Ýmir var bestur í íslenska liðinu á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 10:30 Ýmir Örn Gíslason stoppar hér Norðmanninn Christian O'Sullivan í leik Íslands og Noregs í gærkvöldi. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Ýmir Örn Gíslason var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins samkvæmt meðaleinkunn strákanna okkar í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á þessu heimsmeistaramóti og það er því við hæfi að taka saman frammistöðumat leikmanna liðsins. Við höfum nú reiknað meðaleinkunn leikmanna Íslands á mótinu og þar kemur í ljós að Ýmir Örn Gíslason var með frábæra frammistöðu að meðaltali. Ýmir Örn fékk 5,0 í meðaleinkunn. Varnarleikurinn var aðall íslenska liðsins á HM í Egyptalandi og þar fór fyrir liðinu Valsmaðurinn öflugi. Þetta var fjórða stórmót Ýmis en hlutverk hans hefur vaxið á hverju móti. Íþróttadeild Vísis gaf leikmönnum og þjálfurum einkunn á bilinu 1-6 með umsögn eftir hvern einasta leik íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Ýmir Örn Gíslason var ekki meðal fyrirliðabandið í leikjunum sex en augljóst er að hann er orðinn einn aðalleiðtoginn í hópnum þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Ýmir hélt saman íslensku vörninni og fór fyrir íslensku strákunum með smitandi krafti og dugnaði. Ýmir fékk sexu í einum leik og fjóra í einum leik en annars var hann með fimmu í einkunn í hinum fjórum leikjunum. Ýmir var því ekki aðeins með frábæra meðaleinkunn heldur sýndi hann mikinn stöðugleika. Í öðru sæti er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti þrjá mjög góða leiki á mótinu og naut líka góðs af því að spila ekki nógu lengi í lokaleiknum til að fá einkunn en þar varði Björgvin ekki skot. Jafnir í þriðja til fjóra sæti eru síðan FH-ingarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson sem stóðu sig báðir mun betur en flestir höfðu reiknað með. Gísli Þorgeir var að koma aftur inn í liðið eftir langvinn meiðsli og leit ekki vel út í leikjunum fyrir mót. Hann mætti hins vegar af krafti á sjálft mótið og stýrði sóknarleik íslenska liðsins. Gísli tók hlutverki að sér að fullu þegar Janus Daði Smárason datt út. Ólafur fékk varla að koma inn á völlinn í leikjunum í undankeppninni og sömu sögu var að segja af fyrsta leiknum sem tapaðist á móti Portúgal. Ólafur nýtt hins vegar fyrsta alvöru tækifærið í leiknum á móti Alsír og skilaði sínu þegar hann fékk að spila hjá Guðmundi. Besta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM 2021: 1. Ýmir Örn Gíslason 5,0 2. Björgvin Páll Gústavsson 4,5 3. Ólafur Guðmundsson 4,3 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4,3 5. Elliði Snær Viðarsson 4,17 6. Bjarki Már Elísson 4 7. Sigvaldi Guðjónsson 3,83 8. Viggó Kristjánsson 3,8 8. Elvar Örn Jónsson 3,8 10. Alexander Petersson 3,75 11. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 11. Oddur Grétarsson 3,5 13. Viktor Gísli Hallgrímsson 3,3 14. Arnór Þór Gunnarsson 3 14. Magnús Óli Magnússon 3 16. Ómar Ingi Magnússon 2,75 17. Kristján Örn Kristjánsson 2,7 18. Ágúst Elí Björgvinsson 2,4 19. Kári Kristjánsson 2,0 19. Janus Daði Smárason 2,0 HM 2021 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á þessu heimsmeistaramóti og það er því við hæfi að taka saman frammistöðumat leikmanna liðsins. Við höfum nú reiknað meðaleinkunn leikmanna Íslands á mótinu og þar kemur í ljós að Ýmir Örn Gíslason var með frábæra frammistöðu að meðaltali. Ýmir Örn fékk 5,0 í meðaleinkunn. Varnarleikurinn var aðall íslenska liðsins á HM í Egyptalandi og þar fór fyrir liðinu Valsmaðurinn öflugi. Þetta var fjórða stórmót Ýmis en hlutverk hans hefur vaxið á hverju móti. Íþróttadeild Vísis gaf leikmönnum og þjálfurum einkunn á bilinu 1-6 með umsögn eftir hvern einasta leik íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Ýmir Örn Gíslason var ekki meðal fyrirliðabandið í leikjunum sex en augljóst er að hann er orðinn einn aðalleiðtoginn í hópnum þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Ýmir hélt saman íslensku vörninni og fór fyrir íslensku strákunum með smitandi krafti og dugnaði. Ýmir fékk sexu í einum leik og fjóra í einum leik en annars var hann með fimmu í einkunn í hinum fjórum leikjunum. Ýmir var því ekki aðeins með frábæra meðaleinkunn heldur sýndi hann mikinn stöðugleika. Í öðru sæti er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti þrjá mjög góða leiki á mótinu og naut líka góðs af því að spila ekki nógu lengi í lokaleiknum til að fá einkunn en þar varði Björgvin ekki skot. Jafnir í þriðja til fjóra sæti eru síðan FH-ingarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson sem stóðu sig báðir mun betur en flestir höfðu reiknað með. Gísli Þorgeir var að koma aftur inn í liðið eftir langvinn meiðsli og leit ekki vel út í leikjunum fyrir mót. Hann mætti hins vegar af krafti á sjálft mótið og stýrði sóknarleik íslenska liðsins. Gísli tók hlutverki að sér að fullu þegar Janus Daði Smárason datt út. Ólafur fékk varla að koma inn á völlinn í leikjunum í undankeppninni og sömu sögu var að segja af fyrsta leiknum sem tapaðist á móti Portúgal. Ólafur nýtt hins vegar fyrsta alvöru tækifærið í leiknum á móti Alsír og skilaði sínu þegar hann fékk að spila hjá Guðmundi. Besta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM 2021: 1. Ýmir Örn Gíslason 5,0 2. Björgvin Páll Gústavsson 4,5 3. Ólafur Guðmundsson 4,3 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4,3 5. Elliði Snær Viðarsson 4,17 6. Bjarki Már Elísson 4 7. Sigvaldi Guðjónsson 3,83 8. Viggó Kristjánsson 3,8 8. Elvar Örn Jónsson 3,8 10. Alexander Petersson 3,75 11. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 11. Oddur Grétarsson 3,5 13. Viktor Gísli Hallgrímsson 3,3 14. Arnór Þór Gunnarsson 3 14. Magnús Óli Magnússon 3 16. Ómar Ingi Magnússon 2,75 17. Kristján Örn Kristjánsson 2,7 18. Ágúst Elí Björgvinsson 2,4 19. Kári Kristjánsson 2,0 19. Janus Daði Smárason 2,0
Besta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM 2021: 1. Ýmir Örn Gíslason 5,0 2. Björgvin Páll Gústavsson 4,5 3. Ólafur Guðmundsson 4,3 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4,3 5. Elliði Snær Viðarsson 4,17 6. Bjarki Már Elísson 4 7. Sigvaldi Guðjónsson 3,83 8. Viggó Kristjánsson 3,8 8. Elvar Örn Jónsson 3,8 10. Alexander Petersson 3,75 11. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 11. Oddur Grétarsson 3,5 13. Viktor Gísli Hallgrímsson 3,3 14. Arnór Þór Gunnarsson 3 14. Magnús Óli Magnússon 3 16. Ómar Ingi Magnússon 2,75 17. Kristján Örn Kristjánsson 2,7 18. Ágúst Elí Björgvinsson 2,4 19. Kári Kristjánsson 2,0 19. Janus Daði Smárason 2,0
HM 2021 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira