Segir koma á óvart hve margir finni fyrir eftirköstum svo löngu eftir veikindin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 27. janúar 2021 21:31 Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Stöð 2 Fjórðungur þeirra sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi finnur enn nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Í september hóf Íslensk erfðagreining rannsókn á öllum þeim Íslendingum sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Fyrirtækið vonar að sú rannsókn geti hjálpað til við að varpa ljósi á hvort áhrif Covid sýkingarinnar eru frábrugðin áhrifum annarra veirusýkinga. Rannsóknin hófst í september og hafa um 800 Íslendingar verið kallaðir inn. Mat á niðurstöðum stendur enn yfir en yfir en ætla má af þeim að 25 prósent sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju séu með nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Tólf prósent eru við lélega eða mjög lélega heilsu. Hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru 240 skráðir með eftirköst Covid. Fjórðungur þeirra sem veiktist af Covid í fyrstu bylgju faraldursins finnur enn fyrir einkennum veikindanna.Vísir „Þetta er í fyrsta skiptið sem við rannsökum á svona stórum skala áhrif eins veirusjúkdóms, í raun og veru. Þetta er í raun rannsóknarspurningin: er þetta öðruvísi en önnur langtímaáhrif annarra sýkinga eða ekki?“ segir Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Um einstakt tækifæri sé að ræða til að rannsaka þetta ástand. „Það sem við vitum ekki er hvort það sé eitt sem gengur fyrir allar veirur en það eru þessi veikindi sem koma í kjölfar sýkinga, sem hefur líka verið tengt við veikindi sem koma í kjölfar ýmissa annarra áfalla. Ég held að það sé mikill möguleiki á að við finnum þarna eitthvað nýtt sem hefur ekki fundist áður,“ segir Hilma. 240 einstaklingar eeru skráðir með eftirköst Covid hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Fyrirtækið kortleggur einkenni og kannar heilsufar þátttakenda, sem og lyktar- og bragðskyn, heyrn og fleira. „Það er líka mjög mikilvægt að reyna að átta sig á því hvort við getum spáð fyrir um hverjir fá þessi langtímaeinkenni. Hvort það tengist alvarleika sjúkdómsins, sem það virðist ekki endilega gera, eða þau einkenni sem fólk fékk í upphafi. Þetta eru þær spurningar sem við erum að leitast við að svara,“ segir Hilma. Hún segir það koma á óvart hversu margir finni enn fyrir einkennum svona mörgum mánuðum eftir að smit kom fyrst upp. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Í september hóf Íslensk erfðagreining rannsókn á öllum þeim Íslendingum sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Fyrirtækið vonar að sú rannsókn geti hjálpað til við að varpa ljósi á hvort áhrif Covid sýkingarinnar eru frábrugðin áhrifum annarra veirusýkinga. Rannsóknin hófst í september og hafa um 800 Íslendingar verið kallaðir inn. Mat á niðurstöðum stendur enn yfir en yfir en ætla má af þeim að 25 prósent sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju séu með nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Tólf prósent eru við lélega eða mjög lélega heilsu. Hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru 240 skráðir með eftirköst Covid. Fjórðungur þeirra sem veiktist af Covid í fyrstu bylgju faraldursins finnur enn fyrir einkennum veikindanna.Vísir „Þetta er í fyrsta skiptið sem við rannsökum á svona stórum skala áhrif eins veirusjúkdóms, í raun og veru. Þetta er í raun rannsóknarspurningin: er þetta öðruvísi en önnur langtímaáhrif annarra sýkinga eða ekki?“ segir Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Um einstakt tækifæri sé að ræða til að rannsaka þetta ástand. „Það sem við vitum ekki er hvort það sé eitt sem gengur fyrir allar veirur en það eru þessi veikindi sem koma í kjölfar sýkinga, sem hefur líka verið tengt við veikindi sem koma í kjölfar ýmissa annarra áfalla. Ég held að það sé mikill möguleiki á að við finnum þarna eitthvað nýtt sem hefur ekki fundist áður,“ segir Hilma. 240 einstaklingar eeru skráðir með eftirköst Covid hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Fyrirtækið kortleggur einkenni og kannar heilsufar þátttakenda, sem og lyktar- og bragðskyn, heyrn og fleira. „Það er líka mjög mikilvægt að reyna að átta sig á því hvort við getum spáð fyrir um hverjir fá þessi langtímaeinkenni. Hvort það tengist alvarleika sjúkdómsins, sem það virðist ekki endilega gera, eða þau einkenni sem fólk fékk í upphafi. Þetta eru þær spurningar sem við erum að leitast við að svara,“ segir Hilma. Hún segir það koma á óvart hversu margir finni enn fyrir einkennum svona mörgum mánuðum eftir að smit kom fyrst upp.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
„Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00
100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07