Landsnet getur skert tekjur Orkuveitunnar af raforkusölu til Norðuráls Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2021 19:21 Raforkuverðssamningur Norðuráls við Orkuveitu Reykjavíkur er fyrsti samningur stóriðjunnar við orkufyrirtæki til að vera gerður opinber. Stöð 2/Arnar Landsnet getur skert tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af þeirri raforku sem hún selur í tvíhliða samningi til Norðuráls með því að hækka gjaldskrá sína. En opinberun á raforkusamningi Orkuveitunnar við Norðurál leiðir í ljós að hún tekur flutningskostnað orkunnar á sig. Alger leynd hefur hvílt yfir raforkuverðssamningum stóriðjunnar á Íslandi við orkufyrirtækin. Iðnaðarráðherra, forstjóri Landsvikjunar og fleiri hafa þrýst á að samningarnir verði opinberaðir. Í dag var fyrsti slíki samningurinn opinberaður þegar Orkuveitan varð við óskum Norðuráls um opinberun samnings fyrirtækjanna. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar segir samninginn óhagstæðan og barn síns tíma. Samningurinn var gerður á árunum 2006 - 2007 og er raforkuverðið tengt heimsmarkaðsverði á áli. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur áhyggjur af fjárfestingaáformum Landnets sem geti hækkað gjaldskrár gagnvart Orkuveitunni og þar með lækkað það verð sem hún fær fyrir sölu á orku til Norðuráls.Stöð 2/Arnar „Þá lá til grundvallar spá fyrir álverð. Sú spá hefur alls ekki gengið eftir. Ef hún hefði gengið eftir værum við í ágætum málum,“ segir Bjarni. Samkvæmt spánni hefði verð á tonni af áli átt að vera 2.800 bandaríkjadalir á þessu ári en verðið er mun lægra eða 2.025 dollarar. Orkuveitan hefði fengið 35,89 dollara fyrir megavattsstundina samkvæmt spánni en er að fá 25,24 dollara. Þá er flutningur á orkunni til Norðuráls innifalinn í verðinu, þótt búið hafi verið að stofna dreifingarfyrirtækið Landsnet þegar samningurinn var gerður. „Það þýðir að draga verður flutningskostnaðinn frá tekjum okkar af þessum samningi. Þá fáum við það sem við getum kallað skilaverð til Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir forstjórinn. Í dag er Orkuveitan því að greiða Landsneti 6,35 dollara af hverri megavattsstund. Samningurinn gildir til ársins 2036 og nær til sölu á 47,5 megavöttum, sem er 18 prósent af sölu Orkuveitunnar til Norðuráls og 11 prósent af heildarraforkuvinnslu veitunnar. Hækkun gjaldskrár Landsnets myndi skerða tekjur Orkuveitunnar. „Við höfum áhyggjur af því, já, að þetta flutningsgjald muni hækka. Hugsanlega verulega miðað við þær áætlanir sem Landsnet hefur um fjárfestingar á næstu árum,“ segir Bjarni Bjarnason. Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. 28. janúar 2021 10:28 Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Alger leynd hefur hvílt yfir raforkuverðssamningum stóriðjunnar á Íslandi við orkufyrirtækin. Iðnaðarráðherra, forstjóri Landsvikjunar og fleiri hafa þrýst á að samningarnir verði opinberaðir. Í dag var fyrsti slíki samningurinn opinberaður þegar Orkuveitan varð við óskum Norðuráls um opinberun samnings fyrirtækjanna. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar segir samninginn óhagstæðan og barn síns tíma. Samningurinn var gerður á árunum 2006 - 2007 og er raforkuverðið tengt heimsmarkaðsverði á áli. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur áhyggjur af fjárfestingaáformum Landnets sem geti hækkað gjaldskrár gagnvart Orkuveitunni og þar með lækkað það verð sem hún fær fyrir sölu á orku til Norðuráls.Stöð 2/Arnar „Þá lá til grundvallar spá fyrir álverð. Sú spá hefur alls ekki gengið eftir. Ef hún hefði gengið eftir værum við í ágætum málum,“ segir Bjarni. Samkvæmt spánni hefði verð á tonni af áli átt að vera 2.800 bandaríkjadalir á þessu ári en verðið er mun lægra eða 2.025 dollarar. Orkuveitan hefði fengið 35,89 dollara fyrir megavattsstundina samkvæmt spánni en er að fá 25,24 dollara. Þá er flutningur á orkunni til Norðuráls innifalinn í verðinu, þótt búið hafi verið að stofna dreifingarfyrirtækið Landsnet þegar samningurinn var gerður. „Það þýðir að draga verður flutningskostnaðinn frá tekjum okkar af þessum samningi. Þá fáum við það sem við getum kallað skilaverð til Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir forstjórinn. Í dag er Orkuveitan því að greiða Landsneti 6,35 dollara af hverri megavattsstund. Samningurinn gildir til ársins 2036 og nær til sölu á 47,5 megavöttum, sem er 18 prósent af sölu Orkuveitunnar til Norðuráls og 11 prósent af heildarraforkuvinnslu veitunnar. Hækkun gjaldskrár Landsnets myndi skerða tekjur Orkuveitunnar. „Við höfum áhyggjur af því, já, að þetta flutningsgjald muni hækka. Hugsanlega verulega miðað við þær áætlanir sem Landsnet hefur um fjárfestingar á næstu árum,“ segir Bjarni Bjarnason.
Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. 28. janúar 2021 10:28 Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. 28. janúar 2021 10:28
Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45