Lífið

„Það er alltof mikil stemning hérna“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Sjáðu brot úr kántrýþætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. 
Sjáðu brot úr kántrýþætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld.  Mynd - Tinna Vibeka

Þátturinn Í kvöld er gigg var í sannkölluðum kántrýbúning á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld. Gestir þáttarins voru söngvarinn Magni Ásgeirsson ásamt hljómsveitinni Sycamore Tree sem skipuð er þeim Ágústu Evu og Gunna Hilmars. 

Gestirnir léku sér að því að færa lög yfir í kántrýstílinn með tilheyrandi sveiflu og suðurríkjahreim og var útkoman sannkölluð veisla. 

Hér má sjá brot af stemningunni þar sem Ágústa Eva og Magni lifa sig inn í kántrýheiminn eins og þau hafi aldrei gert neitt annað en að syngja á kúrekakrám og sveitaböllum.

„Það er alltof mikil stemning hérna“ - Heyrist Ingó kalla í miðju lagi og greinilegt að sjá að hann kunni vel við sig í kántrýsveiflunni. 

Klippa: Give Me One Reason - Ágústa Eva og Magni

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg inn á Stöð 2 plús. 


Tengdar fréttir

„Þetta er auðvitað bara fáránlega fallega sungið“

Þau voru nokkur Bubbalögin sem gestir Ingó spreyttu sig á í nýjasta þætti Í kvöld er gigg. Söng- og leikkonan Íris Hólm gaf þar ekkert eftir en hér að neðan er hægt að sjá hana syngja Bubbalagið Sumarið er tíminn með miklum krafti og innlifun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×