Gróf upp tónlistina sem leyndist í ljóðunum Ritstjórn Albumm skrifar 26. janúar 2021 11:45 María Huld Markan Sigfúsdóttir tónskáld. Lilja Birgisdóttir Platan Kom vinur eftir tónskáldið Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur kom út 22. janúar, á vegum bandaríska útgáfufyrirtækisins Sono Luminus. Hún inniheldur tvö kórverk eftir Maríu við ljóðatexta Vilborgar Dagbjartsdóttur sem fagnaði níræðisafmæli sínu á síðasta ári. Upptakan fór fram í Hallgrímskirkju í september 2020, flutningur var í höndum Schola Cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar en upptökum stýrði Kjartan Sveinsson. Þótt verkið Kom vinur sé samið 2017, kallast þetta titillag plötunnar að mörgu leyti á við árið sem var að líða og hið órólega ástand sem ríkir í miðjum heimsfaraldri. Dapurlegur undirtónninn í texta ljóðsins ber með sér einmanakennd en einnig löngum til að deila birtu og yl með kærum vini á köldum vetrardegi. Þetta draumkennda verk var upphaflega samið fyrir sumartónleika í Skálholti þar sem María Huld var staðartónskáld. Texti lagsins, sem og textinn við Maríuljóð sem samið var ári seinna, er eftir ljóðskáldið Vilborgu Dagbjartsdóttur. Tilefni útgáfu verkanna nú er meðal annars til að heiðra Vilborgu í tengslum við stórafmæli hennar á síðasta ári og er verkefnið er styrkt af Tónlistarsjóði. Verk hennar hafa veitt fjölda tónskálda innblástur og fjölda ljóða hennar verið tónsett af tónskáldum á síðustu árum. Útgáfan er því hugsuð sem þakklætisvottur til hennar og liður í að vekja verðskuldaða athygli á höfundarverki hennar. Vilborg er eitt þekktasta ljóðskáld Íslands og frumkvöðull í jafnréttisbaráttu hérlendis en ljóð hennar fjalla gjarnan um stöðu kvenna og ójafnrétti sem finnst víða í samfélaginu. Maríuljóð er ort frá sjónarhorni barns sem skoðar tilvist sína í gegnum náttúruna, gangverk árstíðanna og vangaveltur um Maríu guðsmóður. María og Kjartan við upptökur plötunnar.Lilja Birgisdóttir María Huld lýsir ljóðunum sem kjarna tónverkanna; „Þegar ég samdi verkin leið mér líkt og hlutverk mitt væri að grafa upp tónlistina sem leyndist inni í ljóðunum og uppgötva og undirstrika tónfall sem var til staðar í textanum.“ Mörg fyrri verka Maríu hafa áður verið gefin út í útgáfum á vegum Sono Luminus. Þar má nefna Oceans sem samið var fyrir og tekið upp af Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar og kom út á plötunni Concurrence sem á dögunum hlaut tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir árið 2020. Hægt er að fylgjast nánar með Maríu á heimasíðunni mariasigfusdottir.com. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið
Upptakan fór fram í Hallgrímskirkju í september 2020, flutningur var í höndum Schola Cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar en upptökum stýrði Kjartan Sveinsson. Þótt verkið Kom vinur sé samið 2017, kallast þetta titillag plötunnar að mörgu leyti á við árið sem var að líða og hið órólega ástand sem ríkir í miðjum heimsfaraldri. Dapurlegur undirtónninn í texta ljóðsins ber með sér einmanakennd en einnig löngum til að deila birtu og yl með kærum vini á köldum vetrardegi. Þetta draumkennda verk var upphaflega samið fyrir sumartónleika í Skálholti þar sem María Huld var staðartónskáld. Texti lagsins, sem og textinn við Maríuljóð sem samið var ári seinna, er eftir ljóðskáldið Vilborgu Dagbjartsdóttur. Tilefni útgáfu verkanna nú er meðal annars til að heiðra Vilborgu í tengslum við stórafmæli hennar á síðasta ári og er verkefnið er styrkt af Tónlistarsjóði. Verk hennar hafa veitt fjölda tónskálda innblástur og fjölda ljóða hennar verið tónsett af tónskáldum á síðustu árum. Útgáfan er því hugsuð sem þakklætisvottur til hennar og liður í að vekja verðskuldaða athygli á höfundarverki hennar. Vilborg er eitt þekktasta ljóðskáld Íslands og frumkvöðull í jafnréttisbaráttu hérlendis en ljóð hennar fjalla gjarnan um stöðu kvenna og ójafnrétti sem finnst víða í samfélaginu. Maríuljóð er ort frá sjónarhorni barns sem skoðar tilvist sína í gegnum náttúruna, gangverk árstíðanna og vangaveltur um Maríu guðsmóður. María og Kjartan við upptökur plötunnar.Lilja Birgisdóttir María Huld lýsir ljóðunum sem kjarna tónverkanna; „Þegar ég samdi verkin leið mér líkt og hlutverk mitt væri að grafa upp tónlistina sem leyndist inni í ljóðunum og uppgötva og undirstrika tónfall sem var til staðar í textanum.“ Mörg fyrri verka Maríu hafa áður verið gefin út í útgáfum á vegum Sono Luminus. Þar má nefna Oceans sem samið var fyrir og tekið upp af Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar og kom út á plötunni Concurrence sem á dögunum hlaut tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir árið 2020. Hægt er að fylgjast nánar með Maríu á heimasíðunni mariasigfusdottir.com. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið