Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 12:29 Alma Möller landlæknir fór yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Vísir/Vilhelm Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. Afbrigðin sem um ræðir eru kennd við þau lönd þar sem þau greindust fyrst; Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. Alma sagði stöðuna í mörgum nágrannalöndum okkar slæma. Smituðum færi fjölgandi sem og innlögnum á gjörgæsludeild og dauðsföllum. Þessa slæmu stöðu mætti að hluta til skýra með þessum nýju afbrigðum veirunnar. Hafa menn miklar áhyggjur af afbrigðunum og útbreiðslu þeirra. Alma byrjaði á að ræða um breska afbrigðið sem fór á flug í suðurhluta Bretlands í desember þrátt fyrir að miklar takmarkanir væru í gangi innanlands. „Það afbrigði hefur nú fundist í sextíu öðru löndum, þar af 23 löndum í Evrópu. Það breiðist út til dæmis um Danmörku, Írland og Holland og menn hafa miklar áhyggjur. Afbrigðið er meira smitandi en enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að það sé hættulegra, valdi meiri veikindum, en bæði forsætisráðherra Breta og heilbrigðisráðherra Noregs hafa þó nefnt það og vissulega hefur fjöldi dauðsfalla í Bretlandi aldrei verið meiri,“ sagði landlæknir. Suður-afríska afbrigðið greindist fyrst í október. Það hefur breiðst hratt út um sunnanverðu Afríku síðan í desember. „Það er líka talið meira smitandi. Það er heldur ekki vitað með vissu hvort að valdi meiri veikindum en þetta afbrigði hefur greinst í tíu löndum Evrópu, þar með á öllum hinum Norðurlöndunum og þrettán löndum utan Evrópu. Það eru ákveðnar áhyggjur af því að menn geti smitast aftur af þessu afbrigði og bóluefnin kunni að virka verr.“ Þriðja afbrigðið hefur síðan enn sem komið er einungis greinst í Brasilíu og frá ferðalöngum sem hafa komið þaðan til Japans og Suður-Kóreu. Alma sagði afbrigðið útbreitt á Amazon-svæðinu í Brasilíu. Þar hefði verið mikið álag á heilbrigðiskerfinu en að öðru leyti væru ekki miklar upplýsingar um afbrigðið. „Evrópska sóttvarnastofnunin hvetur ríki til að vera á sérstöku varðbergi gagnvart þessum afbrigðum og auka hlutfall raðgreininga. Sem dæmi þá hafa tíu til tuttugu prósent sýna í Danmörku og Noregi verið raðgreind til þessa en verið að auka það til muna. Við skulum muna að hérlendis þá eru öll smit, sem sagt 100 prósent, raðgreind og hefur verið svo frá upphafi og verður Íslenskri erfðagreiningu seint fullþakkað fyrir það,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Afbrigðin sem um ræðir eru kennd við þau lönd þar sem þau greindust fyrst; Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. Alma sagði stöðuna í mörgum nágrannalöndum okkar slæma. Smituðum færi fjölgandi sem og innlögnum á gjörgæsludeild og dauðsföllum. Þessa slæmu stöðu mætti að hluta til skýra með þessum nýju afbrigðum veirunnar. Hafa menn miklar áhyggjur af afbrigðunum og útbreiðslu þeirra. Alma byrjaði á að ræða um breska afbrigðið sem fór á flug í suðurhluta Bretlands í desember þrátt fyrir að miklar takmarkanir væru í gangi innanlands. „Það afbrigði hefur nú fundist í sextíu öðru löndum, þar af 23 löndum í Evrópu. Það breiðist út til dæmis um Danmörku, Írland og Holland og menn hafa miklar áhyggjur. Afbrigðið er meira smitandi en enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að það sé hættulegra, valdi meiri veikindum, en bæði forsætisráðherra Breta og heilbrigðisráðherra Noregs hafa þó nefnt það og vissulega hefur fjöldi dauðsfalla í Bretlandi aldrei verið meiri,“ sagði landlæknir. Suður-afríska afbrigðið greindist fyrst í október. Það hefur breiðst hratt út um sunnanverðu Afríku síðan í desember. „Það er líka talið meira smitandi. Það er heldur ekki vitað með vissu hvort að valdi meiri veikindum en þetta afbrigði hefur greinst í tíu löndum Evrópu, þar með á öllum hinum Norðurlöndunum og þrettán löndum utan Evrópu. Það eru ákveðnar áhyggjur af því að menn geti smitast aftur af þessu afbrigði og bóluefnin kunni að virka verr.“ Þriðja afbrigðið hefur síðan enn sem komið er einungis greinst í Brasilíu og frá ferðalöngum sem hafa komið þaðan til Japans og Suður-Kóreu. Alma sagði afbrigðið útbreitt á Amazon-svæðinu í Brasilíu. Þar hefði verið mikið álag á heilbrigðiskerfinu en að öðru leyti væru ekki miklar upplýsingar um afbrigðið. „Evrópska sóttvarnastofnunin hvetur ríki til að vera á sérstöku varðbergi gagnvart þessum afbrigðum og auka hlutfall raðgreininga. Sem dæmi þá hafa tíu til tuttugu prósent sýna í Danmörku og Noregi verið raðgreind til þessa en verið að auka það til muna. Við skulum muna að hérlendis þá eru öll smit, sem sagt 100 prósent, raðgreind og hefur verið svo frá upphafi og verður Íslenskri erfðagreiningu seint fullþakkað fyrir það,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira