Miami Heat mætir með COVID-hunda til að þefa uppi smitaða áhorfendur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 15:30 Jimmy Butler og félagar í Miami Heat fá áhorfendur á heimaleiki sína í þessari viku en hundar munu passa upp á að smitaðir áhorfendur komist ekki inn í höllina. Getty/Samsett NBA körfuboltaliðið Miami Heat ætlar að leyfa áhorfendum aftur að mæta á leiki liðsins í AmericanAirlines Arena en það hefur bæst við starfsliðið í höllinni þeirra. Nýjustu starfsmennirnir í íþróttahöllinni hjá Miami Heat eru leitahundar sem eru þó ekki að þefa uppi eiturlyf eða sprengiefni. Miami Heat hefur unnið að því í marga mánuði að geta verið með vel þjálfaða hunda sem þefa uppi áhorfendur sem eru smitaðir af kórónuveirunni. Það er vel þekkt að hundar þefi upp eiturlyf á flugvöllum en forráðamenn Miami Heat töldu að hundar gætu líka þefaði uppi COVID-19. Miami Heat to bring back fans with help from Covid-19 detection dogshttps://t.co/30V74BnbOX— Sportando (@Sportando) January 24, 2021 Hingað til hafa hundarnir verið að æfa sig í því að þefa af gestum sem hafa aðallega verið vinir og fjölskyldumeðlimir leikmanna og starfsfólk. Nú ætla menn þar á bæ að stíga skrefi lengra. Frá og með þessari viku þá mun smáhluti miðahafa þurfa að fara í sætin sín svo framarlega þeir fái grænt ljós hjá COVID-hundunum. „Ef þú pælir í því þá er ekkert nýtt að vera með slíka hunda. Þú sérð þá á flugvöllum og þeir hafa verið notaðir til að hjálpar bæði lögreglu og hernum. Við höfum notað þá í mörg ár til að þefa uppi sprengjur,“ sagði Matthew Jafarian, varaforseti starfsstefnu félagsins. Heat plan to use COVID-19-sniffing dogs to screen fans who go to their home games, per @ByTimReynolds pic.twitter.com/JEq6zkFio2— Bleacher Report (@BleacherReport) January 24, 2021 Fyrsti leikurinn sem Miami Heat fer aftur að selja miða er leikurinn á móti Los Angeels Clippers á fimmtudaginn. Miðasalan hefst í dag. Það hefur verið uppselt á 451 heimaleik Miami Heat í röð. Það verða þó bara tvö þúsund miðar í boði til að byrja með sem nær ekki tíu prósent sæta í boði í höllinni. COVID-hundar þekkjast á flugvöllum í Dúbaí og Helsinki. Í tilfelli Miami Heat þá munu þeir ganga framhjá áhorfendum á ákveðnu svæði. Ef þeir halda áfram göngu sinni þá er allt í lagi en ef þeir setjast niður þá er viðkomandi meinaður aðgangur að leiknum. NBA Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Nýjustu starfsmennirnir í íþróttahöllinni hjá Miami Heat eru leitahundar sem eru þó ekki að þefa uppi eiturlyf eða sprengiefni. Miami Heat hefur unnið að því í marga mánuði að geta verið með vel þjálfaða hunda sem þefa uppi áhorfendur sem eru smitaðir af kórónuveirunni. Það er vel þekkt að hundar þefi upp eiturlyf á flugvöllum en forráðamenn Miami Heat töldu að hundar gætu líka þefaði uppi COVID-19. Miami Heat to bring back fans with help from Covid-19 detection dogshttps://t.co/30V74BnbOX— Sportando (@Sportando) January 24, 2021 Hingað til hafa hundarnir verið að æfa sig í því að þefa af gestum sem hafa aðallega verið vinir og fjölskyldumeðlimir leikmanna og starfsfólk. Nú ætla menn þar á bæ að stíga skrefi lengra. Frá og með þessari viku þá mun smáhluti miðahafa þurfa að fara í sætin sín svo framarlega þeir fái grænt ljós hjá COVID-hundunum. „Ef þú pælir í því þá er ekkert nýtt að vera með slíka hunda. Þú sérð þá á flugvöllum og þeir hafa verið notaðir til að hjálpar bæði lögreglu og hernum. Við höfum notað þá í mörg ár til að þefa uppi sprengjur,“ sagði Matthew Jafarian, varaforseti starfsstefnu félagsins. Heat plan to use COVID-19-sniffing dogs to screen fans who go to their home games, per @ByTimReynolds pic.twitter.com/JEq6zkFio2— Bleacher Report (@BleacherReport) January 24, 2021 Fyrsti leikurinn sem Miami Heat fer aftur að selja miða er leikurinn á móti Los Angeels Clippers á fimmtudaginn. Miðasalan hefst í dag. Það hefur verið uppselt á 451 heimaleik Miami Heat í röð. Það verða þó bara tvö þúsund miðar í boði til að byrja með sem nær ekki tíu prósent sæta í boði í höllinni. COVID-hundar þekkjast á flugvöllum í Dúbaí og Helsinki. Í tilfelli Miami Heat þá munu þeir ganga framhjá áhorfendum á ákveðnu svæði. Ef þeir halda áfram göngu sinni þá er allt í lagi en ef þeir setjast niður þá er viðkomandi meinaður aðgangur að leiknum.
NBA Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira