Handbolti

Maga­kveisa að hrjá leik­menn á HM í Egypta­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dragan Gajić var ekki með Slóveníu í gær vegna veikinda.
Dragan Gajić var ekki með Slóveníu í gær vegna veikinda. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany

Það virðist sem maturinn í Egyptalandi hafi farið illa í ýmsa landsliðsmenn en mjög margir leikmenn á HM í handbolta voru óleikfærir í gær vegna magakveisu. Alls voru fjórir leikmenn Slóveníu fjarverandi í jafnteflinu gegn Egyptalandi.

Þá var fjöldi leikmanna danska landsliðsins fjarverandi er liðið fór að skoða pýramídana í gær.

Rasmus Boysen, leikmaður norska liðsins Elverum, er duglegur að fara yfir stöðu mála í Egyptalandi á Twitter-síðu sinni. Hann fór þar yfir fjölda leikmanna sem voru óleikfærir í gær vegna magakveisu.

Dragan Gajić, Staš Skube og Blaž Blagotinšek voru ekki með Slóveníu er liðið gerði 25-25 jafntefli gegn heimamönnum í Egyptalandi í milliriðli fjögur. Sigur hefði komið Slóveníu í 8-liða úrslit mótsins.

Fredric Pattersson var ekki með sænska landsliðinu er það tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum með stórsigri á Rússum í gærkvöld. Hann var einnig með magakveisu.

Danska landsliðið fór að skoða píramýdana í  en Mikkel Hansen meðal þeirra sem var hvergi sjáanlegur. Sama má segja um þá Simon Hald, Mathias Gidsel og þjálfarann Nikolaj Jacobsen.

Það er því ljóst að maturinn er ekki að vel í alla í Egyptalandi og spurning hvort fleiri leikmenn verði veikir á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×