Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Fram 27-23 | Aftur hafði KA/Þór betur gegn Fram Ester Ósk Árnadóttir skrifar 30. janúar 2021 16:29 Fram - ÍBV, Olísdeild kvenna. Vetur 2019-2020. Handbolti. KA/Þór vann góðan sigur á Fram í KA heimilinu í dag. Fyrir leikinn sátu liðin í þriðja og fjórða sæti Olísdeildar kvenna bæði með 8 stig en leikurinn átti eftir að vera hraður og skemmtilegur. Jafnræði var með liðunum til að byrjað með en í stöðunni 3-3 skoruðu gestirnir tvö mörk. Eftir það virtist allt fara í baklás, frábær vörn heimakvenna og ráðalausar Framkonur gerðu það að verkum að KA/Þór skoraði næstu fjögur mörk, staðan orðinn 7-5. Það var forysta sem KA/Þór lét aldrei af hendi. Eftir 12 tapaða bolta og bitlausan sóknarleik hjá Fram fór KA/Þór með fimm marka forystu inn í hálfleikinn. Staðan þá 14-9 fyrir heimakonur. Framkonur komu aðeins beinskeyttari inn í síðari hálfleikinn. Liðin skiptust á að skora mörk þó voru það heimakonur sem voru með yfirhöndina og náðu mest átta marka forystu, 21-13. Þá hrukku gestirnir í gagn og náðu að minnka muninn niður í fjögur mörk 22-18 þegar það voru 13 mínútur eftir af leiknum og úr urðu spennandi lokamínútur þar sem liðin skiptust á að skora. Minnst varð munurinn þrjú mörk en nær komust gestirnir ekki og leikurinn endaði með 4 marka sigri KA/Þór 27-23. Með sigrinum lyftu þær sér upp í annað sætið með 10 stig. Afhverju vann KA/Þór? KA/Þór var betri á öllum sviðum leiksins í dag. Frábærlega útfærð vörn, mikill stemming og góð sókn var undirstaðan að þessum sigri sem í raun var skapaður í fyrri hálfleik. Fram höfðu fá svör við varnarleik KA/Þór og töpuðu 12 boltum einungis í fyrri hálfleik. Mörkin dreifðust nokkuð vel á milli heimakvenna á meðan að Ragnheiður Júlíusdóttir þurfti að draga vagninn fyrir gestina en hún skoraði níu mörk, aðrir leikmenn með þrjú mörk eða minna. Hverjar stóðu upp úr? Vörn KA/Þór stóð upp úr. Svakalega vel útfærð, aggresív og gáfu Framkonum aldrei tækifæri á að skapa neitt. Rut Jónsdóttir var frábær í sóknarleiknum með átta mörk. Sólveig Lára með sex mörk og Anna Þyrí frábær inn á línunni fyrir KA/Þór en Fram réð ekkert við hana. Ljósi punkturinn við sóknarleik Fram var Ragnheiður sem skoraði 9 mörk en hún átti þó sinn þátt í töpuðum boltum og erfitt að segja að hún hafi staðið upp úr. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram var vægast sagt lélegur. Þær höfðu enginn svör við frábæri vörn KA/Þór. Alltof margir tapaðir boltar og úrræðaleysi einkenndi sóknarleik þeirra. Hvað gerist næst? KA/Þór fær ÍBV í heimsókn en þær unnu þær með einu marki í eyjum síðastliðið haust. Fram heimsækir Stjörnuna í TM höllina en liðin eru jöfn að stigum í efri hluta deildarinnar. Andri Fannar: Það er frábært að sýna breiddina í liðinu „Þetta var frábær frammistaða. Við spiluðum frábæra vörn allan leikinn og stýrðum tempóinu mjög vel. Við vorum agaðar í sókn og áttum þennan sigur fyllilega skilið í dag,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór. „Við áttum svör við mörgu hjá þeim sem var frábært hjá mínu liði. Ánægður með orkuna og vinnuframlagið sem við sýndum í vörninni. Auðvitað saknaði liðs Fram Steinunnar en engu að síður var þetta frábær liðsframmistaða hér í dag.“ „Martha er náttúrulega fyrirliðinn í liðinu og er gríðarlega sterkur karakter. Frábær leikmaður og er mikilvæg í okkar liði. Við tölum um það að það kemur maður í mann stað en Martha er með okkur á bekknum og hjálpar okkur að komast í gegnum þetta. Hún er með okkur í þessu. Það var frábært að sýna breiddina í okkar liði sem er meiri en margir halda. Ég mjög stoltur af öllum í mínu liði.“ „Við vonum það besta með Mörthu. Ef allt gengur upp þá kemur hún aftur á völlinn í vetur en við bara sjáum til með það.“ „Sjálftraustið er mjög gott hjá okkur og á alltaf að vera það en allir leikir í þessari deild eru erfiðir. Þetta er hörkudeild og við erum að tala um að það verður aftur hörkuleikur á móti ÍBV, þær eru með frábært lið.“ Stefán: Slakar æfingar hjá mér í vikunni „Við bjuggumst við erfiðum leik, þær eru með gott lið en ég er mjög svekktur hvernig við spiluðum leikinn en ég ætla ekki að taka neitt af KA/Þór,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Fram. „Við spilum fína vörn fyrstu 15 mínúturnar en við erum með 12 tapaða bolta í fyrri hálfleik og af fyrstu átta mörkum KA/Þór koma fjögur af þeim úr hraðaupphlaupi. Við erum bara að rétta þeim boltann og við náðum aldrei að minnka þann mun nægilega.“ „Útskýringarnar á þessum töpuðu boltum er að það eru búnar að vera slakar æfingar hjá mér í vikunni.“ „Það er enginn afsökun þótt það vanti Stellu, Hildi og Steinunni. Það eru öll lið að missa einhverja leikmenn og við eigum að geta gert miklu betur en þetta. Ég er búinn að vera þjálfari Fram í held ég sjö ár og ég held að þetta sé svona þriðja lélegasta frammistaðan hjá okkur á þeim árum. Ég ælta að taka það fram að ég er ekki að taka neitt af KA/Þór, þær voru mjög flottar en okkar leikur, sóknarleikur, varnarleikur, hraðaupphlaup, hverjir hlupu til baka og tapaðir boltar, allt brást. Langt síðan við höfum átt svona marga þætti sem voru lélegir í leiknum.“ „Ég trúi ekki öðru en að við komum til baka á móti Stjörunni. Ef ekki þá bara þekki ég ekki mína leikmenn rétt.“ Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Fram
KA/Þór vann góðan sigur á Fram í KA heimilinu í dag. Fyrir leikinn sátu liðin í þriðja og fjórða sæti Olísdeildar kvenna bæði með 8 stig en leikurinn átti eftir að vera hraður og skemmtilegur. Jafnræði var með liðunum til að byrjað með en í stöðunni 3-3 skoruðu gestirnir tvö mörk. Eftir það virtist allt fara í baklás, frábær vörn heimakvenna og ráðalausar Framkonur gerðu það að verkum að KA/Þór skoraði næstu fjögur mörk, staðan orðinn 7-5. Það var forysta sem KA/Þór lét aldrei af hendi. Eftir 12 tapaða bolta og bitlausan sóknarleik hjá Fram fór KA/Þór með fimm marka forystu inn í hálfleikinn. Staðan þá 14-9 fyrir heimakonur. Framkonur komu aðeins beinskeyttari inn í síðari hálfleikinn. Liðin skiptust á að skora mörk þó voru það heimakonur sem voru með yfirhöndina og náðu mest átta marka forystu, 21-13. Þá hrukku gestirnir í gagn og náðu að minnka muninn niður í fjögur mörk 22-18 þegar það voru 13 mínútur eftir af leiknum og úr urðu spennandi lokamínútur þar sem liðin skiptust á að skora. Minnst varð munurinn þrjú mörk en nær komust gestirnir ekki og leikurinn endaði með 4 marka sigri KA/Þór 27-23. Með sigrinum lyftu þær sér upp í annað sætið með 10 stig. Afhverju vann KA/Þór? KA/Þór var betri á öllum sviðum leiksins í dag. Frábærlega útfærð vörn, mikill stemming og góð sókn var undirstaðan að þessum sigri sem í raun var skapaður í fyrri hálfleik. Fram höfðu fá svör við varnarleik KA/Þór og töpuðu 12 boltum einungis í fyrri hálfleik. Mörkin dreifðust nokkuð vel á milli heimakvenna á meðan að Ragnheiður Júlíusdóttir þurfti að draga vagninn fyrir gestina en hún skoraði níu mörk, aðrir leikmenn með þrjú mörk eða minna. Hverjar stóðu upp úr? Vörn KA/Þór stóð upp úr. Svakalega vel útfærð, aggresív og gáfu Framkonum aldrei tækifæri á að skapa neitt. Rut Jónsdóttir var frábær í sóknarleiknum með átta mörk. Sólveig Lára með sex mörk og Anna Þyrí frábær inn á línunni fyrir KA/Þór en Fram réð ekkert við hana. Ljósi punkturinn við sóknarleik Fram var Ragnheiður sem skoraði 9 mörk en hún átti þó sinn þátt í töpuðum boltum og erfitt að segja að hún hafi staðið upp úr. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram var vægast sagt lélegur. Þær höfðu enginn svör við frábæri vörn KA/Þór. Alltof margir tapaðir boltar og úrræðaleysi einkenndi sóknarleik þeirra. Hvað gerist næst? KA/Þór fær ÍBV í heimsókn en þær unnu þær með einu marki í eyjum síðastliðið haust. Fram heimsækir Stjörnuna í TM höllina en liðin eru jöfn að stigum í efri hluta deildarinnar. Andri Fannar: Það er frábært að sýna breiddina í liðinu „Þetta var frábær frammistaða. Við spiluðum frábæra vörn allan leikinn og stýrðum tempóinu mjög vel. Við vorum agaðar í sókn og áttum þennan sigur fyllilega skilið í dag,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór. „Við áttum svör við mörgu hjá þeim sem var frábært hjá mínu liði. Ánægður með orkuna og vinnuframlagið sem við sýndum í vörninni. Auðvitað saknaði liðs Fram Steinunnar en engu að síður var þetta frábær liðsframmistaða hér í dag.“ „Martha er náttúrulega fyrirliðinn í liðinu og er gríðarlega sterkur karakter. Frábær leikmaður og er mikilvæg í okkar liði. Við tölum um það að það kemur maður í mann stað en Martha er með okkur á bekknum og hjálpar okkur að komast í gegnum þetta. Hún er með okkur í þessu. Það var frábært að sýna breiddina í okkar liði sem er meiri en margir halda. Ég mjög stoltur af öllum í mínu liði.“ „Við vonum það besta með Mörthu. Ef allt gengur upp þá kemur hún aftur á völlinn í vetur en við bara sjáum til með það.“ „Sjálftraustið er mjög gott hjá okkur og á alltaf að vera það en allir leikir í þessari deild eru erfiðir. Þetta er hörkudeild og við erum að tala um að það verður aftur hörkuleikur á móti ÍBV, þær eru með frábært lið.“ Stefán: Slakar æfingar hjá mér í vikunni „Við bjuggumst við erfiðum leik, þær eru með gott lið en ég er mjög svekktur hvernig við spiluðum leikinn en ég ætla ekki að taka neitt af KA/Þór,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Fram. „Við spilum fína vörn fyrstu 15 mínúturnar en við erum með 12 tapaða bolta í fyrri hálfleik og af fyrstu átta mörkum KA/Þór koma fjögur af þeim úr hraðaupphlaupi. Við erum bara að rétta þeim boltann og við náðum aldrei að minnka þann mun nægilega.“ „Útskýringarnar á þessum töpuðu boltum er að það eru búnar að vera slakar æfingar hjá mér í vikunni.“ „Það er enginn afsökun þótt það vanti Stellu, Hildi og Steinunni. Það eru öll lið að missa einhverja leikmenn og við eigum að geta gert miklu betur en þetta. Ég er búinn að vera þjálfari Fram í held ég sjö ár og ég held að þetta sé svona þriðja lélegasta frammistaðan hjá okkur á þeim árum. Ég ælta að taka það fram að ég er ekki að taka neitt af KA/Þór, þær voru mjög flottar en okkar leikur, sóknarleikur, varnarleikur, hraðaupphlaup, hverjir hlupu til baka og tapaðir boltar, allt brást. Langt síðan við höfum átt svona marga þætti sem voru lélegir í leiknum.“ „Ég trúi ekki öðru en að við komum til baka á móti Stjörunni. Ef ekki þá bara þekki ég ekki mína leikmenn rétt.“