Mest ánægja með eldsneytissölu Costco en minnst með þjónustu Póstsins Eiður Þór Árnason skrifar 29. janúar 2021 10:18 Árangur Póstsins í Íslensku ánægjuvoginni batnar milli ára og fer úr 46,7 stigum í 56,6. Vísir/Vilhelm Pósturinn mældist með lægstu einkunn allra fyrirtækja sem tóku þátt í Íslensku ánægjuvoginni í fyrra, eða 56,6 stig af 100. Eldsneytissala Costco var aftur á móti hæst með 85,8 stig og er það í fjórða árið í röð sem viðskiptavinir eldsneytissölunnar mælast þeir ánægðustu á Íslandi með marktækum hætti. Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2020 voru kynntar í dag og tóku alls 37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum þátt að þessu sinni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila, segir í tilkynningu frá Ánægjuvoginni. Nova, Krónan og IKEA hrepptu hnossið Viðurkenning var veitt þeim fyrirtækjum sem voru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í sínum flokki. Á eldsneytismarkaði var það eldsneytissala Costco með 85,8 stig af 100 mögulegum, Nova á farsímamarkaði með 78,5 stig, Krónan á matvörumarkaði með 74,2 stig, BYKO á byggingavörumarkaði með 68,2 stig, Sjóvá á tryggingamarkaði sem fékk 72,6 stig og var IKEA hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 78,0 stig. Athygli vekur að vöruhús Costco var ekki í eins miklum metum og eldsneytissala fyrirtækisins en Costco vermir þriðja neðsta sætið í flokki smásöluverslana með 65,8 stig. Mjótt á munum Efstu fyrirtækin á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur. Hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 67,2 stig af 100 mögulegum, Landsbankinn var með 66,3 stig á bankamarkaði, Penninn Eymundsson með 73,2 stig á ritfangamarkaði, Apótekarinn með 74,4 stig á lyfsölumarkaði, Heimilistæki með 74,2 stig hjá raftækjaverslunum og Smáralind með 71,6 hjá verslunarmiðstöðvum. Ekki var hægt að segja með 95% vissu að viðskiptavinir þessara fyrirtækja væru að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Einkunnir allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni 2020 Biðja fólk um að ímynda sér hið fullkomna fyrirtæki Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sáu Zenter rannsóknir um framkvæmd rannsóknarinnar, af því er fram kemur í tilkynningu. Ánægjuvogin samanstendur af þremur eftirfarandi spurningum: 1. Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? 2. Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? 3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]? Uppfært kl. 13.50. Áður sagði að efstu fyrirtæki þar sem ekki væri marktækur munur fengju ekki að nota merki ánægjuvogarinnar. Hið rétta er að þetta á við um gullmerki ánægjuvogarinnar en öll fyrirtæki geta notað blátt merki hennar. Neytendur Pósturinn Costco Verslun Bensín og olía Íslenska ánægjuvogin Tengdar fréttir Eldsneytissala Costco hæst allra í Íslensku ánægjuvoginni Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 voru kynntar í dag í tuttugasta skiptið. 25. janúar 2019 16:28 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2020 voru kynntar í dag og tóku alls 37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum þátt að þessu sinni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila, segir í tilkynningu frá Ánægjuvoginni. Nova, Krónan og IKEA hrepptu hnossið Viðurkenning var veitt þeim fyrirtækjum sem voru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í sínum flokki. Á eldsneytismarkaði var það eldsneytissala Costco með 85,8 stig af 100 mögulegum, Nova á farsímamarkaði með 78,5 stig, Krónan á matvörumarkaði með 74,2 stig, BYKO á byggingavörumarkaði með 68,2 stig, Sjóvá á tryggingamarkaði sem fékk 72,6 stig og var IKEA hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 78,0 stig. Athygli vekur að vöruhús Costco var ekki í eins miklum metum og eldsneytissala fyrirtækisins en Costco vermir þriðja neðsta sætið í flokki smásöluverslana með 65,8 stig. Mjótt á munum Efstu fyrirtækin á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur. Hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 67,2 stig af 100 mögulegum, Landsbankinn var með 66,3 stig á bankamarkaði, Penninn Eymundsson með 73,2 stig á ritfangamarkaði, Apótekarinn með 74,4 stig á lyfsölumarkaði, Heimilistæki með 74,2 stig hjá raftækjaverslunum og Smáralind með 71,6 hjá verslunarmiðstöðvum. Ekki var hægt að segja með 95% vissu að viðskiptavinir þessara fyrirtækja væru að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Einkunnir allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni 2020 Biðja fólk um að ímynda sér hið fullkomna fyrirtæki Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sáu Zenter rannsóknir um framkvæmd rannsóknarinnar, af því er fram kemur í tilkynningu. Ánægjuvogin samanstendur af þremur eftirfarandi spurningum: 1. Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? 2. Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? 3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]? Uppfært kl. 13.50. Áður sagði að efstu fyrirtæki þar sem ekki væri marktækur munur fengju ekki að nota merki ánægjuvogarinnar. Hið rétta er að þetta á við um gullmerki ánægjuvogarinnar en öll fyrirtæki geta notað blátt merki hennar.
Neytendur Pósturinn Costco Verslun Bensín og olía Íslenska ánægjuvogin Tengdar fréttir Eldsneytissala Costco hæst allra í Íslensku ánægjuvoginni Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 voru kynntar í dag í tuttugasta skiptið. 25. janúar 2019 16:28 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Eldsneytissala Costco hæst allra í Íslensku ánægjuvoginni Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 voru kynntar í dag í tuttugasta skiptið. 25. janúar 2019 16:28