Starfsþróun á tímum samkomutakmarkanna Lísbet Einarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 16:27 Það er fátt eðlilegt við það ástand sem verið hefur á vinnumarkaði síðastliðna tíu mánuði. Heilu vinnustaðirnir hafa verið lokaðir svo vikum og mánuðum skiptir vegna samkomutakmarkana og samskipti, bæði vinnutengd og önnur, fara fram með aðstoð stafrænna miðla. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti alveg nýjar fyrir okkur þrátt fyrir að hafa áður mætt sambærilegum hindrunum eða áföllum á vinnumarkaði með tilheyrandi álagi á rekstur og stjórnun. Það sem er ekki nýtt fyrir okkur er hinsvegar sú tilhneiging margra til að láta fræðslu og frekari fjárfestingu í þróun mannauðs víkja þegar harðnar í ári. Skiljanlega er eigandi fyrirtækis sem sér fram á þrot og gerir hvað hann getur til að þrauka frá mánuði til mánaðar lítið að hugsa um þessháttar, við skiljum það. En fyrir eigendur fyrirtækja sem sjá fram á bjartari tíma þá er þróun mannauðs eitthvað sem ekki má kasta fyrir róða og mörg fyrirtæki eru vel meðvituð og hafa hvergi slegið slöku við. Það er nefnilega svo að fyrirtæki sem eru með skýra stefnu, markvissa fræðslu og virkar starfsþróunaráætlanir eiga auðveldara með að mæta breytingum, bæði þeim sem eru innan skipulagsheildarinnar sem og breytinga sem koma úr rekstrarumhverfinu. Þá má einnig gera ráð fyrir minni starfsmannaveltu, skipulagðara verklagi og bættri rekstrarafkomu. Ávinningurinn er augljós. Það er sannarlega erfitt fyrir þá stjórnendur sem bera ábyrgð á stjórnun og starfsþróun mannauðs að skipuleggja það sem telst til fræðslu og starfsþróunar, ekki vitandi hvar, hvort eða hversu margir eru og verða starfandi á komandi vikum og mánuðum. Engu að síður er mikilvægt að skoða þessa þætti, setja ákveðin markmið og útbúa plan A eða plan B eða jafnvel hvorutveggja. Á undanförnum mánuðum hefur slagorð starfsmenntasjóða verið „Samkomubann þýðir ekki fræðslubann‘‘ og með því hafa sjóðirnir viljað hvetja til fræðslu innan fyrirtækja þrátt fyrir þær augljósu hindranir sem eru og verið hafa á vinnumarkaði. Áhrifin hafa verið jákvæð og fjöldi fyrirtækja nýtt sér sinn rétt. Það hefur reynt á útsjónarsemi stjórnenda fyrirtækja að bjóða sínu starfsfólki upp á fræðslu á vinnumarkaði þar sem ekki má koma saman en tæknilausninar voru og eru fyrir hendi og leiðin greið. Innan margra fyrirtækja var þegar búið að innleiða stafræna fræðslu og fræðsla af því tagi orðin ríkur þáttur í menningu þeirra. Stjórnendur annarra fyrirtækja hafa þurft að hafa hraðar hendur og einhenda sér inn í framtíð stafrænnar fræðslu. Einhverjir hafa setið eftir. Hvað sem er og verður þá er mikilvægt að hafa í huga að þróun mannauðs er mikilvæg á öllum tímum og finna þarf leiðir til að hægt sé að fjárfesta í mannauð með fræðslu við hæfi sem tekur sannarlega mið af stefnu og framtíðaráformum allra hlutaðeigandi. Munum að lausnirnar eru allar fyrir hendi. Tíminn er núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt eðlilegt við það ástand sem verið hefur á vinnumarkaði síðastliðna tíu mánuði. Heilu vinnustaðirnir hafa verið lokaðir svo vikum og mánuðum skiptir vegna samkomutakmarkana og samskipti, bæði vinnutengd og önnur, fara fram með aðstoð stafrænna miðla. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti alveg nýjar fyrir okkur þrátt fyrir að hafa áður mætt sambærilegum hindrunum eða áföllum á vinnumarkaði með tilheyrandi álagi á rekstur og stjórnun. Það sem er ekki nýtt fyrir okkur er hinsvegar sú tilhneiging margra til að láta fræðslu og frekari fjárfestingu í þróun mannauðs víkja þegar harðnar í ári. Skiljanlega er eigandi fyrirtækis sem sér fram á þrot og gerir hvað hann getur til að þrauka frá mánuði til mánaðar lítið að hugsa um þessháttar, við skiljum það. En fyrir eigendur fyrirtækja sem sjá fram á bjartari tíma þá er þróun mannauðs eitthvað sem ekki má kasta fyrir róða og mörg fyrirtæki eru vel meðvituð og hafa hvergi slegið slöku við. Það er nefnilega svo að fyrirtæki sem eru með skýra stefnu, markvissa fræðslu og virkar starfsþróunaráætlanir eiga auðveldara með að mæta breytingum, bæði þeim sem eru innan skipulagsheildarinnar sem og breytinga sem koma úr rekstrarumhverfinu. Þá má einnig gera ráð fyrir minni starfsmannaveltu, skipulagðara verklagi og bættri rekstrarafkomu. Ávinningurinn er augljós. Það er sannarlega erfitt fyrir þá stjórnendur sem bera ábyrgð á stjórnun og starfsþróun mannauðs að skipuleggja það sem telst til fræðslu og starfsþróunar, ekki vitandi hvar, hvort eða hversu margir eru og verða starfandi á komandi vikum og mánuðum. Engu að síður er mikilvægt að skoða þessa þætti, setja ákveðin markmið og útbúa plan A eða plan B eða jafnvel hvorutveggja. Á undanförnum mánuðum hefur slagorð starfsmenntasjóða verið „Samkomubann þýðir ekki fræðslubann‘‘ og með því hafa sjóðirnir viljað hvetja til fræðslu innan fyrirtækja þrátt fyrir þær augljósu hindranir sem eru og verið hafa á vinnumarkaði. Áhrifin hafa verið jákvæð og fjöldi fyrirtækja nýtt sér sinn rétt. Það hefur reynt á útsjónarsemi stjórnenda fyrirtækja að bjóða sínu starfsfólki upp á fræðslu á vinnumarkaði þar sem ekki má koma saman en tæknilausninar voru og eru fyrir hendi og leiðin greið. Innan margra fyrirtækja var þegar búið að innleiða stafræna fræðslu og fræðsla af því tagi orðin ríkur þáttur í menningu þeirra. Stjórnendur annarra fyrirtækja hafa þurft að hafa hraðar hendur og einhenda sér inn í framtíð stafrænnar fræðslu. Einhverjir hafa setið eftir. Hvað sem er og verður þá er mikilvægt að hafa í huga að þróun mannauðs er mikilvæg á öllum tímum og finna þarf leiðir til að hægt sé að fjárfesta í mannauð með fræðslu við hæfi sem tekur sannarlega mið af stefnu og framtíðaráformum allra hlutaðeigandi. Munum að lausnirnar eru allar fyrir hendi. Tíminn er núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun