Sjötíu plötur og mörg hundruð þúsund streymi Ritstjórn Albumm skrifar 30. janúar 2021 16:00 Árni Grétar Jóhannesson á og rekur útgáfuna Móatún 7. Raftónlistarútgáfan Móatún 7 er heldur betur að gera góða hluti um þessar mundir en útgáfan sérhæfir sig í 7-tommu vínylplötum sem eru framleiddar hér á Íslandi. Útgáfurnar eru nú orðnar alls sjötíu talsins og hafa selst í meira en tvö þúsund eintökum en nánast öll eintökin voru send kaupendum erlendis. Á þessum sjötíu plötum má finna gríðarlegt magn af íslenskri raftónlist. Til að mynda eftir Skurken, Biogen, Röskva, Futuregrapher, Andartak og fleiri. Á plötunum má einnig finna þekkt raftónlistarnöfn eins og Future Sound Of London, Plaid, B12, Metamatics og fleiri en allt eru það goðsagnir í raftónlistarheiminum. Móatún 7 er heimilisfang æskuheimilis Árna á Tálknafirði en útgáfan er rekin frá Reykjavík. Spilanir á Bandcamp síðu útgáfunnar á síðasta ári töldu hundruði þúsunda, sem telst virkilega góður árangur. Síðasta 7-tommu útgáfan er með þýsku sveitinni Drøn en sú sveit er þekkt í raftónlistinni víða. Hægt er að hlusta á hana hér fyrir neðan. MOA070 by Drøn Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið
Á þessum sjötíu plötum má finna gríðarlegt magn af íslenskri raftónlist. Til að mynda eftir Skurken, Biogen, Röskva, Futuregrapher, Andartak og fleiri. Á plötunum má einnig finna þekkt raftónlistarnöfn eins og Future Sound Of London, Plaid, B12, Metamatics og fleiri en allt eru það goðsagnir í raftónlistarheiminum. Móatún 7 er heimilisfang æskuheimilis Árna á Tálknafirði en útgáfan er rekin frá Reykjavík. Spilanir á Bandcamp síðu útgáfunnar á síðasta ári töldu hundruði þúsunda, sem telst virkilega góður árangur. Síðasta 7-tommu útgáfan er með þýsku sveitinni Drøn en sú sveit er þekkt í raftónlistinni víða. Hægt er að hlusta á hana hér fyrir neðan. MOA070 by Drøn Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið