„Ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 09:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að vera áfram duglegt að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni en undanfarið hafi færri mætt í sýnatökur. Þá minnir Þórólfur á að núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar. „Þannig að ég er ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á. Það er verulega búið að slaka mikið á í skólum og annars staðar og bendi bara á það sem er að gerast í öðrum löndum, hvernig þetta hefur farið úr böndum víða. Þannig að við þurfum bara að fara varlega á meðan við erum að auka við bólusetninguna,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun aðspurður hvort ekki mætti fara að losa aðeins um takmarkanir þar sem fáir hafa greinst innanlands undanfarna daga. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag dreifingarfyrirtækið Distica sé komið með áætlun um dreifingu bóluefnanna frá Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir því að 15.500 skammtar berist hingað til lands mánaðarlega frá þessum framleiðendum. Þórólfur var spurður út í þetta og að þessi fjöldi myndi ekki duga til þess að bólusetja þjóðina benti hann á að inn í þá jöfnu vantaði bóluefni AstraZeneca og bóluefni Janssen. AstraZeneca myndi væntanlega fá sitt rekstrarleyfi í lok þessa mánaðar og þá yrði hægt að hefja dreifingu þess í febrúar. Þá væri einnig vonast til þess að Janssen fengi sitt rekstrarleyfi í febrúar. Alls er bólusetningu lokið hjá 4.546 manns hér á landi. Þórólfur sagði þetta viðunandi árangur miðað við það bóluefni sem við fáum. „Það eru bara aðrir í sömu sporum ef við berum okkur saman hvað er búið að bólusetja stórt hlutfall af þjóðinni miðað við Norðurlöndin og Evrópulöndin þá erum við bara á sama róli og jafnvel hærra en þeir, það eru allir að berjast við það sama að fá meira bóluefni. Ég hef líkt þessu við það að við erum með stóran skafl fyrir utan og við erum með litla barnaskóflu að reyna að moka okkur í gegn,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Þannig að ég er ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á. Það er verulega búið að slaka mikið á í skólum og annars staðar og bendi bara á það sem er að gerast í öðrum löndum, hvernig þetta hefur farið úr böndum víða. Þannig að við þurfum bara að fara varlega á meðan við erum að auka við bólusetninguna,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun aðspurður hvort ekki mætti fara að losa aðeins um takmarkanir þar sem fáir hafa greinst innanlands undanfarna daga. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag dreifingarfyrirtækið Distica sé komið með áætlun um dreifingu bóluefnanna frá Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir því að 15.500 skammtar berist hingað til lands mánaðarlega frá þessum framleiðendum. Þórólfur var spurður út í þetta og að þessi fjöldi myndi ekki duga til þess að bólusetja þjóðina benti hann á að inn í þá jöfnu vantaði bóluefni AstraZeneca og bóluefni Janssen. AstraZeneca myndi væntanlega fá sitt rekstrarleyfi í lok þessa mánaðar og þá yrði hægt að hefja dreifingu þess í febrúar. Þá væri einnig vonast til þess að Janssen fengi sitt rekstrarleyfi í febrúar. Alls er bólusetningu lokið hjá 4.546 manns hér á landi. Þórólfur sagði þetta viðunandi árangur miðað við það bóluefni sem við fáum. „Það eru bara aðrir í sömu sporum ef við berum okkur saman hvað er búið að bólusetja stórt hlutfall af þjóðinni miðað við Norðurlöndin og Evrópulöndin þá erum við bara á sama róli og jafnvel hærra en þeir, það eru allir að berjast við það sama að fá meira bóluefni. Ég hef líkt þessu við það að við erum með stóran skafl fyrir utan og við erum með litla barnaskóflu að reyna að moka okkur í gegn,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira