Kynni mín af íslenskri útgerð í Namibíu Eyþór Eðvarðsson skrifar 27. janúar 2021 10:00 Fyrir nokkrum árum vann ég í fyrirtæki sem þróaði lausnir til bættrar orkunýtingu fyrir stórnotendur, bæði til sjós og lands, þar sem helstu viðskiptavinirnir voru útvegsfyrirtæki. Stærstur hluti vinnu minnar sneri að markaðsmálum sem kallaði á mikil ferðalög um heiminn. Í þessu starfi hitti maður gjarnan fólk í framlínu sjávarútvegs, bæði á fundum og eins á sjávarútvegssýningum. Sem Íslendingur getur maður borið höfuðið hátt á slíkum viðburðum enda erum við þekkt fyrir að umgangast ríka auðlind okkar af virðingu. Ég var ekki búinn að fara víða þegar ég áttaði mig á umfangi Samherja á alþjóðavettvangi enda eru félög tengd Samherja hluthafar í mörgum stórfyrirtækjum leiðandi þjóða í sjávarútvegi. Þegar maður stígur inn í þetta umhverfi á alþjóðavísu þá verður maður fljótt áskynja hvað orðspor Samherja er gott erlendis. Hvar sem ég kom var ég aldrei var við annað en jákvæðni í garð þessa stærsta útvegsfyrirtækis Íslands. Samherjamenn eru þekktir fyrir gríðarlegan metnað og atorku, gera kröfur um bestu skipa- og tækjakosti og góðan aðbúnað. Gera vel við sitt fólk. Aðkoma slíkra manna að stjórn og hlutdeild í rekstri telst mikill styrkur fyrir þau fyrirtæki sem þeir koma að. Grunnurinn og fordæmin eru hér heima enda hafa fá útgerðarfyrirtæki hér á landi endurnýjað fiskiskipaflotann jafn ört og Samherji. Þá er nýtt hátæknivinnsluhús á Dalvík talið hið fullkomnasta í heiminum. Sláandi munur á aðbúnaði skipverja Í vinnuferð til Namibíu fyrir nokkrum árum fékk ég mín fyrstu kynni af namibískum sjávarútvegi en þá kom ég að rannsóknarvinnu á nokkrum skipum þar. Meðal þessara skipa voru systurskip er lágu hlið við hlið. Um var að ræða gríðarlega stóra togara, um 120 metra á lengd og yfir hundrað manns í áhöfn. Þarna voru á ferðinni öflug fiskiskip smíðuð í Stralsund á árunum 1986-1993 og gjarnan nefnd Moonsund eftir frægri orrustu við Eistland árið 1944. Annað skipið var í eigu Namsov, útgerðarfélags sem upphaflega var sett á laggirnar á grundvelli samvinnu Namibíu og ríkja fyrrum Sovétríkjanna. Það er ekki ofsagt að maður hafi fengið hálfgert áfall við að koma um borð í skipið, slík var umgengnin og almennu viðhaldi var mjög ábótavant. Aðbúnaðurinn var slíkur að manni taldist fólki vart bjóðandi. Við komuna í vélarrúmið var aðstaðan eins og eitthvað frá fyrri hluta síðustu aldar, frágangurinn lélegur, öll tæki upprunaleg og virtust ekkert hafa verið endurnýjuð. Við nánari athugun kom í ljós að útgerðarkostnaður skipsins var langt yfir því sem hann þyrfti að vera vegna gamalla tækja og lélegs viðhalds. Þegar kynntar voru lausnir til úrbóta fengust þau svör að ekki væru til fjármunir til að ráðast í þær. Að þessari heimsókn lokinni fórum við um borð í hitt skipið sem var í eigu félags sem tengdist Samherja. Ég man hvað ég fylltist miklu stolti er ég kom um borð. Allir gangar voru flísa- eða parketlagðir, skipið var tandurhreint hátt og lágt og vistarverur skipverja búnar fallegum húsgögnum. Samanburðurinn var sérstaklega sláandi þegar komið var niður í vélarrúmið sem var allt nýmálað og hreint. Aðstaða vélstjóranna var stórglæsileg og búin allra nýjustu tækni.Eftir þessa heimsókn um borð í skipin lék mér forvitni á að vita meira. Þarlendir sjómenn sögðu mér að það þætti mjög eftirsóknarvert að starfa fyrir útgerðir sem tengdust Samherja. Menn upplifðu sig sem jafningja um borð, þar væri góður starfsandi og aðstaðan á skipunum væri til fyrirmyndar auk þess sem menn væru ráðnir upp á hlut. Hámarksafli auk hámarksgæða tryggja þar betri afkomu manna. Brotthvarf Samherja hafði skaðlegar afleiðingar fyrir heimamenn Namibia er ríflega 800 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar búa um 2,5 milljónir manna. Útgerðarbærinn Walvis Bay liggur við Atlantshafið og þar er stutt að sækja í gríðarlega stór fiskimið. Þetta er ekki stór útvegsbær en þar búa á bilinu 60-70.000 manns. Þarna er mikil fátækt og stéttaskipting. Landið er ríkt af auðlindum en auk sjávarútvegs eru í Namibíu auðugar námur þar sem má finna úran, gull, demanta, granít og fleira. Í þessum atvinnugreinum sem byggja á auðlindanýtingu þrífst því miður spilling og þar er sjávarútvegurinn engin undantekning. Stjórnmálamenn sjá um að gefa út leyfi og réttindi til nýtingar. Heimamenn koma sjaldnast að vinnslu, nema þá sem verkamenn. Namibíumenn gætu verið vellauðug þjóð ef rétt væri gefið. Þeir Íslendingar sem búa og starfa í Namibíu hafa góðan skilning á þeim áhrifum sem aðkoma Íslendinga að namibískri útgerð hafði fyrir þarlendan sjávarútveg. Íslendingur í Walvis Bay sagði mér að margt hafi hafi breyst til hins verra eftir að félög tengd Samherja lögðu niður útgerð í landinu. Sjómenn, sem áður hafi verið metnir að verðleikum, þurfi nú að sætta sig að vinna við verri aðstæður fyrir lakari laun. Félög tengd Samherja hafi dælt fé inn í namibískan sjávarútveg og við rekstur þessara fyrirtækja hafi verið litið til framtíðaruppbyggingar. Því hafi menn verið tilbúnir að horfa framhjá taprekstri. Þá hafi Samherji komið með sína þekkingu og tækni inn í atvinnugreinina sem skilaði sér í vænlegum aflatölum og bestu gæðum afurða. Nú hefur komið í ljós að brotthvarf Samherja frá Namibíu hefur ekki haft jákvæð áhrif á sjávarútveginn í landinu enda var nýlegt uppboð á aflaheimildum í hrossamakríl, sem áður var úthlutað til félaga sem tengjast Samherja, algjörlega misheppnað. Í The Namibian, sem er útbreiddasta dagblað Namibíu, var sagt frá þessu með fyrirsögninni: „Uppboðið endar með tárum.“ Í umfjöllun blaðsins kom fram að aðeins hafi tekist að koma 1,3% af kvótanum út. Þá kom þar fram að talið sé að namibísk stjórnvöld hafi orðið af jafnvirði 6 milljarða króna af þessum sökum en tjón namibíska hagkerfisins geti numið um 25 milljörðum króna. Félög tengd Samherja skildu eftir mikil verðmæti í namibísku hagkerfi og sköpuðu mikinn fjölda starfa meðan þau voru í rekstri. Þar í landi er nú rekið sakamál þar sem nokkrir þarlendir ríkisborgarar eru sakaðir um að hafa með ólögmætum hætti tekið við fjármunum sem voru greiddir fyrir nýtingu aflaheimilda. Það er eðlilegast að spyrja að leikslokum þegar það mál er annars vegar. En í millitíðinni er kannski mikilvægt að fjalla aðeins meira um það hvernig þessari útgerð var háttað í raun og hverjir nutu góðs af þátttöku Íslendinga í namibískum sjávarútvegi. Hvað mig varðar, þá tókst mér ekki að selja Samherjamönnum lausnir okkar á sínum tíma. Ég hef ekki verið til sjós hjá þeim og þá þekki ég eigendur fyrirtækisins ekkert. Hins vegar rifja ég reglulega upp áðurnefnda heimsókn mína til Walvis Bay þegar ég fylgist með fréttum hér heima um útgerðina í Namibíu og velti fyrir mér hvort menn nái ekki að stokka spil sín upp á nýtt svo úr verði farsælt samstarf til framtíðar. Höfundur starfar að sölu- og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum vann ég í fyrirtæki sem þróaði lausnir til bættrar orkunýtingu fyrir stórnotendur, bæði til sjós og lands, þar sem helstu viðskiptavinirnir voru útvegsfyrirtæki. Stærstur hluti vinnu minnar sneri að markaðsmálum sem kallaði á mikil ferðalög um heiminn. Í þessu starfi hitti maður gjarnan fólk í framlínu sjávarútvegs, bæði á fundum og eins á sjávarútvegssýningum. Sem Íslendingur getur maður borið höfuðið hátt á slíkum viðburðum enda erum við þekkt fyrir að umgangast ríka auðlind okkar af virðingu. Ég var ekki búinn að fara víða þegar ég áttaði mig á umfangi Samherja á alþjóðavettvangi enda eru félög tengd Samherja hluthafar í mörgum stórfyrirtækjum leiðandi þjóða í sjávarútvegi. Þegar maður stígur inn í þetta umhverfi á alþjóðavísu þá verður maður fljótt áskynja hvað orðspor Samherja er gott erlendis. Hvar sem ég kom var ég aldrei var við annað en jákvæðni í garð þessa stærsta útvegsfyrirtækis Íslands. Samherjamenn eru þekktir fyrir gríðarlegan metnað og atorku, gera kröfur um bestu skipa- og tækjakosti og góðan aðbúnað. Gera vel við sitt fólk. Aðkoma slíkra manna að stjórn og hlutdeild í rekstri telst mikill styrkur fyrir þau fyrirtæki sem þeir koma að. Grunnurinn og fordæmin eru hér heima enda hafa fá útgerðarfyrirtæki hér á landi endurnýjað fiskiskipaflotann jafn ört og Samherji. Þá er nýtt hátæknivinnsluhús á Dalvík talið hið fullkomnasta í heiminum. Sláandi munur á aðbúnaði skipverja Í vinnuferð til Namibíu fyrir nokkrum árum fékk ég mín fyrstu kynni af namibískum sjávarútvegi en þá kom ég að rannsóknarvinnu á nokkrum skipum þar. Meðal þessara skipa voru systurskip er lágu hlið við hlið. Um var að ræða gríðarlega stóra togara, um 120 metra á lengd og yfir hundrað manns í áhöfn. Þarna voru á ferðinni öflug fiskiskip smíðuð í Stralsund á árunum 1986-1993 og gjarnan nefnd Moonsund eftir frægri orrustu við Eistland árið 1944. Annað skipið var í eigu Namsov, útgerðarfélags sem upphaflega var sett á laggirnar á grundvelli samvinnu Namibíu og ríkja fyrrum Sovétríkjanna. Það er ekki ofsagt að maður hafi fengið hálfgert áfall við að koma um borð í skipið, slík var umgengnin og almennu viðhaldi var mjög ábótavant. Aðbúnaðurinn var slíkur að manni taldist fólki vart bjóðandi. Við komuna í vélarrúmið var aðstaðan eins og eitthvað frá fyrri hluta síðustu aldar, frágangurinn lélegur, öll tæki upprunaleg og virtust ekkert hafa verið endurnýjuð. Við nánari athugun kom í ljós að útgerðarkostnaður skipsins var langt yfir því sem hann þyrfti að vera vegna gamalla tækja og lélegs viðhalds. Þegar kynntar voru lausnir til úrbóta fengust þau svör að ekki væru til fjármunir til að ráðast í þær. Að þessari heimsókn lokinni fórum við um borð í hitt skipið sem var í eigu félags sem tengdist Samherja. Ég man hvað ég fylltist miklu stolti er ég kom um borð. Allir gangar voru flísa- eða parketlagðir, skipið var tandurhreint hátt og lágt og vistarverur skipverja búnar fallegum húsgögnum. Samanburðurinn var sérstaklega sláandi þegar komið var niður í vélarrúmið sem var allt nýmálað og hreint. Aðstaða vélstjóranna var stórglæsileg og búin allra nýjustu tækni.Eftir þessa heimsókn um borð í skipin lék mér forvitni á að vita meira. Þarlendir sjómenn sögðu mér að það þætti mjög eftirsóknarvert að starfa fyrir útgerðir sem tengdust Samherja. Menn upplifðu sig sem jafningja um borð, þar væri góður starfsandi og aðstaðan á skipunum væri til fyrirmyndar auk þess sem menn væru ráðnir upp á hlut. Hámarksafli auk hámarksgæða tryggja þar betri afkomu manna. Brotthvarf Samherja hafði skaðlegar afleiðingar fyrir heimamenn Namibia er ríflega 800 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar búa um 2,5 milljónir manna. Útgerðarbærinn Walvis Bay liggur við Atlantshafið og þar er stutt að sækja í gríðarlega stór fiskimið. Þetta er ekki stór útvegsbær en þar búa á bilinu 60-70.000 manns. Þarna er mikil fátækt og stéttaskipting. Landið er ríkt af auðlindum en auk sjávarútvegs eru í Namibíu auðugar námur þar sem má finna úran, gull, demanta, granít og fleira. Í þessum atvinnugreinum sem byggja á auðlindanýtingu þrífst því miður spilling og þar er sjávarútvegurinn engin undantekning. Stjórnmálamenn sjá um að gefa út leyfi og réttindi til nýtingar. Heimamenn koma sjaldnast að vinnslu, nema þá sem verkamenn. Namibíumenn gætu verið vellauðug þjóð ef rétt væri gefið. Þeir Íslendingar sem búa og starfa í Namibíu hafa góðan skilning á þeim áhrifum sem aðkoma Íslendinga að namibískri útgerð hafði fyrir þarlendan sjávarútveg. Íslendingur í Walvis Bay sagði mér að margt hafi hafi breyst til hins verra eftir að félög tengd Samherja lögðu niður útgerð í landinu. Sjómenn, sem áður hafi verið metnir að verðleikum, þurfi nú að sætta sig að vinna við verri aðstæður fyrir lakari laun. Félög tengd Samherja hafi dælt fé inn í namibískan sjávarútveg og við rekstur þessara fyrirtækja hafi verið litið til framtíðaruppbyggingar. Því hafi menn verið tilbúnir að horfa framhjá taprekstri. Þá hafi Samherji komið með sína þekkingu og tækni inn í atvinnugreinina sem skilaði sér í vænlegum aflatölum og bestu gæðum afurða. Nú hefur komið í ljós að brotthvarf Samherja frá Namibíu hefur ekki haft jákvæð áhrif á sjávarútveginn í landinu enda var nýlegt uppboð á aflaheimildum í hrossamakríl, sem áður var úthlutað til félaga sem tengjast Samherja, algjörlega misheppnað. Í The Namibian, sem er útbreiddasta dagblað Namibíu, var sagt frá þessu með fyrirsögninni: „Uppboðið endar með tárum.“ Í umfjöllun blaðsins kom fram að aðeins hafi tekist að koma 1,3% af kvótanum út. Þá kom þar fram að talið sé að namibísk stjórnvöld hafi orðið af jafnvirði 6 milljarða króna af þessum sökum en tjón namibíska hagkerfisins geti numið um 25 milljörðum króna. Félög tengd Samherja skildu eftir mikil verðmæti í namibísku hagkerfi og sköpuðu mikinn fjölda starfa meðan þau voru í rekstri. Þar í landi er nú rekið sakamál þar sem nokkrir þarlendir ríkisborgarar eru sakaðir um að hafa með ólögmætum hætti tekið við fjármunum sem voru greiddir fyrir nýtingu aflaheimilda. Það er eðlilegast að spyrja að leikslokum þegar það mál er annars vegar. En í millitíðinni er kannski mikilvægt að fjalla aðeins meira um það hvernig þessari útgerð var háttað í raun og hverjir nutu góðs af þátttöku Íslendinga í namibískum sjávarútvegi. Hvað mig varðar, þá tókst mér ekki að selja Samherjamönnum lausnir okkar á sínum tíma. Ég hef ekki verið til sjós hjá þeim og þá þekki ég eigendur fyrirtækisins ekkert. Hins vegar rifja ég reglulega upp áðurnefnda heimsókn mína til Walvis Bay þegar ég fylgist með fréttum hér heima um útgerðina í Namibíu og velti fyrir mér hvort menn nái ekki að stokka spil sín upp á nýtt svo úr verði farsælt samstarf til framtíðar. Höfundur starfar að sölu- og markaðsmálum.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun