Hamborgarinn „innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2021 14:27 Skjáskot af frétt Fréttablaðsins og myndinni af Þórólfi, Jóhannesi og Víði má sjá hér til hægri á mynd. Samsett Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að málsverður hans á Hamborgarafabrikkunni hafi verið innan þeirra marka sem sóttvarnayfirvöld hafa boðað. Kráareigandi lýsti yfir óánægju með uppátækið og sóttvarnareglur í gær. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að Þórólfur hefði loks smakkað „heiðursborgara“ sem nefndur var Rúdólfur í höfuðið á honum, á Hamborgarafabrikkunni í síðustu viku. Mynd af Þórólfi að bragða borgarann, ásamt Jóhannesi Ásbirnssyni eiganda Fabrikkunnar og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, fylgdi fréttinni. Félagarnir þrír gátu leyft sér að vera nokkuð innilegir en bæði Víðir og Jóhannes hafa fengið Covid-19 og eru með mótefni. Kráareigendur hafa undanfarið lýst yfir óánægju með sóttvarnareglur, sem kveða á um að krám og börum skuli lokað en veitingastaðir megi standa opnir. Gylfi Jens Gylfason eigandi Ölvers sportbars ítrekar þessar aðfinnslur í Facebook-færslu sem hann birti í gær, og vísar til fréttar Fréttablaðsins. „Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu niðurstöðu með fulltingi heilbrigðisráðherra að neysla hamborgara á Sportbarnum Ölver feli í sér aukna smithættu á Covid 19 umfram aðra veitingastaði og skuli því vera lokað,“ skrifar Gylfi. Þá hnýtir hann í sóttvarnalækni fyrir að sitja heldur nálægt sessunautum sínum á myndinni. Eins og áður segir hafa Víðir og Jóhannes þó báðir fengið Covid-19. „Ég get þó lofað Þórólfi því að ég mundi ekki gera kröfu um myndatöku í auglýsingaskyni og alls ekki gera kröfu um faðmlag. Það eru jú tilmæli um fjarlægðarmörk sem ber að virða. Við erum öll í þessu saman eða næstum því að minnsta kosti,“ skrifar Gylfi. Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu...Posted by Gylfi Jens Gylfason on Laugardagur, 23. janúar 2021 Þórólfur kveðst ekki sammála því að málsverðurinn og myndatakan á Hamborgarafabrikkunni hafi verið óheppileg í ljósi þess sem Gylfi bendir á. „Nei, ég er ekkert sammála því. Veitingastaðir eru opnir og báðir þessir aðilar eru búnir að fá Covid, þannig að það var allt saman innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika. Það getur vel verið að menn séu ósáttir við að krár megi ekki hafa opið til dæmis, en í þessu tilfelli held ég að það hafi verið farið alveg eftir reglum.“ Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að Þórólfur hefði loks smakkað „heiðursborgara“ sem nefndur var Rúdólfur í höfuðið á honum, á Hamborgarafabrikkunni í síðustu viku. Mynd af Þórólfi að bragða borgarann, ásamt Jóhannesi Ásbirnssyni eiganda Fabrikkunnar og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, fylgdi fréttinni. Félagarnir þrír gátu leyft sér að vera nokkuð innilegir en bæði Víðir og Jóhannes hafa fengið Covid-19 og eru með mótefni. Kráareigendur hafa undanfarið lýst yfir óánægju með sóttvarnareglur, sem kveða á um að krám og börum skuli lokað en veitingastaðir megi standa opnir. Gylfi Jens Gylfason eigandi Ölvers sportbars ítrekar þessar aðfinnslur í Facebook-færslu sem hann birti í gær, og vísar til fréttar Fréttablaðsins. „Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu niðurstöðu með fulltingi heilbrigðisráðherra að neysla hamborgara á Sportbarnum Ölver feli í sér aukna smithættu á Covid 19 umfram aðra veitingastaði og skuli því vera lokað,“ skrifar Gylfi. Þá hnýtir hann í sóttvarnalækni fyrir að sitja heldur nálægt sessunautum sínum á myndinni. Eins og áður segir hafa Víðir og Jóhannes þó báðir fengið Covid-19. „Ég get þó lofað Þórólfi því að ég mundi ekki gera kröfu um myndatöku í auglýsingaskyni og alls ekki gera kröfu um faðmlag. Það eru jú tilmæli um fjarlægðarmörk sem ber að virða. Við erum öll í þessu saman eða næstum því að minnsta kosti,“ skrifar Gylfi. Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu...Posted by Gylfi Jens Gylfason on Laugardagur, 23. janúar 2021 Þórólfur kveðst ekki sammála því að málsverðurinn og myndatakan á Hamborgarafabrikkunni hafi verið óheppileg í ljósi þess sem Gylfi bendir á. „Nei, ég er ekkert sammála því. Veitingastaðir eru opnir og báðir þessir aðilar eru búnir að fá Covid, þannig að það var allt saman innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika. Það getur vel verið að menn séu ósáttir við að krár megi ekki hafa opið til dæmis, en í þessu tilfelli held ég að það hafi verið farið alveg eftir reglum.“
Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira