Viðskipti innlent

Verðbólga 4,3 prósent í janúar

Heimir Már Pétursson skrifar
Tólf mánaða verðbólga mælist 4,3 prósent í janúar samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Það er 2,6 prósentustigum meiri verðbólga en í janúar í fyrra þegar hún mældist 1,7 prósent.
Tólf mánaða verðbólga mælist 4,3 prósent í janúar samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Það er 2,6 prósentustigum meiri verðbólga en í janúar í fyrra þegar hún mældist 1,7 prósent. Vísir/Vilhelm

Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent.

Verðbólga hefur verið á uppleið frá því í byrjun síðasta árs en í janúar í fyrra var tólf mánaða verðbólga 1,7 prósent. Hún fór síðan yfir tveggja komma fimm prósenta markmið Seðlabannkans í maí þegar hún mældist 2,6 prósent.

Þrátt fyrir þetta lækkaði vísitala neysluverðs frá desember síðast liðnum til janúar um 0,6 prósentustig. Hagstofan skýrir það með vetrarútsölum.

Þannig hafi verð á fötum lækkað um 6,5 prósent milli mánaða og húsgögn og heimilisbúnaður um 3,3 prósent frá því í desember.


Tengdar fréttir

Verðbólga mælist 3,6 prósent

Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 

Verðbólgan eykst enn

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili er 3,6% samkvæmt nýjum útreikningum Hagstofu Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×