kyle Johnson er gríðarlega reynslumikill leikmaður. vísir/bára

Kyle Johnson er genginn í raðir Njarðvíkur og mun leika með liðinu út þetta tímabil.

Hinn 32 ára Johnson er Kanadamaður með breskt ríkisfang og hefur leikið með breska landsliðinu.

Johnson er ekki ókunnur íslenska körfuboltanum en hann lék með Stjörnunni á síðasta tímabili og varð bikarmeistari með liðinu. Hann skoraði 13,9 stig og tók 5,2 fráköst að meðaltali í leik með Stjörnunni.

Maciek Baginski verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla og því hafa Njarðvíkingar þétt raðirnar með því að fá Johnson. Fyrir eru þrír erlendir leikmenn í herbúðum Njarðvíkur: Antonio Hester, Mario Matasovic og Rodney Glasgow.

Njarðvík vann Grindavík í gær, 81-78, og er í 2. sæti Domino's deildarinnar. Næsti leikur er gegn Hetti á Egilsstöðum á sunnudagskvöldið.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Jón Arnór: Besti vinur minn lét senda mig út af

Jón Arnór Sverrisson, leikmaður Njarðvíkur var vissulega glaður með þriggja stiga sigur á nágrönnunum í Grindavík í kvöld er liðin mættust í Dominos-deild kvenna, lokatölur 81-78.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×